Spassky býður aðstoð sína
Stuðningsnefnd Bobby Fischers hér á landi hefur borist kærar kveðjur og þakkir frá Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara í skák, vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að veita Fischer dvalarleyfi hér á landi. Í tölvupóstinum sem Spassky sendi í fyrrakvöld segir að á meðan allur skákheimurinn hafi staðið þögull og huglaus hjá hafi íslenska þjóðin leikið sjálfsagðan og djarfan leik til hjálpar Fischer. Spassky býður jafnframt fram aðstoð sína í málinu ef á þurfi að halda og kveðst, með mikilli ánægju, ganga til liðs við hina djörfu íslensku þjóð. Að lokum óskar hann Íslendingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Í póstinum, sem stílaður er á Einar S. Einarsson í stuðningsnefnd Fischers, segir orðrétt: Dear Einar,Thank you very much for very good news. Now when the whole chess world is cowardly silent, Icelandic people made a natural and brave move to help Bobby. Congratulations. And my applause. If you need my assistance or help, please let me know. I will join with great pleasure the group of brave Icelandic people. I take the opportunity wish you all Merry Christmas and a Happy new Year.Boris Spassky