Bænastund frestað í Eyjum
Bænastund sem vera átti í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum klukkan tvö hefur verið frestað og verður hún haldin eftir messu á morgun, Jóladag. Að sögn Kristjáns Björnssonar sóknarprests hefur verið venjan sú að fólk hefur haft logandi á kertum í kirkjugarðinum en nú gusti það mikið að það slökknar jafnharðan á kertunum.