Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 10. nóvember 2024 07:15 Í gær kynntum við kosningaáherslur Miðflokksins. - Ekki alla stefnu flokksins heldur stefnu í þeim málaflokkum sem hafa áhrif á alla hina. Skyndilegt fall ríkisstjórnarinnar hafði ýmsa kosti. Meðal annars þann að ekki gafst tækifæri til að klára ýmis mál þar sem var hægt og þarf að gera betur. Mörg tækifæri hafa farið forgörðum í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Það varð okkur landsmönnum til happs að ríkisstjórnin sprakk og náði ekki að klára öll áform sín. Eitt af þeim var áætlun um að klára einkavæðingu Íslandsbanka. Ferli sem hefur gengið upp og ofan. En fyrir vikið gefst tækifæri til að hrinda í framkvæmd áformum Miðflokksins frá því fyrir kosningar 2021 og, í annarri mynd, 2017. Sú áætlun átti að vera framhald þess þegar ríkisstjórn áranna 2013-2016 tók yfir fjármálakerfið að miklu leyti, í nafni þess að það væri nauðsynlegt fyrir samfélagið. Nú blasir við tækifæri til að afhenda raunverulegum eigendum Íslandsbanka sinn hlut beint og til jafns, þ.e. Íslendingum öllum. Við leggjum til, enn sem oftar, að allir Íslendingar fái sinn hlut til jafns og geti farið með eign sína að vild. Það er tímabært að stjórnvöld treysti fólki fyrir eigin eignum. Þar með verða allir sem eru fæddir fyrir ákveðinn dag en ekki dánir, eignamenn. Svo ráðstafar fólk eign sinni eins og það telur best. Engin álitamál, ekkert vesen. Stór aðgerð? Já. En slíkt hefur verið framkvæmt áður. Á sínum tíma tók Ríkisskattstjóri (nú Skatturinn) að sér að framkvæma aðgerð sem kölluð var „Leiðréttingin”. Þar var ráðist í leiðréttingu fasteignalána með jafnræði sem meginmarkmið. Það gerðist vegna þess að ég var búinn að lofa því og það gekk eins og í sögu, mjög góðri sögu. Miðað við núverandi gengi Íslandsbanka fengi hver einstaklingur í sinn hlut bréf í bankanum að verðmæti um 373.000 krónur. Um 1.250.000 á fjögurra manna fjölskyldu. Það er e.t.v. ekki mjög há upphæð að mati sumra en upphæð sem skiptir máli út frá réttlæti og því að gefa fólki tækifæri til að mynda eign sem það ákveður sjálft hvernig það fer með. Loksins fær fólk tækifæri til að fara sjálft með eigin eign án þess að þurfa að reiða sig á visku stjórnmálamanna. Fólk getur ákveðið að eiga eignarhlutinn og fá arðgreiðslur eða selja og fjárfesta í öðrum fyrirtækjum, greiða inn á húsnæðislán eða hvað sem hver og einn telur rétt fyrir sig. Eflaust vakna einhverjar spurningar en svör fást á glænýrri heimasíðu Miðflokksins sem heitir eftir sem áður midflokkurinn.is. Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Af hverju kílómetragjald? Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Í gær kynntum við kosningaáherslur Miðflokksins. - Ekki alla stefnu flokksins heldur stefnu í þeim málaflokkum sem hafa áhrif á alla hina. Skyndilegt fall ríkisstjórnarinnar hafði ýmsa kosti. Meðal annars þann að ekki gafst tækifæri til að klára ýmis mál þar sem var hægt og þarf að gera betur. Mörg tækifæri hafa farið forgörðum í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Það varð okkur landsmönnum til happs að ríkisstjórnin sprakk og náði ekki að klára öll áform sín. Eitt af þeim var áætlun um að klára einkavæðingu Íslandsbanka. Ferli sem hefur gengið upp og ofan. En fyrir vikið gefst tækifæri til að hrinda í framkvæmd áformum Miðflokksins frá því fyrir kosningar 2021 og, í annarri mynd, 2017. Sú áætlun átti að vera framhald þess þegar ríkisstjórn áranna 2013-2016 tók yfir fjármálakerfið að miklu leyti, í nafni þess að það væri nauðsynlegt fyrir samfélagið. Nú blasir við tækifæri til að afhenda raunverulegum eigendum Íslandsbanka sinn hlut beint og til jafns, þ.e. Íslendingum öllum. Við leggjum til, enn sem oftar, að allir Íslendingar fái sinn hlut til jafns og geti farið með eign sína að vild. Það er tímabært að stjórnvöld treysti fólki fyrir eigin eignum. Þar með verða allir sem eru fæddir fyrir ákveðinn dag en ekki dánir, eignamenn. Svo ráðstafar fólk eign sinni eins og það telur best. Engin álitamál, ekkert vesen. Stór aðgerð? Já. En slíkt hefur verið framkvæmt áður. Á sínum tíma tók Ríkisskattstjóri (nú Skatturinn) að sér að framkvæma aðgerð sem kölluð var „Leiðréttingin”. Þar var ráðist í leiðréttingu fasteignalána með jafnræði sem meginmarkmið. Það gerðist vegna þess að ég var búinn að lofa því og það gekk eins og í sögu, mjög góðri sögu. Miðað við núverandi gengi Íslandsbanka fengi hver einstaklingur í sinn hlut bréf í bankanum að verðmæti um 373.000 krónur. Um 1.250.000 á fjögurra manna fjölskyldu. Það er e.t.v. ekki mjög há upphæð að mati sumra en upphæð sem skiptir máli út frá réttlæti og því að gefa fólki tækifæri til að mynda eign sem það ákveður sjálft hvernig það fer með. Loksins fær fólk tækifæri til að fara sjálft með eigin eign án þess að þurfa að reiða sig á visku stjórnmálamanna. Fólk getur ákveðið að eiga eignarhlutinn og fá arðgreiðslur eða selja og fjárfesta í öðrum fyrirtækjum, greiða inn á húsnæðislán eða hvað sem hver og einn telur rétt fyrir sig. Eflaust vakna einhverjar spurningar en svör fást á glænýrri heimasíðu Miðflokksins sem heitir eftir sem áður midflokkurinn.is. Höfundur er formaður Miðflokksins.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun