Bankarnir höfðu samráð 30. nóvember 2004 00:01 Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur óeðlilegt að fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitji saman í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Í september í fyrra sendu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja félagsmálaráðherra bréf þar sem þeir kynntu tillögur sínar um útfærslu á húsnæðislánum. Í bréfinu er sú hugmynd sett fram orðrétt að hámarkslán til íbúðarkaupenda verði hækkað um eina milljón króna á ári frá núverandi hámörkum og endi í 11-12 milljónum króna í árslok 2007. „Þetta skiptir afar miklu máli til að sporna við hættu á verulegri ofþenslu á fasteignamarkaði,“ segir svo í bréfinu. Þetta hljómar fjarri öllum veruleika rúmu ári síðar þegar bankarnir bjóða nú allt að 25 milljóna lán til íbúðakaupa. Það að bankarnir skuli einum rómi leggja fram þessa tillögu vekur einnig upp spurninguna: Er eðlilegt að til séu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja? Eða hvað myndu menn segja ef til væru Samtök olíufélaga? Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að umhverfið sé breytt þannig að hlutir sem áður þóttu eðlilegir þykja það ekki lengur. „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum. Ef hún er eingöngu á faglegum nótum gæti hún átt rétt á sér en það er alltaf ákveðin hætta að menn spjalli um eitthvað annað yfir kaffibollanum en eingöngu um faglegar spurningar,“ segir Pétur. Í bréfi bankanna til félagsmálaráðherra kemur líka fram að bankarnir vilja fá árlegt umsýslugjald og leggja til einum rómi að það nemi hálfu prósenti. Þetta lyktar ekki af mikilli samkeppni. Jóhanna segir þetta bera vott um að það sé ákveðið samráð í gangi sem þurfi vissulega að skoða. Í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sitja fjórir bankastjórar: Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka, Finnur Sveinbjörnsson, Sparisjóðsbanka, Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka og Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka. Pétur Blöndal telur óeðlilegt að þessir menn sitji í stjórn samtakanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur óeðlilegt að fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitji saman í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Í september í fyrra sendu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja félagsmálaráðherra bréf þar sem þeir kynntu tillögur sínar um útfærslu á húsnæðislánum. Í bréfinu er sú hugmynd sett fram orðrétt að hámarkslán til íbúðarkaupenda verði hækkað um eina milljón króna á ári frá núverandi hámörkum og endi í 11-12 milljónum króna í árslok 2007. „Þetta skiptir afar miklu máli til að sporna við hættu á verulegri ofþenslu á fasteignamarkaði,“ segir svo í bréfinu. Þetta hljómar fjarri öllum veruleika rúmu ári síðar þegar bankarnir bjóða nú allt að 25 milljóna lán til íbúðakaupa. Það að bankarnir skuli einum rómi leggja fram þessa tillögu vekur einnig upp spurninguna: Er eðlilegt að til séu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja? Eða hvað myndu menn segja ef til væru Samtök olíufélaga? Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að umhverfið sé breytt þannig að hlutir sem áður þóttu eðlilegir þykja það ekki lengur. „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum. Ef hún er eingöngu á faglegum nótum gæti hún átt rétt á sér en það er alltaf ákveðin hætta að menn spjalli um eitthvað annað yfir kaffibollanum en eingöngu um faglegar spurningar,“ segir Pétur. Í bréfi bankanna til félagsmálaráðherra kemur líka fram að bankarnir vilja fá árlegt umsýslugjald og leggja til einum rómi að það nemi hálfu prósenti. Þetta lyktar ekki af mikilli samkeppni. Jóhanna segir þetta bera vott um að það sé ákveðið samráð í gangi sem þurfi vissulega að skoða. Í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sitja fjórir bankastjórar: Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka, Finnur Sveinbjörnsson, Sparisjóðsbanka, Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka og Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka. Pétur Blöndal telur óeðlilegt að þessir menn sitji í stjórn samtakanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira