Snjóflóðahætta enn í Bolungarvík 5. janúar 2005 00:01 Snjóflóðahættuástand er enn í Bolungarvík en á Ísafirði og í Hnífsdal er fólki heimilt að snúa til síns heima. Snjóflóð féll á bæinn Hraun í Hnífsdal í gær. Gamla íbúðarhúsið eyðilagðist en búið var að rýma nýja íbúðarhúsið sem flóðið féll líka á. Mikið tjón varð hjá ábúendunum. Þá féll flóð á rað- og fjölbýlishús í Hnífsdal. Fjöldi húsa var rýmdur í Bolungarvík. 92 einstaklingar þurftu að yfirgefa heimili sín og nú síðdegis var framhaldið ákveðið. Einar Pétursson bæjarstjóri segir stöðuna óbreytta; 26 hús hafi verið rýmd og þau verða látin satnda á meðan beðið sé frekari upplýsinga um snjóalög og veðurspá. Smáflóð hafa fallið í Bolungarvík en að sögn Einars hefur ekkert tjón hlotist af. Hann segir að þrátt fyrir að svona margir hafi þurft að yfirgefa heimili sín hafi gengið furðuvel að koma öllum þeim fjölda fyrir annars staðar. Búið var að rýma svæði í norðanverðum Hnífsdal en flóð féllu á nokkur hús þar. Tjón varð þegar snjóflóð féll á bæinn Hraun. Bóndinn á bænum, Hjálmar Sigurðsson, segir hann ónýtan og telur að allar sínar vélar og tæki séu það sömuleiðis. Hann segist ekki vita til þess að svona stórt flóð hafi fallið þarna áður og reyndar séu ekki til sagnir um slíkt undanfarnar þrjár aldir. Nýja íbúðarhúsið stendur aðeins frá gamla húsinu og var byggt undir hrygg í fjallinu, að yfirlögðu ráði, enda hafa komið snjóflóð sem hafa klofnað á hryggnum sem hefur varið nýja íbúðarhúsið. Þá féllu flóð á raðhús og fjölbýlishús sem stendur í norðanverðum Hnífsdal og hlutust skemmdir af. Reyndar er búið að ákveða að kaupa húsin á þessu svæði upp þannig að ekki verður búið þar í framtíðinni. Almannavarnarnefnd Ísafjarðar ákvað nú undir kvöld að aflétta hættuástandi og fara yfir á svokallað viðbúnaðarstig. Það þýðir að þeir íbúar sem vilja mega snúa aftur til síns heima en nokkur fjöldi, eða rúmlega 40 manns, þurfti að fara að heiman vegna hættu á snjóflóðum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir vel hafa gengið að koma því fólki fyrir. Rafmagn er þó ekki komið á í þeim húsum sem flóð féllu á í Hnífsdal. Halldór varar fólk við að vera á ferli undir hlíðum, þótt ekki sé talin hætta á snjóflóðum á svæðinu núna. Flóð geti fallið í bröttum hlíðum þar snjór safnast upp þótt ekki sé von á snjóflóðum í byggð. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Snjóflóðahættuástand er enn í Bolungarvík en á Ísafirði og í Hnífsdal er fólki heimilt að snúa til síns heima. Snjóflóð féll á bæinn Hraun í Hnífsdal í gær. Gamla íbúðarhúsið eyðilagðist en búið var að rýma nýja íbúðarhúsið sem flóðið féll líka á. Mikið tjón varð hjá ábúendunum. Þá féll flóð á rað- og fjölbýlishús í Hnífsdal. Fjöldi húsa var rýmdur í Bolungarvík. 92 einstaklingar þurftu að yfirgefa heimili sín og nú síðdegis var framhaldið ákveðið. Einar Pétursson bæjarstjóri segir stöðuna óbreytta; 26 hús hafi verið rýmd og þau verða látin satnda á meðan beðið sé frekari upplýsinga um snjóalög og veðurspá. Smáflóð hafa fallið í Bolungarvík en að sögn Einars hefur ekkert tjón hlotist af. Hann segir að þrátt fyrir að svona margir hafi þurft að yfirgefa heimili sín hafi gengið furðuvel að koma öllum þeim fjölda fyrir annars staðar. Búið var að rýma svæði í norðanverðum Hnífsdal en flóð féllu á nokkur hús þar. Tjón varð þegar snjóflóð féll á bæinn Hraun. Bóndinn á bænum, Hjálmar Sigurðsson, segir hann ónýtan og telur að allar sínar vélar og tæki séu það sömuleiðis. Hann segist ekki vita til þess að svona stórt flóð hafi fallið þarna áður og reyndar séu ekki til sagnir um slíkt undanfarnar þrjár aldir. Nýja íbúðarhúsið stendur aðeins frá gamla húsinu og var byggt undir hrygg í fjallinu, að yfirlögðu ráði, enda hafa komið snjóflóð sem hafa klofnað á hryggnum sem hefur varið nýja íbúðarhúsið. Þá féllu flóð á raðhús og fjölbýlishús sem stendur í norðanverðum Hnífsdal og hlutust skemmdir af. Reyndar er búið að ákveða að kaupa húsin á þessu svæði upp þannig að ekki verður búið þar í framtíðinni. Almannavarnarnefnd Ísafjarðar ákvað nú undir kvöld að aflétta hættuástandi og fara yfir á svokallað viðbúnaðarstig. Það þýðir að þeir íbúar sem vilja mega snúa aftur til síns heima en nokkur fjöldi, eða rúmlega 40 manns, þurfti að fara að heiman vegna hættu á snjóflóðum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir vel hafa gengið að koma því fólki fyrir. Rafmagn er þó ekki komið á í þeim húsum sem flóð féllu á í Hnífsdal. Halldór varar fólk við að vera á ferli undir hlíðum, þótt ekki sé talin hætta á snjóflóðum á svæðinu núna. Flóð geti fallið í bröttum hlíðum þar snjór safnast upp þótt ekki sé von á snjóflóðum í byggð.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira