Ráðstöfunarfé eykst hröðum skrefum 2. desember 2004 00:01 Bylting hefur orðið á fasteignalánamarkaði. Ekki er langt síðan Íbúðalánasjóður fór að bjóða íbúðalán til 40 ára og eru nú um 80 prósent tekinna lána til 40 ára. Við það hefur greiðslubyrði á hverri milljón lækkað, fjölskyldurnar hafa skuldsett sig til lengra tíma og eignamyndun orðið hægari og minni. Heimilin skulda sem nemur um 180 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum á einu ári. Bankarnir eru farnir að bjóða upp á veðlán án skilyrða um fasteignaviðskipti og valmöguleikar eru fleiri, t.d. tegund lána, lánstími og vaxtafyrirkomulag. "Almenningur hefur möguleika á að endurfjármagna lán til að lækka greiðslubyrði og auka sparnað eða neyslu. Fólk getur bætt jafnóðum við sig veðlánum til að innleysa hagnaðinn ef fasteignaverð hækkar mikið. Í Landsbankanum gerum við ráð fyrir að einkaneysla aukist um 0,5-1 prósent á ári næstu tvö árin vegna þessa, fasteignaverð hækki um 15 prósent umfram það sem þegar er orðið og að heimilin auki skuldir sínar um allt að 15 prósentum. Við gerum líka ráð fyrir aukinni hagræðingu í bankakerfinu. Samantekið tel ég að þessi kerfisbreyting sé mikil heillaþróun en að hún komi á versta tíma með tilliti til stöðu efnahagsmála," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. Íslensk heimili skulduðu 813 milljarða í lok júní. Edda Rós segir að verði helmingi af skuldum heimilanna skuldbreytt með veðláni með 4,15 prósenta vöxtum án þess að lánin séu lengd lækki greiðslubyrðin um 13 prósent. "Ef lánstíminn yrði hins vegar lengdur um fimm og hálft ár við skuldbreytingu, helmingurinn til 40 ára og hinn helmingurinn til 25 ára, lækkaði greiðslubyrðin um 19 prósent. 13 prósentum lægri greiðslubyrði þýðir þriggja prósenta hækkun á ráðstöfunarfé heimilanna. Kaupmáttur heimilanna hefur verið að aukast um eitt prósent á ári undanfarin 20-30 ár þannig að þarna er um verulegar upphæðir að ræða," segir Edda Rós. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Bylting hefur orðið á fasteignalánamarkaði. Ekki er langt síðan Íbúðalánasjóður fór að bjóða íbúðalán til 40 ára og eru nú um 80 prósent tekinna lána til 40 ára. Við það hefur greiðslubyrði á hverri milljón lækkað, fjölskyldurnar hafa skuldsett sig til lengra tíma og eignamyndun orðið hægari og minni. Heimilin skulda sem nemur um 180 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum á einu ári. Bankarnir eru farnir að bjóða upp á veðlán án skilyrða um fasteignaviðskipti og valmöguleikar eru fleiri, t.d. tegund lána, lánstími og vaxtafyrirkomulag. "Almenningur hefur möguleika á að endurfjármagna lán til að lækka greiðslubyrði og auka sparnað eða neyslu. Fólk getur bætt jafnóðum við sig veðlánum til að innleysa hagnaðinn ef fasteignaverð hækkar mikið. Í Landsbankanum gerum við ráð fyrir að einkaneysla aukist um 0,5-1 prósent á ári næstu tvö árin vegna þessa, fasteignaverð hækki um 15 prósent umfram það sem þegar er orðið og að heimilin auki skuldir sínar um allt að 15 prósentum. Við gerum líka ráð fyrir aukinni hagræðingu í bankakerfinu. Samantekið tel ég að þessi kerfisbreyting sé mikil heillaþróun en að hún komi á versta tíma með tilliti til stöðu efnahagsmála," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. Íslensk heimili skulduðu 813 milljarða í lok júní. Edda Rós segir að verði helmingi af skuldum heimilanna skuldbreytt með veðláni með 4,15 prósenta vöxtum án þess að lánin séu lengd lækki greiðslubyrðin um 13 prósent. "Ef lánstíminn yrði hins vegar lengdur um fimm og hálft ár við skuldbreytingu, helmingurinn til 40 ára og hinn helmingurinn til 25 ára, lækkaði greiðslubyrðin um 19 prósent. 13 prósentum lægri greiðslubyrði þýðir þriggja prósenta hækkun á ráðstöfunarfé heimilanna. Kaupmáttur heimilanna hefur verið að aukast um eitt prósent á ári undanfarin 20-30 ár þannig að þarna er um verulegar upphæðir að ræða," segir Edda Rós.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent