Baugur kaupir Big Food Group 18. desember 2004 00:01 Baugur hefur tryggt sér fjármögnun á kaupum á Big Food Group. Eftir mikla dramatík aðfaranótt laugardags lá ljóst fyrir að búið væri að ganga frá öllum þáttum málsins og tilboð var lagt fram með samþykki stjórnar Big Food Group sem hljóðar upp á 95 pens á hlut. Bank of Scotland sér um stærstan hluta fjármögnunarinnar og tekur einnig níu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Giant BidCo sem hyggst kaupa Big Food Group. Heildarumfang fjármögnunar kaupanna er 112 milljarðar króna. Big Food er metið á 40 milljarða og endurfjármögnun skulda er upp á 42 milljarða og fjármögnun rekstrar og birgða hljóðar upp á 30 milljarða. Þetta eru umfangsmestu og flóknustu viðskipti sem íslenskt fyrirtæki hefur staðið fyrir. KB banki, Burðarás og Landsbankinn koma einnig að kaupunum. Rekstur Iceland verður undir sérstöku eignarhaldsfélagi þar sem Baugur og Pálmi Haraldsson verða stærstu hlutahafar. Pálmi mun gegna stjórnarformennsku hjá Iceland. Í hóp hluthafa Iceland bætist Milestone við, sem er undir forystu Karls Wernerssonar, kjölfestufjárfestis í Íslandsbanka, og hópur undir forystu Malcolms Walker stofnanda Iceland-keðjunnar. Það vekur athygli hversu stóran eignarhlut Bank of Scotland tekur í eignarhaldsfélaginu. Það er talið til marks um mikla trú bankans á forystu Baugs í þessum kaupum. Kaup Baugs eru stór, jafnvel á breskan mælikvarða og meðal breskra kaupsýslumanna er talið að ef Baugi takist að vinna úr þessari fjárfestingu og skila arðsemi af henni, þá verði þeim allir vegir færir í breskum fjármálaheimi. Tilboð Giant BidCo verður lagt fyrir hluthafafund Big Food Group í janúar og verði tilboðið samþykkt, eins og flest bendir til, mun Baugur og samstarfsaðilar taka við stjórn fyrirtækisins 11. febrúar. Með í kaupunum fylgja fasteignir, meðal annars vel staðsettar búðir Iceland þar sem umtalsverð dulin verðmæti eru talin liggja. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Baugur hefur tryggt sér fjármögnun á kaupum á Big Food Group. Eftir mikla dramatík aðfaranótt laugardags lá ljóst fyrir að búið væri að ganga frá öllum þáttum málsins og tilboð var lagt fram með samþykki stjórnar Big Food Group sem hljóðar upp á 95 pens á hlut. Bank of Scotland sér um stærstan hluta fjármögnunarinnar og tekur einnig níu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Giant BidCo sem hyggst kaupa Big Food Group. Heildarumfang fjármögnunar kaupanna er 112 milljarðar króna. Big Food er metið á 40 milljarða og endurfjármögnun skulda er upp á 42 milljarða og fjármögnun rekstrar og birgða hljóðar upp á 30 milljarða. Þetta eru umfangsmestu og flóknustu viðskipti sem íslenskt fyrirtæki hefur staðið fyrir. KB banki, Burðarás og Landsbankinn koma einnig að kaupunum. Rekstur Iceland verður undir sérstöku eignarhaldsfélagi þar sem Baugur og Pálmi Haraldsson verða stærstu hlutahafar. Pálmi mun gegna stjórnarformennsku hjá Iceland. Í hóp hluthafa Iceland bætist Milestone við, sem er undir forystu Karls Wernerssonar, kjölfestufjárfestis í Íslandsbanka, og hópur undir forystu Malcolms Walker stofnanda Iceland-keðjunnar. Það vekur athygli hversu stóran eignarhlut Bank of Scotland tekur í eignarhaldsfélaginu. Það er talið til marks um mikla trú bankans á forystu Baugs í þessum kaupum. Kaup Baugs eru stór, jafnvel á breskan mælikvarða og meðal breskra kaupsýslumanna er talið að ef Baugi takist að vinna úr þessari fjárfestingu og skila arðsemi af henni, þá verði þeim allir vegir færir í breskum fjármálaheimi. Tilboð Giant BidCo verður lagt fyrir hluthafafund Big Food Group í janúar og verði tilboðið samþykkt, eins og flest bendir til, mun Baugur og samstarfsaðilar taka við stjórn fyrirtækisins 11. febrúar. Með í kaupunum fylgja fasteignir, meðal annars vel staðsettar búðir Iceland þar sem umtalsverð dulin verðmæti eru talin liggja.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira