Bílar keyptir á uppboði á ebay 14. desember 2004 00:01 Sprenging hefur orðið í innflutningi einstaklinga á bílum frá Bandaríkjunum. Bíleigendur eru nú í auknum mæli farnir að notfæra sér Netið til að kaupa sér bíl og panta sér jafnvel bíl á uppboðsvefnum ebay.com. Dæmi eru um að menn hafi borgað hundruðum þúsunda króna minna fyrir bílana með því að kaupa þá sjálfir í Bandaríkjunum en þeir hefðu borgað fyrir þá hérlendis. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að þessi áhugi einstaklinga á bílakaupum í Bandaríkjunum haldist í hendur við lágt gengi dollarans. Aukningin hafi í raun hafist í fyrra þegar dollarinn byrjaði að lækka. Hann segir að vissulega fylgi því áhætta að kaupa bíl á Netinu. Fólk geti bæði verið heppið og óheppið. Dæmi séu um að menn hafi óaðvitandi keypt bíla sem hafi lent í tjóni og séu skráðir tjónabílar. Það geti reynst mönnum dýrkeypt því erfitt geti reynst að losna við slíka bíla hérlendis. Pallbílar vinsælir Töluvert hefur borið á bandarískum pallbílum á vegum landsins undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóraembættinu er helsta skýringin á því hversu lágt vörugjaldið er af þessum bílum. Pallbílarnir eru flokkaðir sem atvinnubifreiðar og bera því lægri vörugjöld en einkabifreiðar eða aðeins 13 prósent. Líklegt er að þessu verði breytt því eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir mánuði síðan er fjármálaráðuneytið að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni.Fréttablaðið ræddi við mann sem keypti sér nýlega bíl á ebay og sagðist hann hæstánægður. Maðurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið segist sjálfur hafa farið út og skoðað bílinn áður en hann hafi gengið endanlega frá kaupunum. Þannig hafi hann getað gengið úr skugga um að ekkert væri að bílnum sem hann var að flytja heim til Íslands. Hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík fengust þær upplýsingar að innflutningur einstaklinga á bifreiðum frá Bandaríkjunum hefðu aukist talsvert undanfarna mánuði. Þegar verið er að flytja inn bíl erlendis frá borgar einstaklingar þrenns konar opinber gjöld: vörugjald, virðisaukaskatt og um þrjú þúsund króna úrvinnslugjald. Upphæð vörugjalds fer eftir stærð vélar bifreiðarinnar. Ef bíllinn er með minna en tveggja lítra vél þá er greitt 30 prósenta vörugjald en ef bíllinn er með með meira tveggja lítra vel þá er vörugjaldið 45 prósent. Vörugjaldið er greitt af upphæð sem samanstendur af kaupverði bílsins í Bandaríkjunum, flutningskostnaði og úrvinnslugjaldinu. Virðisaukaskatturinn, sem er 24,5 prósent, leggst síðan ofan á heildarupphæðina, það er eftir að vörugjaldið hefur bæst við kaupverð, flutningskostnað og úrvinnslugjaldið. Dæmi um kaup á Grand Cherokee Limited árgerð 2003 Ebay:Ísland: Kaupverð 1.350.000 Flutningur 180.000 Úrvinnslugjald 3.000 Vörugjald (45%) 690.000 Virðisaukakattur(24,5%) 545.000 Endanlegt verð 2.768.000 3.816.000 Bíllinn sem um ræðir er 8 cyl., sjálfskiptur með leðursætum og miklum staðabúnaði. Hann er ekinn undir 100 kílómetrum. Verðið á Íslandi er viðmiðunarverð hjá Bílgreinasambandinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Sprenging hefur orðið í innflutningi einstaklinga á bílum frá Bandaríkjunum. Bíleigendur eru nú í auknum mæli farnir að notfæra sér Netið til að kaupa sér bíl og panta sér jafnvel bíl á uppboðsvefnum ebay.com. Dæmi eru um að menn hafi borgað hundruðum þúsunda króna minna fyrir bílana með því að kaupa þá sjálfir í Bandaríkjunum en þeir hefðu borgað fyrir þá hérlendis. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að þessi áhugi einstaklinga á bílakaupum í Bandaríkjunum haldist í hendur við lágt gengi dollarans. Aukningin hafi í raun hafist í fyrra þegar dollarinn byrjaði að lækka. Hann segir að vissulega fylgi því áhætta að kaupa bíl á Netinu. Fólk geti bæði verið heppið og óheppið. Dæmi séu um að menn hafi óaðvitandi keypt bíla sem hafi lent í tjóni og séu skráðir tjónabílar. Það geti reynst mönnum dýrkeypt því erfitt geti reynst að losna við slíka bíla hérlendis. Pallbílar vinsælir Töluvert hefur borið á bandarískum pallbílum á vegum landsins undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóraembættinu er helsta skýringin á því hversu lágt vörugjaldið er af þessum bílum. Pallbílarnir eru flokkaðir sem atvinnubifreiðar og bera því lægri vörugjöld en einkabifreiðar eða aðeins 13 prósent. Líklegt er að þessu verði breytt því eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir mánuði síðan er fjármálaráðuneytið að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni.Fréttablaðið ræddi við mann sem keypti sér nýlega bíl á ebay og sagðist hann hæstánægður. Maðurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið segist sjálfur hafa farið út og skoðað bílinn áður en hann hafi gengið endanlega frá kaupunum. Þannig hafi hann getað gengið úr skugga um að ekkert væri að bílnum sem hann var að flytja heim til Íslands. Hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík fengust þær upplýsingar að innflutningur einstaklinga á bifreiðum frá Bandaríkjunum hefðu aukist talsvert undanfarna mánuði. Þegar verið er að flytja inn bíl erlendis frá borgar einstaklingar þrenns konar opinber gjöld: vörugjald, virðisaukaskatt og um þrjú þúsund króna úrvinnslugjald. Upphæð vörugjalds fer eftir stærð vélar bifreiðarinnar. Ef bíllinn er með minna en tveggja lítra vél þá er greitt 30 prósenta vörugjald en ef bíllinn er með með meira tveggja lítra vel þá er vörugjaldið 45 prósent. Vörugjaldið er greitt af upphæð sem samanstendur af kaupverði bílsins í Bandaríkjunum, flutningskostnaði og úrvinnslugjaldinu. Virðisaukaskatturinn, sem er 24,5 prósent, leggst síðan ofan á heildarupphæðina, það er eftir að vörugjaldið hefur bæst við kaupverð, flutningskostnað og úrvinnslugjaldið. Dæmi um kaup á Grand Cherokee Limited árgerð 2003 Ebay:Ísland: Kaupverð 1.350.000 Flutningur 180.000 Úrvinnslugjald 3.000 Vörugjald (45%) 690.000 Virðisaukakattur(24,5%) 545.000 Endanlegt verð 2.768.000 3.816.000 Bíllinn sem um ræðir er 8 cyl., sjálfskiptur með leðursætum og miklum staðabúnaði. Hann er ekinn undir 100 kílómetrum. Verðið á Íslandi er viðmiðunarverð hjá Bílgreinasambandinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira