Áramótin að mestu slysalaus 1. janúar 2005 18:00 Áramótunum var fagnað með tilheyrandi sprengingum og eldglæringum. Þrátt fyrir það voru áramótin að mestu slysalaus víðast hvar þótt einstaka skugga bæri á. Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar, segir áramótin hafa verið með rólegasta móti. Ellefu manns gistu þó fangageymslur, þar af tveir sjálfviljugir þar sem þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Mikil ölvun var í miðborginni og fólk dvaldi þar lengi. Arnar kveðst ánægður með kvöldið gekk hjá lögreglunni. Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir að hafa hleypt af haglabyssu í íbúð sinni í austurbæ Reykjavíkur. Maðurinn var ekki að ógna með byssunni en þar sem fleira fólk var í íbúðinni skapaðist augljós hætta. Um tuttugu manns vortu í íbúðinni en enginn slasaðist. Enn er verið að yfirheyra manninn en ekki er vitað hvað honum gekk til. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun fyrir að úða svokölluðum maze-úða í andlit annars karlmanns í miðborg Reykjavíkur. Við handtöku reyndist hann vera með úðabrúsann á sér, sem og kasthníf. Hann er einnig grunaður um að hafa úðað framan í annan karlmann á skemmtistað í borginni fyrr um nóttina. Ekki er vitað hvað honum gekk til því eftir á að yfirheyra hann. Þá var maður fluttur á slysadeild um miðnættið eftir að skoteldur sprakk framan í hann á Skólavörðuholti í Reykjavík. Meiðsl hans eru ekki alvarleg. Laust upp úr miðnætti fór flugeldur í gegnum glugga á íbúð í Grafarvogi. Skemmdir urðu á parketi og gardínum, en að öðru leyti fór allt vel. Slökkvilið og lögregla voru kölluð að húsi við Hjallaveg í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Kviknað hafði í kertaskreytingu í glugga. Tveir karlmenn voru handteknir í nótt við það að brjótast inn í hárgreiðslustofu. Annar þeirra náðist á staðnum, en hinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. Áramótabrennum var frestað í gær vegna veðurs. Í Kópavogi var kveikt í Breiðabliksbrennunni klukkan fimm í dag og kveikt verður í öðrum brennum á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld. Í Keflavík er þó líklega búið að fresta brennu til þrettándans. Flugeldar Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Áramótunum var fagnað með tilheyrandi sprengingum og eldglæringum. Þrátt fyrir það voru áramótin að mestu slysalaus víðast hvar þótt einstaka skugga bæri á. Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar, segir áramótin hafa verið með rólegasta móti. Ellefu manns gistu þó fangageymslur, þar af tveir sjálfviljugir þar sem þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Mikil ölvun var í miðborginni og fólk dvaldi þar lengi. Arnar kveðst ánægður með kvöldið gekk hjá lögreglunni. Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir að hafa hleypt af haglabyssu í íbúð sinni í austurbæ Reykjavíkur. Maðurinn var ekki að ógna með byssunni en þar sem fleira fólk var í íbúðinni skapaðist augljós hætta. Um tuttugu manns vortu í íbúðinni en enginn slasaðist. Enn er verið að yfirheyra manninn en ekki er vitað hvað honum gekk til. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun fyrir að úða svokölluðum maze-úða í andlit annars karlmanns í miðborg Reykjavíkur. Við handtöku reyndist hann vera með úðabrúsann á sér, sem og kasthníf. Hann er einnig grunaður um að hafa úðað framan í annan karlmann á skemmtistað í borginni fyrr um nóttina. Ekki er vitað hvað honum gekk til því eftir á að yfirheyra hann. Þá var maður fluttur á slysadeild um miðnættið eftir að skoteldur sprakk framan í hann á Skólavörðuholti í Reykjavík. Meiðsl hans eru ekki alvarleg. Laust upp úr miðnætti fór flugeldur í gegnum glugga á íbúð í Grafarvogi. Skemmdir urðu á parketi og gardínum, en að öðru leyti fór allt vel. Slökkvilið og lögregla voru kölluð að húsi við Hjallaveg í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Kviknað hafði í kertaskreytingu í glugga. Tveir karlmenn voru handteknir í nótt við það að brjótast inn í hárgreiðslustofu. Annar þeirra náðist á staðnum, en hinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. Áramótabrennum var frestað í gær vegna veðurs. Í Kópavogi var kveikt í Breiðabliksbrennunni klukkan fimm í dag og kveikt verður í öðrum brennum á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld. Í Keflavík er þó líklega búið að fresta brennu til þrettándans.
Flugeldar Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira