Lántökur heimilanna aukast um 100% 9. desember 2004 00:01 Erlend lán íslenskra heimila hafa aukist um meira en eitt hundrað prósent síðan í byrjun september og eru nú tíundi hluti af lánum heimilanna. KB banki varar við þessari þróun og segir að greiðslubyrði heimilanna geti stóraukist, lækki gengi krónunnar. Gengislækkun sé hins vegar nauðsynleg til að draga úr viðskiptahallanum. Gengi krónunnar var umfjöllunarefni á morgunverðarfundi KB banka í morgun. Og efnið virðist heitt því salurinn á Nordica hóteli sprengdi utan af sér gestafjöldann sem var nálægt 400 manns. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, fór í upphafi yfir þá þætti sem ógna starfsemi fjármálafyrirtækjanna og velmegun í samfélaginu. Mesta ógnin væri þó óskaplegur viðskiptahalli sem Íslendingar byggju við. Sigurður telur að eina leiðin til að draga úr viðskiptahalla sé að lækka eða fella íslensku krónuna og að nauðsynlegt sé að hefja veikingu krónunnar nú þegar. Höggið verði stærra ef viðskiptahallinn fái tíma til að hlaðast upp. Á fundinum í morgun kom fram að íslensk heimili juku erlendar lántökur um 100 prósent frá september byrjun fram til loka október og nema þær nú 10 prósentum af lántökum heimilanna. Á fundinum var varað við því að heimilin tækju erlend lán eins og staðan er núna, því einsýnt sé að krónan muni fara lækkandi. Eins er viðbúið að vextir erlendis, sem eru mjög lágir nú, hækki að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors við Háskóla Íslands, og segir hann að það þýði að greiðslubyrðin muni vaxa hjá þeim sem tekið hafi erlend lán. Sem dæmi um hversu hratt skuldir þeirra sem taka lán í erlendri mynt geta vaxið skulum við taka lítið dæmi. Maður sem tekur milljóna lán í erlendum gjaldeyri á 3 prósenta vöxtum er með rúmlega 35 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Verði lítilsháttar gengislækkun, eða 5 prósent, og vextir hækka um tvö stig, þá eykst greiðslubyrðin um næstum 50 prósent og fer í rúman 50 þúsund kall. Lækki gengið um 10 af hundraði og vextir fari í 7 prósent, þá tvöfaldast greiðslubyrðin og fer í tæplega 70 þúsund krónur. Gengisfelling getur því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þetta fólk. Sigurður Einarsson segir hana auðveldlega geta leitt til þess að fólk eigi ekkert í fasteignum sem það fjármagnar í í erlendum myntum, til skemmri tíma litið. Fólk ætti því að íhuga það mjög vel að breyta erlendum fasteignalánum í innlend. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Erlend lán íslenskra heimila hafa aukist um meira en eitt hundrað prósent síðan í byrjun september og eru nú tíundi hluti af lánum heimilanna. KB banki varar við þessari þróun og segir að greiðslubyrði heimilanna geti stóraukist, lækki gengi krónunnar. Gengislækkun sé hins vegar nauðsynleg til að draga úr viðskiptahallanum. Gengi krónunnar var umfjöllunarefni á morgunverðarfundi KB banka í morgun. Og efnið virðist heitt því salurinn á Nordica hóteli sprengdi utan af sér gestafjöldann sem var nálægt 400 manns. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, fór í upphafi yfir þá þætti sem ógna starfsemi fjármálafyrirtækjanna og velmegun í samfélaginu. Mesta ógnin væri þó óskaplegur viðskiptahalli sem Íslendingar byggju við. Sigurður telur að eina leiðin til að draga úr viðskiptahalla sé að lækka eða fella íslensku krónuna og að nauðsynlegt sé að hefja veikingu krónunnar nú þegar. Höggið verði stærra ef viðskiptahallinn fái tíma til að hlaðast upp. Á fundinum í morgun kom fram að íslensk heimili juku erlendar lántökur um 100 prósent frá september byrjun fram til loka október og nema þær nú 10 prósentum af lántökum heimilanna. Á fundinum var varað við því að heimilin tækju erlend lán eins og staðan er núna, því einsýnt sé að krónan muni fara lækkandi. Eins er viðbúið að vextir erlendis, sem eru mjög lágir nú, hækki að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors við Háskóla Íslands, og segir hann að það þýði að greiðslubyrðin muni vaxa hjá þeim sem tekið hafi erlend lán. Sem dæmi um hversu hratt skuldir þeirra sem taka lán í erlendri mynt geta vaxið skulum við taka lítið dæmi. Maður sem tekur milljóna lán í erlendum gjaldeyri á 3 prósenta vöxtum er með rúmlega 35 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Verði lítilsháttar gengislækkun, eða 5 prósent, og vextir hækka um tvö stig, þá eykst greiðslubyrðin um næstum 50 prósent og fer í rúman 50 þúsund kall. Lækki gengið um 10 af hundraði og vextir fari í 7 prósent, þá tvöfaldast greiðslubyrðin og fer í tæplega 70 þúsund krónur. Gengisfelling getur því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þetta fólk. Sigurður Einarsson segir hana auðveldlega geta leitt til þess að fólk eigi ekkert í fasteignum sem það fjármagnar í í erlendum myntum, til skemmri tíma litið. Fólk ætti því að íhuga það mjög vel að breyta erlendum fasteignalánum í innlend.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira