Vaxtahækkun Seðlabankans gagnrýnd 3. desember 2004 00:01 Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Eftirskjálftar þeirrar ákvörðunnar Seðlabankans að hækka stýrivexti sína um eitt prósentustig frá og með næsta þriðjudegi hafa varað í allan dag. Gengi krónunnar hækkaði um 2,76% í viðskiptum uppá 17,7 milljarða en miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði. Gengi dollarans er nú komið niður í 62,50 krónur. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er pollrólegur. Hann segir atvinnulífið þurfa að búa sig undir hátt gengi á næstu tveimur árum. Hitt sé annað mál að gjaldeyrismarkaðurinn „yfirdrífi“ oft og því eigi sveiflurnar sem sjáist núna líklega eftir að ganga til baka að einhverju leyti. Spurður hvaða þýðingu þetta geti haft fyrir efnhag landsmanna segir Birgir að verð innfluttra vara verði lægra, verðbólgan helst niðri en áhrifin á útflutningsmarkaðinn verða hins vegar neikvæð. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist ekki gera athugasemdir við vaxtahækkun Seðlabankans, enda leggi bankann sjálfstætt mat á þróun og horfur í efnhagsmálum. Hann segir hana myndarlegt inngrip í ljósi þeirra spáa sem hann hafi birt. Flokksfélagi Geirs og varaformaður fjárlaganefndar, Einar Oddur Kristjánsson, gat hins vegar ekki leynt pirring sínum í garð Seðlabankans á Alþingi í dag. Hann segist hafa verið ákaflega uggandi á undanförnum vikum og mánuðum um íslenska krónuna og í hvaða hæðir hún er að fara. Við aðgerðir Seðlabankans í gær hafi hann svo orðið mjög hræddur. „Það er verið að reyna á þanþolið á svo fantalegan hátt að atvinnulífið í heild sinni - framleiðslan, útflutningsframleiðslan, samkeppnisframleiðslan - er í verulegri hættu,“ sagði Einar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Eftirskjálftar þeirrar ákvörðunnar Seðlabankans að hækka stýrivexti sína um eitt prósentustig frá og með næsta þriðjudegi hafa varað í allan dag. Gengi krónunnar hækkaði um 2,76% í viðskiptum uppá 17,7 milljarða en miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði. Gengi dollarans er nú komið niður í 62,50 krónur. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er pollrólegur. Hann segir atvinnulífið þurfa að búa sig undir hátt gengi á næstu tveimur árum. Hitt sé annað mál að gjaldeyrismarkaðurinn „yfirdrífi“ oft og því eigi sveiflurnar sem sjáist núna líklega eftir að ganga til baka að einhverju leyti. Spurður hvaða þýðingu þetta geti haft fyrir efnhag landsmanna segir Birgir að verð innfluttra vara verði lægra, verðbólgan helst niðri en áhrifin á útflutningsmarkaðinn verða hins vegar neikvæð. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist ekki gera athugasemdir við vaxtahækkun Seðlabankans, enda leggi bankann sjálfstætt mat á þróun og horfur í efnhagsmálum. Hann segir hana myndarlegt inngrip í ljósi þeirra spáa sem hann hafi birt. Flokksfélagi Geirs og varaformaður fjárlaganefndar, Einar Oddur Kristjánsson, gat hins vegar ekki leynt pirring sínum í garð Seðlabankans á Alþingi í dag. Hann segist hafa verið ákaflega uggandi á undanförnum vikum og mánuðum um íslenska krónuna og í hvaða hæðir hún er að fara. Við aðgerðir Seðlabankans í gær hafi hann svo orðið mjög hræddur. „Það er verið að reyna á þanþolið á svo fantalegan hátt að atvinnulífið í heild sinni - framleiðslan, útflutningsframleiðslan, samkeppnisframleiðslan - er í verulegri hættu,“ sagði Einar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira