Bóna bíla alla helgina 8. desember 2005 06:00 Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. "Við ætlum að bóna bíla um helgina og svo eru fleiri fjáröflunarleiðir í gangi sem allar eiga það sameiginlegt að vera skemmtilegar," sagði Gísli Guðmundsson, fyrirliði og markvörður ÍR-liðsins. "Stefnan er að ná fyrir allri ferðinni. Við ætlum að gefa út spilastokk með myndum af okkur fljótlega. Svo erum við með happdrætti og einnig verðum við með handboltaskóla í fjóra daga á milli jóla og nýárs þar sem landsliðsmenn mæta í heimsókn. Að lokum verðum við með handboltadag þar sem við leikum við gömlu kempurnar í ÍR og við sama tilefni verður dregið í happdrættinu. Miðinn gildir einnig inn á leikinn." Gísli segir að ekki hafi komið til greina að fara klassískar fjáröflunarleiðir og selja klósettpappír og rækjur. Hann segir auðveldara að virkja menn þegar fjáröflunarleiðirnar eru skemmtilegar. Menn nenni ekki endalaust að troða klósettpappír inn á mömmu sína. "Þessi ferð á að þjappa hópnum saman í þessu langa fríi sem verður í deildakeppninni. Ég fór þarna með Gróttu/KR í fyrra og aðstæður eru verulega góðar," sagði Gísli en ÍR-strákarnir ætla að bóna allan laugardaginn og þeir munu einnig mæta á sunnudag ef þeir ná ekki að anna eftirspurn á laugardeginum. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu ÍR, www.irsida.is, en þeir sem mæta með bíla gætu átt von á óvæntri uppákomu. "Það eru nokkrir í liðinu sem þola ekki að fara úr að ofan. Hver veit nema þeir píni sig um helgina," sagði Gísli léttur. Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. "Við ætlum að bóna bíla um helgina og svo eru fleiri fjáröflunarleiðir í gangi sem allar eiga það sameiginlegt að vera skemmtilegar," sagði Gísli Guðmundsson, fyrirliði og markvörður ÍR-liðsins. "Stefnan er að ná fyrir allri ferðinni. Við ætlum að gefa út spilastokk með myndum af okkur fljótlega. Svo erum við með happdrætti og einnig verðum við með handboltaskóla í fjóra daga á milli jóla og nýárs þar sem landsliðsmenn mæta í heimsókn. Að lokum verðum við með handboltadag þar sem við leikum við gömlu kempurnar í ÍR og við sama tilefni verður dregið í happdrættinu. Miðinn gildir einnig inn á leikinn." Gísli segir að ekki hafi komið til greina að fara klassískar fjáröflunarleiðir og selja klósettpappír og rækjur. Hann segir auðveldara að virkja menn þegar fjáröflunarleiðirnar eru skemmtilegar. Menn nenni ekki endalaust að troða klósettpappír inn á mömmu sína. "Þessi ferð á að þjappa hópnum saman í þessu langa fríi sem verður í deildakeppninni. Ég fór þarna með Gróttu/KR í fyrra og aðstæður eru verulega góðar," sagði Gísli en ÍR-strákarnir ætla að bóna allan laugardaginn og þeir munu einnig mæta á sunnudag ef þeir ná ekki að anna eftirspurn á laugardeginum. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu ÍR, www.irsida.is, en þeir sem mæta með bíla gætu átt von á óvæntri uppákomu. "Það eru nokkrir í liðinu sem þola ekki að fara úr að ofan. Hver veit nema þeir píni sig um helgina," sagði Gísli léttur.
Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn