Viðskipti innlent

Hver hagnast yfir 30 milljónir króna

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson. Helstu stjórnendur KB banka gerðu framvirkan samning þar sem þeir sömdu um kaup á bréfum fyrir 232 milljónir.
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson. Helstu stjórnendur KB banka gerðu framvirkan samning þar sem þeir sömdu um kaup á bréfum fyrir 232 milljónir.

Átta lykilstjórnendur í KB banka gengu í fyrradag frá kaupum á hlutabréfum í bankanum fyrir 232 milljónir króna. Um framvirka samninga var að ræða, sem voru gerðir til þriggja mánaða, um kaup á 400 þúsund hlutum á genginu 580 krónur á hlut.

Í gær hafði gengi KB banka hækkað í 655 krónur á hlut og nemur því gengishækkunin þrettán prósentum frá tilkynningunni í ágúst. Núverandi markaðsvirði hlutanna er 262 milljónir. Óinnleystur hagnaður stjórnendanna er því 30 milljónir á haus.

Meðal kaupenda eru Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson og Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×