Viðskipti innlent

50% verðmunur á hjartalyfjum

"Þarna hafði Rima apótek algera sérstöðu," sagði Eggert Skúlason, ritstjóri Velferðar, sem undirstrikaði jafnframt að ekki hefði verið um hávísindalega könnun að ræða. Engu að síður gæfi hún sterkar vísbendingar. Rima Apótek hefði reynst vera að bjóða allt að 50 prósent lægra verð á fimm tegundum hjartalyfja samanlagt, heldur en það apótek sem dýrast var. "Þessi mikli verðmunur kom okkur verulega og kannski pínulítið þægilega á óvart," sagði Eggert. "Vonandi verður svona könnun til þess að fólk spáir meira í verð. Nú standa yfir viðræður milli heilbrigðisráðuneytis og apótekanna. Ráðherra hefur lofað Norðurlandaverði á lyfjum. Til þess að það geti orðið þarf smásalan að ná samkomulagi við ríkið. Við bíðum spennt eftir að sjá hvernig það verður. En svona er staðan í dag."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×