Kem sterkur til baka 22. desember 2004 00:01 "Auðvitað eru það mikil vonbrigði að hafa ekki verið valinn. Ég hef mikinn metnað sem leikmaður og hluti af því er að spila á alþjóðlegum vettvangi með landsliðinu. En Viggó er virkilega fær þjálfari og velur það lið sem hann telur best hverju sinni. Ég verð bara að taka því," segir Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður hjá Grosswallstad í Þýskalandi. Sem kunnugt er ákvað Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari, að velja Snorra ekki í landsliðshópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis í febrúar. Arnór Atlason, leikmaður Magdeborg, hlaut hnossið fram yfir Snorra í leikstjórnendastöðuna og vakti það töluverða undrun á meðal handboltaáhugamanna, sérstaklega í ljósi þess að Snorri hefur í þónokkurn tíma verið fastamaður í landsliðinu og spilar reglulega með félagsliði sínu á meðan Arnór er að stíga sín fyrstu spor í alþjóðlegum handknattleik og leikur nær eingöngu með B-liði Magdeburg í þýsku 3.deildinni. "Ég get ekki annað gert en reynt að líta málið jákvæðum augum. Ég hef tekið þátt í tveimur stórmótum á stuttum tíma og þetta þýðir að ég fá smá tíma til að anda og hugsa um eitthvað annað en handbolta. Ég tel mig eiga heima í liðinu en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Þetta þýðir bara að ég verði að leggja enn harðar á mig til að vinna sæti í liðinu á nýjan leik. Ég ætla mér að koma sterkur til baka," sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar Viggó tilkynnti landsliðshópinn á þriðjudag sagði Viggó að hann teldi Snorra hafa verið í lægð í töluverðan tíma og oft leikið betur. Þá þurfti Snorri einnig að þola töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í nóvember þó að sumir hafi talið að tækifæri Snorra í leikjunum þar hafi verið af skornum skammti. "Ef ég ber saman tímabilið hjá mér í ár og það sem ég átti í fyrra get ég alveg að mörgu leyti tekið undir það. Ég hef ekki verið að spila eins vel í ár og á síðasta tímabili sem var að öllu leyti mjög gott. Ég hef átt svolítið misjafna leiki á meðan ég var stöðugri í fyrra," segir Snorri aðspurður um hvort hann telji gagnrýni Viggós hafa átt rétt á sér. Snorri segir ugglaust að íslenska liðið geti vel náð einu af efstu sex sætunum á HM, sem einmitt er það markmið sem Viggó hefur sett liðinu. "Þetta eru allt frábærir strákar og frábærir leikmenn. Liðið er vissulega ungt og reynslulítið en þetta er lið sem getur hiklaust komið á óvart. Ég vona bara innilega að þeim gangi sem allra best." Íslenski handboltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
"Auðvitað eru það mikil vonbrigði að hafa ekki verið valinn. Ég hef mikinn metnað sem leikmaður og hluti af því er að spila á alþjóðlegum vettvangi með landsliðinu. En Viggó er virkilega fær þjálfari og velur það lið sem hann telur best hverju sinni. Ég verð bara að taka því," segir Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður hjá Grosswallstad í Þýskalandi. Sem kunnugt er ákvað Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari, að velja Snorra ekki í landsliðshópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis í febrúar. Arnór Atlason, leikmaður Magdeborg, hlaut hnossið fram yfir Snorra í leikstjórnendastöðuna og vakti það töluverða undrun á meðal handboltaáhugamanna, sérstaklega í ljósi þess að Snorri hefur í þónokkurn tíma verið fastamaður í landsliðinu og spilar reglulega með félagsliði sínu á meðan Arnór er að stíga sín fyrstu spor í alþjóðlegum handknattleik og leikur nær eingöngu með B-liði Magdeburg í þýsku 3.deildinni. "Ég get ekki annað gert en reynt að líta málið jákvæðum augum. Ég hef tekið þátt í tveimur stórmótum á stuttum tíma og þetta þýðir að ég fá smá tíma til að anda og hugsa um eitthvað annað en handbolta. Ég tel mig eiga heima í liðinu en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Þetta þýðir bara að ég verði að leggja enn harðar á mig til að vinna sæti í liðinu á nýjan leik. Ég ætla mér að koma sterkur til baka," sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar Viggó tilkynnti landsliðshópinn á þriðjudag sagði Viggó að hann teldi Snorra hafa verið í lægð í töluverðan tíma og oft leikið betur. Þá þurfti Snorri einnig að þola töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í nóvember þó að sumir hafi talið að tækifæri Snorra í leikjunum þar hafi verið af skornum skammti. "Ef ég ber saman tímabilið hjá mér í ár og það sem ég átti í fyrra get ég alveg að mörgu leyti tekið undir það. Ég hef ekki verið að spila eins vel í ár og á síðasta tímabili sem var að öllu leyti mjög gott. Ég hef átt svolítið misjafna leiki á meðan ég var stöðugri í fyrra," segir Snorri aðspurður um hvort hann telji gagnrýni Viggós hafa átt rétt á sér. Snorri segir ugglaust að íslenska liðið geti vel náð einu af efstu sex sætunum á HM, sem einmitt er það markmið sem Viggó hefur sett liðinu. "Þetta eru allt frábærir strákar og frábærir leikmenn. Liðið er vissulega ungt og reynslulítið en þetta er lið sem getur hiklaust komið á óvart. Ég vona bara innilega að þeim gangi sem allra best."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira