Kósí stemming í huggulegu húsnæði 9. desember 2004 00:01 "Markmið mitt með þessari verslun er að höfða til kvenna sem gera handavinnu og vilja hafa fallegt og huggulegt í kringum sig. Það eru lygilega margir fyrir það að fara úr vinnufötunum þegar heim er komið, skella sér í náttföt, setja fætur upp í sófa og hafa það virkilega kósí," segir Ásdís Loftsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, en hún sækir sína strauma úr tveimur heimum sem greinilega sést í verslun hennar. "Ég lærði fatahönnun bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi þannig að ég sæki huggulega heimafílínginn til Bandaríkjanna og tedrykkjuna til Bretlands." "Ég sel þægileg föt, bæði ameríska heimagalla og ítölsk náttföt, sem eru úr bómullarblöndu með handprentuðu munstri. Síðan sel ég mikið af lopa. Einnig er ég með bútasaumsefni en ég er nýbúin að fá frönska efni, bæði bómull og hör, sem er helsta nýjungin hjá mér. Ég er líka með bútasaumsbækur, útsaum og te- og pressukönnur sem ég hef hannað sjálf í liðlega áratug," segir Ásdís en stoltust er hún af nýju línunni af íslensku værðarvoðinni. Ásdís leggur mikið upp úr því að hafa kósí og fallegt hjá sér og í versluninni. "Fólk getur tyllt sér niður, skoðað búasaumsbækur, fengið sér heitt kaffi og piparkökur, hlustað á jólalög og haft það kósí og slappað af. Við þurfum ekki alltaf að vera í stressinu. Húsnæðið býður líka upp á það. Þett aer gamalt hús með flottum bitum í loftinu. Ég hannaði innréttingarnar sjálf og held ég að mér hafi tekist vel upp. Ég var með þessa verslun í Hamraborg fyrir þrem árum og margar konur er ánægðar að sjá mig aftur. Ég vona bara að fari eins með lopann og miðbæinn. Núna sel ég afskaplega mikið af lopa og ég vona að sama gerist með söluna í miðbænum. Ég er alveg dottin í rómantíkina hérna í miðbænum," segir Ásdís sem er með verslunarrekstur í blóðinu, alin upp af kaupmanni. En er verslunin þá bara eins og barnið þitt? "Já það er talað um það heima fyrir. Nú á ég þrjár dætur, sú yngsta ellefu ára, og ég þarf að útskýra fyrir henni að fjórða barnið sé fætt og ég þurfi stundum að vaka á nóttinni til að sinna því. En þegar það er uppkomið og sjálfbjarga þá fáum við okkur hund." Hús og heimili Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
"Markmið mitt með þessari verslun er að höfða til kvenna sem gera handavinnu og vilja hafa fallegt og huggulegt í kringum sig. Það eru lygilega margir fyrir það að fara úr vinnufötunum þegar heim er komið, skella sér í náttföt, setja fætur upp í sófa og hafa það virkilega kósí," segir Ásdís Loftsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, en hún sækir sína strauma úr tveimur heimum sem greinilega sést í verslun hennar. "Ég lærði fatahönnun bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi þannig að ég sæki huggulega heimafílínginn til Bandaríkjanna og tedrykkjuna til Bretlands." "Ég sel þægileg föt, bæði ameríska heimagalla og ítölsk náttföt, sem eru úr bómullarblöndu með handprentuðu munstri. Síðan sel ég mikið af lopa. Einnig er ég með bútasaumsefni en ég er nýbúin að fá frönska efni, bæði bómull og hör, sem er helsta nýjungin hjá mér. Ég er líka með bútasaumsbækur, útsaum og te- og pressukönnur sem ég hef hannað sjálf í liðlega áratug," segir Ásdís en stoltust er hún af nýju línunni af íslensku værðarvoðinni. Ásdís leggur mikið upp úr því að hafa kósí og fallegt hjá sér og í versluninni. "Fólk getur tyllt sér niður, skoðað búasaumsbækur, fengið sér heitt kaffi og piparkökur, hlustað á jólalög og haft það kósí og slappað af. Við þurfum ekki alltaf að vera í stressinu. Húsnæðið býður líka upp á það. Þett aer gamalt hús með flottum bitum í loftinu. Ég hannaði innréttingarnar sjálf og held ég að mér hafi tekist vel upp. Ég var með þessa verslun í Hamraborg fyrir þrem árum og margar konur er ánægðar að sjá mig aftur. Ég vona bara að fari eins með lopann og miðbæinn. Núna sel ég afskaplega mikið af lopa og ég vona að sama gerist með söluna í miðbænum. Ég er alveg dottin í rómantíkina hérna í miðbænum," segir Ásdís sem er með verslunarrekstur í blóðinu, alin upp af kaupmanni. En er verslunin þá bara eins og barnið þitt? "Já það er talað um það heima fyrir. Nú á ég þrjár dætur, sú yngsta ellefu ára, og ég þarf að útskýra fyrir henni að fjórða barnið sé fætt og ég þurfi stundum að vaka á nóttinni til að sinna því. En þegar það er uppkomið og sjálfbjarga þá fáum við okkur hund."
Hús og heimili Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira