Landsbanki hækkar vexti á íbúðalánum 12. nóvember 2005 08:30 Bankastjórar Landsbankans Landsbankinn hækkaði vexti íbúðalána sinna í gær. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ákvörðun bankans skynsamlega en hann hefði frekar búist við að Íbúðalánasjóður myndi leiða hækkunarferli vaxta á íbúðalánum. Landsbankinn ákvað í gær að hækka vexti íbúðalána sinna úr 4,15 prósentum í 4,45 prósent. Vaxtabreytingin hefur ekki áhrif á eldri íbúðalán. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir ákvörðunina tekna í ljósi þeirrar hækkunar sem verið hafi á ávöxtunarkröfu á markaði. "Við erum banki sem byggist á markaðslögmálum og viljum ekki niðurgreiða eina vöru á kostnað annarrar." Hann segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nú loksins farið að hafa áhrif á langtímavexti. "Lykillinn að mjúkri lendingu byggist á fasteignamarkaðnum og besta leiðin til að róa hann er að hækka vexti íbúðalána. Við trúum því að við séum að vinna að langtímahagsmunum viðskiptavina okkar með þessu, því þeir eru að verðbólga haldist lág og að vextir verði þannig að þeir verði lágir þegar til lengri tíma er litið." Sigurjón segir að forsenda þess sé að stöðugleiki haldist. Hann segir að með þessu styðji bankinn við viðleitni Seðlabankans til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Vextir á þeim peningum sem sóttir eru á markað til að fjármagna íbúðalán hafa hækkað að undanförnu um 0,4 til 0,9 prósent og miðað við núverandi stöðu er óhjákvæmilegt að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka eftir næsta útboð sjóðsins. Álag á útboðsgengi bréfa sjóðsins er lögbundið, Það útboð hefur látið á sér standa og er það talið vera vegna þess að sjóðurinn á fé vegna uppgreiðslna sem standa undir útlánum. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir ákvörðun Landsbankans skynsamlega. "Við munum taka ákvörðun um vexti okkar útlána eftir næsta útboð," segir hann en ekki er ákveðið hvenær það verður. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Á klapparstíg Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að hækkun vaxta íbúðalána komi ekki á óvart. "Það var tímaspursmál hver myndi ríða á vaðið, en það kemur á óvart að það hafi verið Landsbankinn. Maður hefði búist við því að Íbúðalánasjóður myndi hefja þetta ferli. Þetta er skynsamlegt hjá þeim," segir Arnór. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, og Friðrik Halldórsson, kollegi hans í KB banka, taka báðir undir orð Arnórs og segja að miðað við þróun vaxta hafi hækkun legið í loftinu. Þeir segja ekkert um það ákveðið hvort eða hvenær vaxtabreytinga á íbúðalánum sé að vænta hjá þeirra bönkum. Verð húsnæðis hefur undanfarin misseri verið meginástæða hækkandi verðbólgu. Helstu ástæður fasteignahækkana eru aukinn kaupmáttur og lægri vextir íbúðalána. Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Landsbankinn ákvað í gær að hækka vexti íbúðalána sinna úr 4,15 prósentum í 4,45 prósent. Vaxtabreytingin hefur ekki áhrif á eldri íbúðalán. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir ákvörðunina tekna í ljósi þeirrar hækkunar sem verið hafi á ávöxtunarkröfu á markaði. "Við erum banki sem byggist á markaðslögmálum og viljum ekki niðurgreiða eina vöru á kostnað annarrar." Hann segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nú loksins farið að hafa áhrif á langtímavexti. "Lykillinn að mjúkri lendingu byggist á fasteignamarkaðnum og besta leiðin til að róa hann er að hækka vexti íbúðalána. Við trúum því að við séum að vinna að langtímahagsmunum viðskiptavina okkar með þessu, því þeir eru að verðbólga haldist lág og að vextir verði þannig að þeir verði lágir þegar til lengri tíma er litið." Sigurjón segir að forsenda þess sé að stöðugleiki haldist. Hann segir að með þessu styðji bankinn við viðleitni Seðlabankans til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Vextir á þeim peningum sem sóttir eru á markað til að fjármagna íbúðalán hafa hækkað að undanförnu um 0,4 til 0,9 prósent og miðað við núverandi stöðu er óhjákvæmilegt að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka eftir næsta útboð sjóðsins. Álag á útboðsgengi bréfa sjóðsins er lögbundið, Það útboð hefur látið á sér standa og er það talið vera vegna þess að sjóðurinn á fé vegna uppgreiðslna sem standa undir útlánum. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir ákvörðun Landsbankans skynsamlega. "Við munum taka ákvörðun um vexti okkar útlána eftir næsta útboð," segir hann en ekki er ákveðið hvenær það verður. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Á klapparstíg Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að hækkun vaxta íbúðalána komi ekki á óvart. "Það var tímaspursmál hver myndi ríða á vaðið, en það kemur á óvart að það hafi verið Landsbankinn. Maður hefði búist við því að Íbúðalánasjóður myndi hefja þetta ferli. Þetta er skynsamlegt hjá þeim," segir Arnór. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, og Friðrik Halldórsson, kollegi hans í KB banka, taka báðir undir orð Arnórs og segja að miðað við þróun vaxta hafi hækkun legið í loftinu. Þeir segja ekkert um það ákveðið hvort eða hvenær vaxtabreytinga á íbúðalánum sé að vænta hjá þeirra bönkum. Verð húsnæðis hefur undanfarin misseri verið meginástæða hækkandi verðbólgu. Helstu ástæður fasteignahækkana eru aukinn kaupmáttur og lægri vextir íbúðalána.
Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira