Róbert ræðir við Gummersbach 3. janúar 2005 00:01 Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson mun að öllum líkindum spila með þýska félaginu Gummersbach næstu árin. Róbert hefur undanfarin ár leikið með danska félaginu Århus með frábærum árangri. Mörg þýsk félög hafa borið víurnar í Róbert síðustu ár en hann hefur staðist gylliboð þeirra til þessa. Samningur hans við Århus rennur aftur á móti út í sumar og Róbert hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og fara til Þýskalands næsta vetur. "Ég hef verið í sambandi við Gummersbach síðustu tvo mánuði og skaust svo út á milli jóla og nýárs, leit á aðstæður, sá leikinn gegn Essen og ræddi síðan við þá," sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær frá Svíþjóð þar sem hann kom til móts við félaga sína í íslenska landsliðinu, en þeir munu mæta Svíum í landsleik í dag og 6. janúar. Róbert sagðist vera ánægður með það sem hann sá hjá félaginu og gerir frekar ráð fyrir því að ganga í raðir félagsins áður en HM hefst í Túnis. "Ég vil endilega klára þessi mál áður en við förum til Túnis. Ég vil ekki hafa þetta hangandi yfir mér þegar við byrjum að spila. Málið klárast samt ekki alveg strax þar sem umboðsmaður minn er erlendis og getur ekki gengið frá málinu fyrr en eftir svona viku í fyrsta lagi. Aftur á móti ef allt stendur þá mun ég ganga í raðir félagsins en það er ekkert pottþétt fyrr en búið er að skrifa undir," sagði Róbert en ef hann skrifar undir við félagið verður hann annar Íslendingurinn sem gerir það á skömmum tíma því Guðjón Valur Sigurðsson skrifaði undir samning við félagið á dögunum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson mun að öllum líkindum spila með þýska félaginu Gummersbach næstu árin. Róbert hefur undanfarin ár leikið með danska félaginu Århus með frábærum árangri. Mörg þýsk félög hafa borið víurnar í Róbert síðustu ár en hann hefur staðist gylliboð þeirra til þessa. Samningur hans við Århus rennur aftur á móti út í sumar og Róbert hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og fara til Þýskalands næsta vetur. "Ég hef verið í sambandi við Gummersbach síðustu tvo mánuði og skaust svo út á milli jóla og nýárs, leit á aðstæður, sá leikinn gegn Essen og ræddi síðan við þá," sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær frá Svíþjóð þar sem hann kom til móts við félaga sína í íslenska landsliðinu, en þeir munu mæta Svíum í landsleik í dag og 6. janúar. Róbert sagðist vera ánægður með það sem hann sá hjá félaginu og gerir frekar ráð fyrir því að ganga í raðir félagsins áður en HM hefst í Túnis. "Ég vil endilega klára þessi mál áður en við förum til Túnis. Ég vil ekki hafa þetta hangandi yfir mér þegar við byrjum að spila. Málið klárast samt ekki alveg strax þar sem umboðsmaður minn er erlendis og getur ekki gengið frá málinu fyrr en eftir svona viku í fyrsta lagi. Aftur á móti ef allt stendur þá mun ég ganga í raðir félagsins en það er ekkert pottþétt fyrr en búið er að skrifa undir," sagði Róbert en ef hann skrifar undir við félagið verður hann annar Íslendingurinn sem gerir það á skömmum tíma því Guðjón Valur Sigurðsson skrifaði undir samning við félagið á dögunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Sjá meira