Guðjón Valur á leið til Gummersbach 15. desember 2004 00:01 Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach. Það verður eflaust skrítin tilfinning fyrir Guðjón Val sem hefur liðið vel hjá Essen og er eingöngu að fara frá félaginu til þess að prófa nýja hluti. "Þetta er búinn að vera frábær tími hjá Essen og svolítið erfitt að yfirgefa félagið. Mér finnst ég hafa tekið stöðugum framförum hjá félaginu og þjálfari liðsins er alveg stórkostlegur. En við fjölskyldan vildum prófa nýja hluti og því tók ég þessa ákvörðun," sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn af æfingu þar sem leikmenn Essen lögðu línurnar fyrir leikinn gegn Minden í kvöld. Guðjón segist hafa komið heiðarlega fram við Essen frá því hann ákvað að söðla um og hann yfirgefur félagið í góðu. "Þeir vildi halda mér og buðu mér mjög fínan samning. Ég afþakkaði gott tilboð, kom heiðarlega fram og sagðist vilja fara nýjar leiðir. Ég byrjaði síðan að ræða við Gummersbach fyrir þrem til fjórum vikum síðan og við munum væntanlega skrifa undir samninginn á fimmtudag eða föstudag," sagði Guðjón Valur en hann er að ganga í raðir liðs sem hefur sterkari leikmannahóp en Essen og mun að öllum líkindum vera í toppbaráttu þýsku deildarinnar næstu árin. Þar að auki er mikil stemning í kringum félagið og mætingin á leiki liðsins mjög góð. "Þeir hafa hingað til leikið örfáa leiki í 18 þúsund manna höll í Köln en á næsta tímabili munu þeir spila ellefu leiki þar. Ég hef spilað gegn þeim í þessari höll og það er alveg frábært. Það verður mikil upplifun að spila þar á næstu leiktíð en aldrei hafa færri en 14 þúsund manns mætt á þessa leiki þeirra í Köln. Svo er Gummersbach líka með með hörkusterkan leikmannahóp og ég bíð spenntur eftir því að leika með félaginu," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, tilvonandi leikmaður Gummersbach. Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach. Það verður eflaust skrítin tilfinning fyrir Guðjón Val sem hefur liðið vel hjá Essen og er eingöngu að fara frá félaginu til þess að prófa nýja hluti. "Þetta er búinn að vera frábær tími hjá Essen og svolítið erfitt að yfirgefa félagið. Mér finnst ég hafa tekið stöðugum framförum hjá félaginu og þjálfari liðsins er alveg stórkostlegur. En við fjölskyldan vildum prófa nýja hluti og því tók ég þessa ákvörðun," sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn af æfingu þar sem leikmenn Essen lögðu línurnar fyrir leikinn gegn Minden í kvöld. Guðjón segist hafa komið heiðarlega fram við Essen frá því hann ákvað að söðla um og hann yfirgefur félagið í góðu. "Þeir vildi halda mér og buðu mér mjög fínan samning. Ég afþakkaði gott tilboð, kom heiðarlega fram og sagðist vilja fara nýjar leiðir. Ég byrjaði síðan að ræða við Gummersbach fyrir þrem til fjórum vikum síðan og við munum væntanlega skrifa undir samninginn á fimmtudag eða föstudag," sagði Guðjón Valur en hann er að ganga í raðir liðs sem hefur sterkari leikmannahóp en Essen og mun að öllum líkindum vera í toppbaráttu þýsku deildarinnar næstu árin. Þar að auki er mikil stemning í kringum félagið og mætingin á leiki liðsins mjög góð. "Þeir hafa hingað til leikið örfáa leiki í 18 þúsund manna höll í Köln en á næsta tímabili munu þeir spila ellefu leiki þar. Ég hef spilað gegn þeim í þessari höll og það er alveg frábært. Það verður mikil upplifun að spila þar á næstu leiktíð en aldrei hafa færri en 14 þúsund manns mætt á þessa leiki þeirra í Köln. Svo er Gummersbach líka með með hörkusterkan leikmannahóp og ég bíð spenntur eftir því að leika með félaginu," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, tilvonandi leikmaður Gummersbach.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira