Karlaveldið bregst við kvennabaráttu Drífa Snædal skrifar 3. nóvember 2005 06:00 Þegar kvennabaráttan nær hámarki byrja hjól karlveldisins að snúast líka á fullum hraða. Þegar konur styrkja baráttuandann og sýna svo ekki verður um villst samstöðuna sem felst í kröfunni um jafnrétti er gerð tilraun til að berja hana niður jafnóðum. Ekki svo að skilja að áþreifanlegt karlveldi rísi upp og segist vera á móti jafnrétti - nei, það segir það enginn berum orðum heldur eru gömlu aðferðirnar notaðar. Blöð fyllast af skilaboðum um að konur séu hamingjusamastar léttklæddar - með góða fyrirvinnu - í hjónabandi og inni á heimilunum. Þetta er svo fyrirsjáanlegt að það er næstum fyndið. Þegar konur kröfðust kosningaréttar í upphafi síðustu aldar birtist andstaðan í því að konur ættu ekki að skíta sig út á pólitík. Konur væru svo upphafnar verur að þær ættu að einbeita sér að göfugri störfum svo sem barnauppeldi og velgjörðarstörfum. Þegar rauðsokkurnar létu til sín taka var viðkvæðið að stéttabaráttan kæmi fyrst og róttækar konur ættu að einbeita sér að henni. Auk þess væru kvenfrelsiskonur ljótar, rasssíðar kerlingar í mussum, sem enginn vildi líta við. Í dag upplifum við enn byr kvennabaráttu og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Sumir telja femínisma vera blótsyrði og konur birtast á síðum blaðanna léttklæddari en veðráttan hér á landi hefur nokkurn tímann gefið tilefni til. Á forsíðu tímaritsins Sirkus má sjá bera konu og yfirskriftin er "ég er alger hnakkamella - Brynja Björk er nútímakona". Inni í blaðinu má svo lesa að draumadagur Brynju sé kynlíf með heitum gaur kvölds og morgna en þess á milli sé farið í Kringluna með kreditkort kærastans. Sem sagt - Mikael Torfason og hinir karlarnir á ritstjórninni telja nútímakonuna illa klædda, lifandi á kærastanum og alltaf tilbúna. Karlveldið "strikes again". Hinir sjálfskipuðu varðhundar karlveldisins gera örvæntingarfulla tilraun til að minna á sig og sýna krampakennd átök valdakerfis í dauðateygjunum. "Hvað verður um okkur ef konur fá að vaða uppi með sínar kröfur?" Karlar hagnast á kynjuðu valdakerfi á meðan konur tapa á því. Karlar hagnast á hjónabandi, þeir lifa lengur og fá hærri laun en ella, á meðan konur tapa á hjónabandi samkvæmt sömu viðmiðum. Karlar geta keypt sér aðgang að konum, á meðan konur eru settar til sýnis og reiddar fram sem gjaldmiðill. Einhverjir telja sig greinilega hafa hag af því að viðhalda karlveldinu á meðan fleiri og fleiri karlar vilja afsala sér þessum forréttindum í þágu mannréttinda - eða eigum við að segja kvenréttinda. Við sem vorum niðri í miðborg Reykjavíkur 24. október vitum að nútímakonan krefst jafnréttis. Nútímakonan er skynsamlega klædd, vel menntuð, sækir fram á vinnumarkaði og krefst þátttöku í stjórnun fyrirtækja og landsins. Nútímakonan hafnar því að vera auglýst sem neysluvara fyrir karlmenn og ætlar að útrýma kynbundnu ofbeldi í allri mynd. Nútímakonan er sterk og greinileg ógnun fyrir karlveldið sem þrátt fyrir örvæntingafullar tilraunir til að viðhalda ömurlegu kerfi er á undanhaldi. Við sjáum sporðaköstin allt í kringum okkur og þau verða aumkunarverðari með hverju árinu sem líður, eftir því sem kvenfrelsi vindur fram. Tökum eftir andstöðunni við kvenfrelsi, berjumst fyrir jafnrétti og hlæjum að varðhundunum þegar jafnrétti er náð. Höfundur er ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar kvennabaráttan nær hámarki byrja hjól karlveldisins að snúast líka á fullum hraða. Þegar konur styrkja baráttuandann og sýna svo ekki verður um villst samstöðuna sem felst í kröfunni um jafnrétti er gerð tilraun til að berja hana niður jafnóðum. Ekki svo að skilja að áþreifanlegt karlveldi rísi upp og segist vera á móti jafnrétti - nei, það segir það enginn berum orðum heldur eru gömlu aðferðirnar notaðar. Blöð fyllast af skilaboðum um að konur séu hamingjusamastar léttklæddar - með góða fyrirvinnu - í hjónabandi og inni á heimilunum. Þetta er svo fyrirsjáanlegt að það er næstum fyndið. Þegar konur kröfðust kosningaréttar í upphafi síðustu aldar birtist andstaðan í því að konur ættu ekki að skíta sig út á pólitík. Konur væru svo upphafnar verur að þær ættu að einbeita sér að göfugri störfum svo sem barnauppeldi og velgjörðarstörfum. Þegar rauðsokkurnar létu til sín taka var viðkvæðið að stéttabaráttan kæmi fyrst og róttækar konur ættu að einbeita sér að henni. Auk þess væru kvenfrelsiskonur ljótar, rasssíðar kerlingar í mussum, sem enginn vildi líta við. Í dag upplifum við enn byr kvennabaráttu og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Sumir telja femínisma vera blótsyrði og konur birtast á síðum blaðanna léttklæddari en veðráttan hér á landi hefur nokkurn tímann gefið tilefni til. Á forsíðu tímaritsins Sirkus má sjá bera konu og yfirskriftin er "ég er alger hnakkamella - Brynja Björk er nútímakona". Inni í blaðinu má svo lesa að draumadagur Brynju sé kynlíf með heitum gaur kvölds og morgna en þess á milli sé farið í Kringluna með kreditkort kærastans. Sem sagt - Mikael Torfason og hinir karlarnir á ritstjórninni telja nútímakonuna illa klædda, lifandi á kærastanum og alltaf tilbúna. Karlveldið "strikes again". Hinir sjálfskipuðu varðhundar karlveldisins gera örvæntingarfulla tilraun til að minna á sig og sýna krampakennd átök valdakerfis í dauðateygjunum. "Hvað verður um okkur ef konur fá að vaða uppi með sínar kröfur?" Karlar hagnast á kynjuðu valdakerfi á meðan konur tapa á því. Karlar hagnast á hjónabandi, þeir lifa lengur og fá hærri laun en ella, á meðan konur tapa á hjónabandi samkvæmt sömu viðmiðum. Karlar geta keypt sér aðgang að konum, á meðan konur eru settar til sýnis og reiddar fram sem gjaldmiðill. Einhverjir telja sig greinilega hafa hag af því að viðhalda karlveldinu á meðan fleiri og fleiri karlar vilja afsala sér þessum forréttindum í þágu mannréttinda - eða eigum við að segja kvenréttinda. Við sem vorum niðri í miðborg Reykjavíkur 24. október vitum að nútímakonan krefst jafnréttis. Nútímakonan er skynsamlega klædd, vel menntuð, sækir fram á vinnumarkaði og krefst þátttöku í stjórnun fyrirtækja og landsins. Nútímakonan hafnar því að vera auglýst sem neysluvara fyrir karlmenn og ætlar að útrýma kynbundnu ofbeldi í allri mynd. Nútímakonan er sterk og greinileg ógnun fyrir karlveldið sem þrátt fyrir örvæntingafullar tilraunir til að viðhalda ömurlegu kerfi er á undanhaldi. Við sjáum sporðaköstin allt í kringum okkur og þau verða aumkunarverðari með hverju árinu sem líður, eftir því sem kvenfrelsi vindur fram. Tökum eftir andstöðunni við kvenfrelsi, berjumst fyrir jafnrétti og hlæjum að varðhundunum þegar jafnrétti er náð. Höfundur er ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun