Innlent

Vilja álver við Húsavík

Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson, tóku hús á Aðalsteini Á. Baldurssyni, formanni Verkalýðsfélags Húsavíkur, í gær og með í för var Ingibjörg Sólrún Gísadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson, tóku hús á Aðalsteini Á. Baldurssyni, formanni Verkalýðsfélags Húsavíkur, í gær og með í för var Ingibjörg Sólrún Gísadóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Einar Már Sigurðarson og Kristján L. Möller, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, telja vænlegast að nýtt álver á Norðurlandi rísi við Húsavík, einkum með tilliti til nálægðar við öflug orkusvæði og mikillar samstöðu Húsvíkinga.

Þingmenn Norðausturkjördæmis áttu í gær fund með bæjarfulltrúum á Húsavík og segir Einar Már að heimamenn hafi verið mjög samstíga í afstöðu sinni til stóriðju. "Húsvíkingar vilja stóriðju og bæjarstjórnin í heild er algjörlega einhuga í þá áttina en auðvitað verða það fjárfestarnir sem að lokum ráða staðsetningunni," segir Einar Már.

Þrír staðir koma til greina varðandi staðsetningu álvers á Norðurlandi: Húsavík, Eyjafjörður og Skagafjörður. Unnið er að staðarvalsrannsóknum á stöðunum þremur og ákvörðunar um staðsetningu er að vænta eigi síðar en 1. mars á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×