Það fennir fljótt í sporin 26. nóvember 2005 06:00 Í leiðara Morgublaðsins á dögunum var fjallað um áhuga- og sinnuleysi ungu kynslóðarinnar fyrir því sem liðið er. Ég deili þessum áhyggjum með blaðinu. Fortíðin er sífellt að fjarlægjast og gleymast. Og jafnvel það sem næst manni stendur. Ég fell stundum í þá gryfju að fara að segja krökkunum mínum frá því hvernig hlutirnir voru í mínu ungdæmi. Rifja upp þegar bananar fengust hér í fyrsta skipti, segja þeim frá því þegar bírópennarnir komu til sögunnar; þegar ég fór með mjólkurbílnum í sveitina; þegar maður þurfti að negla takkana undir fótboltaskóna og svona heldur maður áfram að rifja upp minningarnar frá æskuárunum og krakkarnir horfa á mig með forundran og segja djísus kræst og maður situr allt í einu uppi með að vera eins og mubblurnar í stofunni, gamalt antík, sem tilheyrir fortíðinni. Eða mjólkurhyrna sem rann út 68. Ég sest út í horn, hætti þessi tuði og gefst upp. Veit sem er og skynja að þetta er þýðingarlaust og algjörlega óskiljanlegt því unga fólki, sem nú er að alast upp. "Pabbi, ert' ekki að grínast," er kannske það vinsamlegasta sem sagt er við mig undir svona kringumstæðum. Þó er ekki eins og verið sé að rifja upp sögur frá landnámsárunum eða síðustu öld. Sögumaðurinn er ég sjálfur, sem enn er á lífi og þykist vera ungur í anda og fylgist með því allra helsta í fréttunum og kann á tölvu og farsíma og kann næstum því að stilla sjónvarpið á hinar ýmsu stöðvar og er við hestaheilsu, þannig að það er ekkert upp á mig að klaga, nema kannske að ég þurfi að vakna fullsnemma á morgnana til að pissa. Sem varla getur verið nýmæli í mannkynssögunni og mér tekst meira að segja stundum að sofna aftur og er sem sagt ekki til neinna umtalsverðra vandræða á nýbyrjaðri öld, þótt ég muni tímana tvenna. Ég get sosum sagt ykkur miklu meira um lífið eins og það var á mínum uppvaxtarárum og haldið fyrirlestra um lifnaðarhætti og bæjarbraginn, þegar engar tölvur, ekkert sjónvarp, engir farsímar og ekkert SMS þekktist, hvað þá hraðbankar eða fjórhjóladrifnar lúxuskerrur. En ég er nokkurn veginn búinn að átta mig á því, að það er til einskis að rifja þetta upp og þetta er allt svo fjarlægt, að það er von að krakkarnir haldi að maður sé að grínast. Það jaðrar við að það sé púkó að lesa bók, málfarið í Íslendingasögunum er ungu fólki óskiljanlegt og Laxness getur þess vegna verið staðarheiti frekar en skáld. Enginn veit hver Guðrún frá Lundi var, sem eitt sinn var þó metsöluhöfundur hér á landi. Sagan er ekki lengur áhugaverð, fortíðin skiptir ekki máli, enginn man eða veit eða vill lengur læra um hið liðna og það sem einu sinni var, og jafnvel Davíð verður "gleymdur og grafinn" áður en við vitum af, með allri virðingu fyrir hans ágæta ferli. Búinn, farinn, týndur. Rétt sömu örlögin og beðið hafa Hannesar Hafstein, Ólafs Thors og annarra áhugaverðra manna sögunnar, hvað þá okkar hinna smælingjanna og meðaljónanna. Þorskastríðanna og lýðveldistökunnar. Allt fellur þetta í gleymskunnar dá. Lesa Gísla sögu Súrssonar? Ert' ekki að grínast? Allir lifa í núinu, fyrir morgundaginn. Fyrir sig. Og sjálfur sit ég hér, fullfrískur maðurinn, og hljóma eins og gömul plata aftan úr fornöld, fyrir það eitt að rifja upp æskudagana og lífið eins og það var þá! Djísus kræst!! Svona fennir fljótt í sporin. Yesterday's men. En kannske er þetta skiljanlegt. Meðan hér áður fyrr stóð tíminn í stað, hægfara breytingar og maður ólst upp við það og lifði við það að sömu mennirnir réðu í pólitíkinni og viðskiptalífinu, sömu kaffihúsin, gamla Gufan, sömu andlitin um árabil og áratugi og svo kemur fellibylur tækniframfara, sjónvarpsvæðing, tölvunotkun og símafaraldur sem engu eirir og hlutirnir gerast svo hratt, að það er ekki að undra þótt unga kynslóðin umhverfist í hringiðu atburða og hnattvæðingar og gefist upp á sögulegum, gamaldags tilvitnunum, sem þeim finnst að hafi enga þýðingu og ekkert gildi fyrir morgundaginn. Að minnsta kosti þangað til þau verða eldri sjálf og skilja að sagan og reynslan er arfurinn og grunnurinn, sem tilvera þeirra byggir á. Án þessarar sögu eiga þau enga sögu sjálf. Hvort sem þeim líkar betur eða ver. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Í leiðara Morgublaðsins á dögunum var fjallað um áhuga- og sinnuleysi ungu kynslóðarinnar fyrir því sem liðið er. Ég deili þessum áhyggjum með blaðinu. Fortíðin er sífellt að fjarlægjast og gleymast. Og jafnvel það sem næst manni stendur. Ég fell stundum í þá gryfju að fara að segja krökkunum mínum frá því hvernig hlutirnir voru í mínu ungdæmi. Rifja upp þegar bananar fengust hér í fyrsta skipti, segja þeim frá því þegar bírópennarnir komu til sögunnar; þegar ég fór með mjólkurbílnum í sveitina; þegar maður þurfti að negla takkana undir fótboltaskóna og svona heldur maður áfram að rifja upp minningarnar frá æskuárunum og krakkarnir horfa á mig með forundran og segja djísus kræst og maður situr allt í einu uppi með að vera eins og mubblurnar í stofunni, gamalt antík, sem tilheyrir fortíðinni. Eða mjólkurhyrna sem rann út 68. Ég sest út í horn, hætti þessi tuði og gefst upp. Veit sem er og skynja að þetta er þýðingarlaust og algjörlega óskiljanlegt því unga fólki, sem nú er að alast upp. "Pabbi, ert' ekki að grínast," er kannske það vinsamlegasta sem sagt er við mig undir svona kringumstæðum. Þó er ekki eins og verið sé að rifja upp sögur frá landnámsárunum eða síðustu öld. Sögumaðurinn er ég sjálfur, sem enn er á lífi og þykist vera ungur í anda og fylgist með því allra helsta í fréttunum og kann á tölvu og farsíma og kann næstum því að stilla sjónvarpið á hinar ýmsu stöðvar og er við hestaheilsu, þannig að það er ekkert upp á mig að klaga, nema kannske að ég þurfi að vakna fullsnemma á morgnana til að pissa. Sem varla getur verið nýmæli í mannkynssögunni og mér tekst meira að segja stundum að sofna aftur og er sem sagt ekki til neinna umtalsverðra vandræða á nýbyrjaðri öld, þótt ég muni tímana tvenna. Ég get sosum sagt ykkur miklu meira um lífið eins og það var á mínum uppvaxtarárum og haldið fyrirlestra um lifnaðarhætti og bæjarbraginn, þegar engar tölvur, ekkert sjónvarp, engir farsímar og ekkert SMS þekktist, hvað þá hraðbankar eða fjórhjóladrifnar lúxuskerrur. En ég er nokkurn veginn búinn að átta mig á því, að það er til einskis að rifja þetta upp og þetta er allt svo fjarlægt, að það er von að krakkarnir haldi að maður sé að grínast. Það jaðrar við að það sé púkó að lesa bók, málfarið í Íslendingasögunum er ungu fólki óskiljanlegt og Laxness getur þess vegna verið staðarheiti frekar en skáld. Enginn veit hver Guðrún frá Lundi var, sem eitt sinn var þó metsöluhöfundur hér á landi. Sagan er ekki lengur áhugaverð, fortíðin skiptir ekki máli, enginn man eða veit eða vill lengur læra um hið liðna og það sem einu sinni var, og jafnvel Davíð verður "gleymdur og grafinn" áður en við vitum af, með allri virðingu fyrir hans ágæta ferli. Búinn, farinn, týndur. Rétt sömu örlögin og beðið hafa Hannesar Hafstein, Ólafs Thors og annarra áhugaverðra manna sögunnar, hvað þá okkar hinna smælingjanna og meðaljónanna. Þorskastríðanna og lýðveldistökunnar. Allt fellur þetta í gleymskunnar dá. Lesa Gísla sögu Súrssonar? Ert' ekki að grínast? Allir lifa í núinu, fyrir morgundaginn. Fyrir sig. Og sjálfur sit ég hér, fullfrískur maðurinn, og hljóma eins og gömul plata aftan úr fornöld, fyrir það eitt að rifja upp æskudagana og lífið eins og það var þá! Djísus kræst!! Svona fennir fljótt í sporin. Yesterday's men. En kannske er þetta skiljanlegt. Meðan hér áður fyrr stóð tíminn í stað, hægfara breytingar og maður ólst upp við það og lifði við það að sömu mennirnir réðu í pólitíkinni og viðskiptalífinu, sömu kaffihúsin, gamla Gufan, sömu andlitin um árabil og áratugi og svo kemur fellibylur tækniframfara, sjónvarpsvæðing, tölvunotkun og símafaraldur sem engu eirir og hlutirnir gerast svo hratt, að það er ekki að undra þótt unga kynslóðin umhverfist í hringiðu atburða og hnattvæðingar og gefist upp á sögulegum, gamaldags tilvitnunum, sem þeim finnst að hafi enga þýðingu og ekkert gildi fyrir morgundaginn. Að minnsta kosti þangað til þau verða eldri sjálf og skilja að sagan og reynslan er arfurinn og grunnurinn, sem tilvera þeirra byggir á. Án þessarar sögu eiga þau enga sögu sjálf. Hvort sem þeim líkar betur eða ver.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun