Hvar eru lausnirnar? 14. nóvember 2005 06:00 Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, á flokkstjórnarfundinum á laugardaginn skerpti að nokkru leyti línurnar í stjórnmálabaráttunni. Hún kom skýrum orðum að því að hún telur að Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuðandstæðingurinn, að Samfylkingin eigi að byggja á arfleifð íslenskrar jafnaðarstefnu og vera ófeimin við að halda verkum jafnaðarmanna á fyrri tíð á lofti. Megináhyggjuefni formannsins er aukinn ójöfnuður í íslensku þjóðfélagi. Hún kveðst hafna þjóðfélagi þar sem "hagræðið vegur þyngra en réttlætið, þar sem skilvirknin er sett ofar sanngirninni". Þá vill hún að Samfylkingin standi vörð "um miðjuna í íslenskum stjórnmálum" á grundvelli stefnu sem sé "lausnamiðuð" og vísi til framtíðar. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að Samfylkingin skilgreini Sjálfstæðisflokkinn sem helsta keppinaut sinn. Samfylkingin er næststærsti flokkur landsins og var komin nálægt Sjálfstæðisflokknum að kjörfylgi í síðustu kosningum. Deila má um þær einkunnir sem Ingibjörg Sólrún gaf sjálfstæðismönnum, en þær voru þó kurteisari og málefnalegri en gusan sem Samfylkingin fékk yfir sig frá fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum á dögunum. Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að margt sem talið er íslensku samfélagi til gildis nú á dögum er upprunalega baráttumál forvera hennar í stjórnmálum. En það er frekar sagnfræði en raunhæft umræðuefni í nútímanum. Og það getur líka verið varhugavert að leiða umræðuna á slíkar brautir, því þegar nær dregur í tíma verður ljósara hve margt af því sem vinstri flokkar og jafnaðarmenn hafa staðið fyrir á undanförnum árum hefur verið slakt og misheppnað. Það kann að vera rétt að bilið milli ríkra og fátækra á Íslandi hafi aukist á undanförnum árum. Ástæðan er samt ekki sú að hinir fátæku búi við verri kjör en áður; þvert á móti hefur kaupmáttur almennings aukist og á Íslandi ríkir meiri hagsæld en víðast hvar í heiminum. Hins vegar hafa hinir ríku orðið ríkari en áður í kjölfar þeirra tækifæra sem skapast hafa við víðtæka einkavæðingu og frjálsræði í efnahags- og viðskiptalífi. Við þurfum öll að vera vakandi yfir þeim sem höllum fæti standa og vissulega búa ýmsir þjóðfélagshópar hér á landi við kjör sem eru óviðunandi. En ekki má gleymast að það er athafnafrelsið – ekki stjórnvaldsaðgerðir – sem skapar auðinn og tækifærin. Og Ingibjörg Sólrún ætti ekki að gleyma því þegar hún reynir að eigna Samfylkingunni heiðurinn af þátttöku Íslands í Evrópska efnahagssvæðinu, að EES-samningurinn er öðru fremur grundvöllur þess markaðsskipulags sem við Íslendingar búum við og þar með kröfunnar um hagræðingu og skilvirkni sem hún deilir á. Stóri gallinn við ræðu Ingibjargar Sólrúnar var að um leið og hún boðaði "lausnamiðaða" stefnu nefndi hún nánast engin áþreifanleg dæmi um hvernig flokkurinn færi að ef hann settist í ríkisstjórn. Þetta er ekki traustvekjandi. Nýverið deildi Ingibjörg Sólrún á fyrirhugaða lækkun tekjuskatts og boðaði í staðinn lækkun matarskatts. Urðu margir hennar eigin flokksmanna til að gagnrýna þá stefnu. Athygli vekur að hún vék ekki einu orði að skattamálum í ræðu sinni. Þetta gefur ugg um hringlandahátt Samfylkingarinnar byr undir vængi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir býr yfir ýmsum kostum sem stjórnmálaforingi en hún þarf að vera skýrari og nákvæmari ef hún ætlar að laða til sín kjósendur sem í senn vilja njóta ávaxta markaðsskipulagsins og hafa í heiðri jafnræði og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun
Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, á flokkstjórnarfundinum á laugardaginn skerpti að nokkru leyti línurnar í stjórnmálabaráttunni. Hún kom skýrum orðum að því að hún telur að Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuðandstæðingurinn, að Samfylkingin eigi að byggja á arfleifð íslenskrar jafnaðarstefnu og vera ófeimin við að halda verkum jafnaðarmanna á fyrri tíð á lofti. Megináhyggjuefni formannsins er aukinn ójöfnuður í íslensku þjóðfélagi. Hún kveðst hafna þjóðfélagi þar sem "hagræðið vegur þyngra en réttlætið, þar sem skilvirknin er sett ofar sanngirninni". Þá vill hún að Samfylkingin standi vörð "um miðjuna í íslenskum stjórnmálum" á grundvelli stefnu sem sé "lausnamiðuð" og vísi til framtíðar. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að Samfylkingin skilgreini Sjálfstæðisflokkinn sem helsta keppinaut sinn. Samfylkingin er næststærsti flokkur landsins og var komin nálægt Sjálfstæðisflokknum að kjörfylgi í síðustu kosningum. Deila má um þær einkunnir sem Ingibjörg Sólrún gaf sjálfstæðismönnum, en þær voru þó kurteisari og málefnalegri en gusan sem Samfylkingin fékk yfir sig frá fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum á dögunum. Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að margt sem talið er íslensku samfélagi til gildis nú á dögum er upprunalega baráttumál forvera hennar í stjórnmálum. En það er frekar sagnfræði en raunhæft umræðuefni í nútímanum. Og það getur líka verið varhugavert að leiða umræðuna á slíkar brautir, því þegar nær dregur í tíma verður ljósara hve margt af því sem vinstri flokkar og jafnaðarmenn hafa staðið fyrir á undanförnum árum hefur verið slakt og misheppnað. Það kann að vera rétt að bilið milli ríkra og fátækra á Íslandi hafi aukist á undanförnum árum. Ástæðan er samt ekki sú að hinir fátæku búi við verri kjör en áður; þvert á móti hefur kaupmáttur almennings aukist og á Íslandi ríkir meiri hagsæld en víðast hvar í heiminum. Hins vegar hafa hinir ríku orðið ríkari en áður í kjölfar þeirra tækifæra sem skapast hafa við víðtæka einkavæðingu og frjálsræði í efnahags- og viðskiptalífi. Við þurfum öll að vera vakandi yfir þeim sem höllum fæti standa og vissulega búa ýmsir þjóðfélagshópar hér á landi við kjör sem eru óviðunandi. En ekki má gleymast að það er athafnafrelsið – ekki stjórnvaldsaðgerðir – sem skapar auðinn og tækifærin. Og Ingibjörg Sólrún ætti ekki að gleyma því þegar hún reynir að eigna Samfylkingunni heiðurinn af þátttöku Íslands í Evrópska efnahagssvæðinu, að EES-samningurinn er öðru fremur grundvöllur þess markaðsskipulags sem við Íslendingar búum við og þar með kröfunnar um hagræðingu og skilvirkni sem hún deilir á. Stóri gallinn við ræðu Ingibjargar Sólrúnar var að um leið og hún boðaði "lausnamiðaða" stefnu nefndi hún nánast engin áþreifanleg dæmi um hvernig flokkurinn færi að ef hann settist í ríkisstjórn. Þetta er ekki traustvekjandi. Nýverið deildi Ingibjörg Sólrún á fyrirhugaða lækkun tekjuskatts og boðaði í staðinn lækkun matarskatts. Urðu margir hennar eigin flokksmanna til að gagnrýna þá stefnu. Athygli vekur að hún vék ekki einu orði að skattamálum í ræðu sinni. Þetta gefur ugg um hringlandahátt Samfylkingarinnar byr undir vængi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir býr yfir ýmsum kostum sem stjórnmálaforingi en hún þarf að vera skýrari og nákvæmari ef hún ætlar að laða til sín kjósendur sem í senn vilja njóta ávaxta markaðsskipulagsins og hafa í heiðri jafnræði og réttlæti.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun