Snjóflóðahætta enn í Bolungarvík 5. janúar 2005 00:01 Snjóflóðahættuástand er enn í Bolungarvík en á Ísafirði og í Hnífsdal er fólki heimilt að snúa til síns heima. Snjóflóð féll á bæinn Hraun í Hnífsdal í gær. Gamla íbúðarhúsið eyðilagðist en búið var að rýma nýja íbúðarhúsið sem flóðið féll líka á. Mikið tjón varð hjá ábúendunum. Þá féll flóð á rað- og fjölbýlishús í Hnífsdal. Fjöldi húsa var rýmdur í Bolungarvík. 92 einstaklingar þurftu að yfirgefa heimili sín og nú síðdegis var framhaldið ákveðið. Einar Pétursson bæjarstjóri segir stöðuna óbreytta; 26 hús hafi verið rýmd og þau verða látin satnda á meðan beðið sé frekari upplýsinga um snjóalög og veðurspá. Smáflóð hafa fallið í Bolungarvík en að sögn Einars hefur ekkert tjón hlotist af. Hann segir að þrátt fyrir að svona margir hafi þurft að yfirgefa heimili sín hafi gengið furðuvel að koma öllum þeim fjölda fyrir annars staðar. Búið var að rýma svæði í norðanverðum Hnífsdal en flóð féllu á nokkur hús þar. Tjón varð þegar snjóflóð féll á bæinn Hraun. Bóndinn á bænum, Hjálmar Sigurðsson, segir hann ónýtan og telur að allar sínar vélar og tæki séu það sömuleiðis. Hann segist ekki vita til þess að svona stórt flóð hafi fallið þarna áður og reyndar séu ekki til sagnir um slíkt undanfarnar þrjár aldir. Nýja íbúðarhúsið stendur aðeins frá gamla húsinu og var byggt undir hrygg í fjallinu, að yfirlögðu ráði, enda hafa komið snjóflóð sem hafa klofnað á hryggnum sem hefur varið nýja íbúðarhúsið. Þá féllu flóð á raðhús og fjölbýlishús sem stendur í norðanverðum Hnífsdal og hlutust skemmdir af. Reyndar er búið að ákveða að kaupa húsin á þessu svæði upp þannig að ekki verður búið þar í framtíðinni. Almannavarnarnefnd Ísafjarðar ákvað nú undir kvöld að aflétta hættuástandi og fara yfir á svokallað viðbúnaðarstig. Það þýðir að þeir íbúar sem vilja mega snúa aftur til síns heima en nokkur fjöldi, eða rúmlega 40 manns, þurfti að fara að heiman vegna hættu á snjóflóðum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir vel hafa gengið að koma því fólki fyrir. Rafmagn er þó ekki komið á í þeim húsum sem flóð féllu á í Hnífsdal. Halldór varar fólk við að vera á ferli undir hlíðum, þótt ekki sé talin hætta á snjóflóðum á svæðinu núna. Flóð geti fallið í bröttum hlíðum þar snjór safnast upp þótt ekki sé von á snjóflóðum í byggð. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Snjóflóðahættuástand er enn í Bolungarvík en á Ísafirði og í Hnífsdal er fólki heimilt að snúa til síns heima. Snjóflóð féll á bæinn Hraun í Hnífsdal í gær. Gamla íbúðarhúsið eyðilagðist en búið var að rýma nýja íbúðarhúsið sem flóðið féll líka á. Mikið tjón varð hjá ábúendunum. Þá féll flóð á rað- og fjölbýlishús í Hnífsdal. Fjöldi húsa var rýmdur í Bolungarvík. 92 einstaklingar þurftu að yfirgefa heimili sín og nú síðdegis var framhaldið ákveðið. Einar Pétursson bæjarstjóri segir stöðuna óbreytta; 26 hús hafi verið rýmd og þau verða látin satnda á meðan beðið sé frekari upplýsinga um snjóalög og veðurspá. Smáflóð hafa fallið í Bolungarvík en að sögn Einars hefur ekkert tjón hlotist af. Hann segir að þrátt fyrir að svona margir hafi þurft að yfirgefa heimili sín hafi gengið furðuvel að koma öllum þeim fjölda fyrir annars staðar. Búið var að rýma svæði í norðanverðum Hnífsdal en flóð féllu á nokkur hús þar. Tjón varð þegar snjóflóð féll á bæinn Hraun. Bóndinn á bænum, Hjálmar Sigurðsson, segir hann ónýtan og telur að allar sínar vélar og tæki séu það sömuleiðis. Hann segist ekki vita til þess að svona stórt flóð hafi fallið þarna áður og reyndar séu ekki til sagnir um slíkt undanfarnar þrjár aldir. Nýja íbúðarhúsið stendur aðeins frá gamla húsinu og var byggt undir hrygg í fjallinu, að yfirlögðu ráði, enda hafa komið snjóflóð sem hafa klofnað á hryggnum sem hefur varið nýja íbúðarhúsið. Þá féllu flóð á raðhús og fjölbýlishús sem stendur í norðanverðum Hnífsdal og hlutust skemmdir af. Reyndar er búið að ákveða að kaupa húsin á þessu svæði upp þannig að ekki verður búið þar í framtíðinni. Almannavarnarnefnd Ísafjarðar ákvað nú undir kvöld að aflétta hættuástandi og fara yfir á svokallað viðbúnaðarstig. Það þýðir að þeir íbúar sem vilja mega snúa aftur til síns heima en nokkur fjöldi, eða rúmlega 40 manns, þurfti að fara að heiman vegna hættu á snjóflóðum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir vel hafa gengið að koma því fólki fyrir. Rafmagn er þó ekki komið á í þeim húsum sem flóð féllu á í Hnífsdal. Halldór varar fólk við að vera á ferli undir hlíðum, þótt ekki sé talin hætta á snjóflóðum á svæðinu núna. Flóð geti fallið í bröttum hlíðum þar snjór safnast upp þótt ekki sé von á snjóflóðum í byggð.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira