Viðskipti innlent

Hagnaðist um 6,5 milljarða

Hannes Smárason. Afkoma  FL Group einkennist af mikilli hækkun á gengi fjárfestinga félagsins.
Hannes Smárason. Afkoma FL Group einkennist af mikilli hækkun á gengi fjárfestinga félagsins.

Mikill hagnaður af fjárfestingarstarfsemi einkennir níu mánaða uppgjör FL Group. Félagið hagnaðist um 6,5 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Það sem liðið er af núverandi uppgjörstímbili hefur félagið hagnast um 4,3 milljarða af hlutabréfaeign sinni. Hagnaðurinn er óinnleystur.

Hannes Smárason, forstjóri FL Group kveðst ánægður með niðurstöðu uppgjörsins. "Þetta er langbesta afkoma í sögu félagsins og endurspeglar árangurinn af þeim breytingum sem félagið hefur gengið í gegnum." Hann segir afkomu rekstrarfélaga í eigu FL Group svo sem Icelandair, í samræmi við áætlanir og velviðunandi í ljósi þess að eldsneytisverð hefur haldist hátt og gengi krónunar verið sterkt. FL Group hefur tekið miklum breytingum og er nú fjárfestingarfélag með um 65 milljarða eigið fé. Heimilt var að greiða fyrir hluti í utboði félagsins með hlutabréfum í stærstu félögum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði eigna FL Group í skráðum félögum nemur ríflega 73 milljörðum króna. Þar haf er markaðsvirði easyJet ríflega 21 milljarður og eignarhlutur í innlendum fjármálafyrirtækum er 48 milljarðar að markaðsvirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×