Heimsborgarleg gatnamót 3. janúar 2005 00:01 Gatnamótin þar sem Suðurlandsbraut og Laugavegur mætast hafa fengið á sig stórborgarbrag þar sem nokkur mikilfengleg og nútímaleg glerhýsi hafa risið. Fyrst ber að nefna Kauphöll Íslands sem trónir yfir gatnamótum, sem bogadregið glerhýsi og gefur tóninn af því sem koma skal í henni Reykjavík. Hlý birtan innan úr húsinu á veturna er skemmtilegt mótvægi við kalt efnisval á byggingunni, en á sumrin speglast sólin í gluggunum og gefur húsinu gylltan og glóandi svip sem er ótrúlega viðeigandi fyrir kauphöll. Inn af boganum aftan við húsið er viður notaður sem brýtur upp formið og meðal annars forðar Kauphöllinni frá því að vera klakahöll. Gegnt Kauphöllinni er Úrval Útsýn sem reyndar var fyrsta nútímalega byggingin til að spretta upp við gatnamótin með sínum skökku gluggum en þar fyrir aftan sést í Nordica Hótel sem áður var Hótel Esja. Hótelið var klætt í nútímalegan búning þar sem glerið ræður ríkjum en eins og við Kauphöllina er það brotið upp með öðru efni. Ryðgaðar stálplötur umvefja hluta af hótelinu og þó að það hafi ef til vill ekki þótt fínt á árum áður að notast við ryðgað efni kemur það einstaklega fallega út og er óvenju hlýlegt. Síðasta viðbótin á þessum slóðum er skrifstofuhúsnæði Ístaks við Engjateiginn en það er húsnæði sem samanstendur af skiptu ferköntuðu rými úr steypu og gleri. Þar eru aðeins beinar línur og hvergi bogadregið form að sjá og dimmar rúðurnar hleypa út dempaðri og nánast dularfyllri birtu, en glerhlið hússins stendur út að Suðurlandsbraut. Allar hafa þessar byggingar gerbreytt útliti gatnamótanna og fært borgina nær því að teljast stórborg. Nordica Hótel var áður Hótel Esja, en hlaut mikla andlitslyftingu og er í raun eins og annað hús. Útlitsbreytingin var í höndum Ásgeir Ásgeirssonar arkitekts.StefánSkrifstofuhúsnæði Ístaks teiknað af Agli Má Guðmundssyni.StefánSkakkir gluggarnir skutu skökku við þegar þeir sáust fyrst, en falla nú eðlilega inn í umhverfið. Húsið er teiknað af Guðna Pálssyni og Dagnýju Helgadóttur.StefánLjósmynd sem gæti verið tekin á Manhattan.Stefán Hús og heimili Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning á ísraelska atriðinu Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Gatnamótin þar sem Suðurlandsbraut og Laugavegur mætast hafa fengið á sig stórborgarbrag þar sem nokkur mikilfengleg og nútímaleg glerhýsi hafa risið. Fyrst ber að nefna Kauphöll Íslands sem trónir yfir gatnamótum, sem bogadregið glerhýsi og gefur tóninn af því sem koma skal í henni Reykjavík. Hlý birtan innan úr húsinu á veturna er skemmtilegt mótvægi við kalt efnisval á byggingunni, en á sumrin speglast sólin í gluggunum og gefur húsinu gylltan og glóandi svip sem er ótrúlega viðeigandi fyrir kauphöll. Inn af boganum aftan við húsið er viður notaður sem brýtur upp formið og meðal annars forðar Kauphöllinni frá því að vera klakahöll. Gegnt Kauphöllinni er Úrval Útsýn sem reyndar var fyrsta nútímalega byggingin til að spretta upp við gatnamótin með sínum skökku gluggum en þar fyrir aftan sést í Nordica Hótel sem áður var Hótel Esja. Hótelið var klætt í nútímalegan búning þar sem glerið ræður ríkjum en eins og við Kauphöllina er það brotið upp með öðru efni. Ryðgaðar stálplötur umvefja hluta af hótelinu og þó að það hafi ef til vill ekki þótt fínt á árum áður að notast við ryðgað efni kemur það einstaklega fallega út og er óvenju hlýlegt. Síðasta viðbótin á þessum slóðum er skrifstofuhúsnæði Ístaks við Engjateiginn en það er húsnæði sem samanstendur af skiptu ferköntuðu rými úr steypu og gleri. Þar eru aðeins beinar línur og hvergi bogadregið form að sjá og dimmar rúðurnar hleypa út dempaðri og nánast dularfyllri birtu, en glerhlið hússins stendur út að Suðurlandsbraut. Allar hafa þessar byggingar gerbreytt útliti gatnamótanna og fært borgina nær því að teljast stórborg. Nordica Hótel var áður Hótel Esja, en hlaut mikla andlitslyftingu og er í raun eins og annað hús. Útlitsbreytingin var í höndum Ásgeir Ásgeirssonar arkitekts.StefánSkrifstofuhúsnæði Ístaks teiknað af Agli Má Guðmundssyni.StefánSkakkir gluggarnir skutu skökku við þegar þeir sáust fyrst, en falla nú eðlilega inn í umhverfið. Húsið er teiknað af Guðna Pálssyni og Dagnýju Helgadóttur.StefánLjósmynd sem gæti verið tekin á Manhattan.Stefán
Hús og heimili Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning á ísraelska atriðinu Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira