Taugspenna á lokasprettinum 18. desember 2004 00:01 Lokahnykkur margra mánaða vinnu Baugs við undirbúning kaupa á Big Food var dramatískur. Samkvæmt reglum varð að liggja fyrir samkomulag um kaupin fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Hópur bankamanna og hundrað lögfræðingar unnnu að því að koma saman flóknustu og umfangsmestu viðskiptum sem íslenskt fyrirtæki hefur komið að. Unnið var í mörgum herbergjum og þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í miðnætti var ljóst að enn voru nokkur óleyst mál. "Það var gríðarleg taugaspenna í salnum," segir Pálmi Haraldsson sem fer fyrir hópi fjárfesta sem mun stýra Iceland verslununum. "Við erum búnir að vinna að þessum kaupum myrkranna á milli í marga mánuði." Taugaspennan réð ríkjum og allir lögfræðingar voru kallaðir fram. Deutce bank var ráðgefandi aðili í viðskiptunum og forystumaður bankans kallaði alla hersinguna fram og sagði ljóst að viðskiptin myndu ekki klárast fyrir miðnætti. Hann lagði til að samningsaðilar myndu skuldbinda sig til að leysa það sem út af stóð um nóttina. Að öðrum kosti yrði að blása viðskiptin af. Fulltrúar íslenskra banka, Bank of Scotland og Baugs römbuðu á barmi taugaáfalls. Yfirlýsingin yrði að vera skuldbindandi. Ekki mætti standa upp frá borði án niðurstöðu. Nú var unnið hratt og aðilar viðskiptanna gátu gefið út skuldbindandi yfirlýsingar, fyrir utan það að fulltrúar Bank of Scotland þurftu leyfi á æðri stöðum fyrir einni ákvörðun. Klukkan tifaði og þegar hana vantaði fimm mínútur í tólf lá leyfið ekki fyrir. Samkvæmt lýsingu viðstaddra var andrúmsloftið rafmagnað, menn öskruðu hver á annan: "Is it yes?" Eina mínútu í tólf sagði Bank of Scotland já. Þegar menn náðu andanum heyrðist sagt við fulltrúa Baugs. "Gerið þið ykkur grein fyrir að þið eruð stærsti einstaki viðskipavinur Bank of Scotland." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Lokahnykkur margra mánaða vinnu Baugs við undirbúning kaupa á Big Food var dramatískur. Samkvæmt reglum varð að liggja fyrir samkomulag um kaupin fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Hópur bankamanna og hundrað lögfræðingar unnnu að því að koma saman flóknustu og umfangsmestu viðskiptum sem íslenskt fyrirtæki hefur komið að. Unnið var í mörgum herbergjum og þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í miðnætti var ljóst að enn voru nokkur óleyst mál. "Það var gríðarleg taugaspenna í salnum," segir Pálmi Haraldsson sem fer fyrir hópi fjárfesta sem mun stýra Iceland verslununum. "Við erum búnir að vinna að þessum kaupum myrkranna á milli í marga mánuði." Taugaspennan réð ríkjum og allir lögfræðingar voru kallaðir fram. Deutce bank var ráðgefandi aðili í viðskiptunum og forystumaður bankans kallaði alla hersinguna fram og sagði ljóst að viðskiptin myndu ekki klárast fyrir miðnætti. Hann lagði til að samningsaðilar myndu skuldbinda sig til að leysa það sem út af stóð um nóttina. Að öðrum kosti yrði að blása viðskiptin af. Fulltrúar íslenskra banka, Bank of Scotland og Baugs römbuðu á barmi taugaáfalls. Yfirlýsingin yrði að vera skuldbindandi. Ekki mætti standa upp frá borði án niðurstöðu. Nú var unnið hratt og aðilar viðskiptanna gátu gefið út skuldbindandi yfirlýsingar, fyrir utan það að fulltrúar Bank of Scotland þurftu leyfi á æðri stöðum fyrir einni ákvörðun. Klukkan tifaði og þegar hana vantaði fimm mínútur í tólf lá leyfið ekki fyrir. Samkvæmt lýsingu viðstaddra var andrúmsloftið rafmagnað, menn öskruðu hver á annan: "Is it yes?" Eina mínútu í tólf sagði Bank of Scotland já. Þegar menn náðu andanum heyrðist sagt við fulltrúa Baugs. "Gerið þið ykkur grein fyrir að þið eruð stærsti einstaki viðskipavinur Bank of Scotland."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira