Tímaritaútgáfa Fróða gjaldþrota 6. janúar 2005 00:01 Félagið sem gaf út öll tímarit Fróða hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Rétt fyrir gjaldþrotið stofnuðu eigendurnir nýtt fyrirtæki utan um tímaritin og skildu skuldir upp á tæplega hálfan milljarð eftir hjá því gamla. Þetta er ekki dæmigert kennitöluflakk heldur varnaraðgerð, segir framkvæmdastjórinn. Í daglegu tali er það kallað „kennitöluflakk“ þegar fyrirtæki skiptir um nafn og kennitölu, heldur áfram rekstri, en skilur skuldirnar eftir hjá gamla fyrirtækinu sem síðan er jafnvel úrskurðað gjaldþrota. Fróði gefur út sjö tímarit og hefur fjárhagsstaðan ekki verið góð upp á síðkastið. Dótturfélag prentsmiðjunnar Odda keypti fyrirtækið í haust, stofnaði nýtt fyrirtæki og var öll tímaritaútgáfan flutt þangað. Gamla félagið, skuldum vafið, var svo úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Kröfurnar nema hálfum milljarði króna og eignirnar duga aðeins fyrir broti af því - þær eru metnar á 37 milljónir. Prentsmiðjan Oddi á helming í kröfunum samkvæmt heimildum fréttastofu og sömu heimildir herma að afgangurinn falli á Sameinaða lífeyrissjóðinn, Lífeyrissjóð Austurlands, birgja og aðra fjárfesta. Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Tímaritaútgáfunnar Fróða, segir þetta ekki dæmigert kennitöluflakk. Það sé þegar menn stofni endurtekið fyrirtæki um sama rekstur og skilji eftir skuldir í hvert sinn, þess vegna. launaskuldir og lífeyrisskuldir, og segir Páll að það séu þeir ekki að gera. Spurður hvort þeir séu ekki að skilja eftir skuldir þar sem aðeins sé til upp í brot af þeim segir Páll það óneitanlega vera rétt. En það eru allt viðskiptaskuldir. Það hefði hins vegar verið refsivert hefði fyrirtækið skilið eftir sig lífeyrissjóðsskuldir eða skuldir gagnvart hinu opinbera. Aðspurður hvort honum finnist forsvaranlegt að stofna nýtt fyrirtæki um sama rekstur og skilja eftir skuldir segir Páll þetta hafa verið eina leikinn í stöðunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Félagið sem gaf út öll tímarit Fróða hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Rétt fyrir gjaldþrotið stofnuðu eigendurnir nýtt fyrirtæki utan um tímaritin og skildu skuldir upp á tæplega hálfan milljarð eftir hjá því gamla. Þetta er ekki dæmigert kennitöluflakk heldur varnaraðgerð, segir framkvæmdastjórinn. Í daglegu tali er það kallað „kennitöluflakk“ þegar fyrirtæki skiptir um nafn og kennitölu, heldur áfram rekstri, en skilur skuldirnar eftir hjá gamla fyrirtækinu sem síðan er jafnvel úrskurðað gjaldþrota. Fróði gefur út sjö tímarit og hefur fjárhagsstaðan ekki verið góð upp á síðkastið. Dótturfélag prentsmiðjunnar Odda keypti fyrirtækið í haust, stofnaði nýtt fyrirtæki og var öll tímaritaútgáfan flutt þangað. Gamla félagið, skuldum vafið, var svo úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Kröfurnar nema hálfum milljarði króna og eignirnar duga aðeins fyrir broti af því - þær eru metnar á 37 milljónir. Prentsmiðjan Oddi á helming í kröfunum samkvæmt heimildum fréttastofu og sömu heimildir herma að afgangurinn falli á Sameinaða lífeyrissjóðinn, Lífeyrissjóð Austurlands, birgja og aðra fjárfesta. Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Tímaritaútgáfunnar Fróða, segir þetta ekki dæmigert kennitöluflakk. Það sé þegar menn stofni endurtekið fyrirtæki um sama rekstur og skilji eftir skuldir í hvert sinn, þess vegna. launaskuldir og lífeyrisskuldir, og segir Páll að það séu þeir ekki að gera. Spurður hvort þeir séu ekki að skilja eftir skuldir þar sem aðeins sé til upp í brot af þeim segir Páll það óneitanlega vera rétt. En það eru allt viðskiptaskuldir. Það hefði hins vegar verið refsivert hefði fyrirtækið skilið eftir sig lífeyrissjóðsskuldir eða skuldir gagnvart hinu opinbera. Aðspurður hvort honum finnist forsvaranlegt að stofna nýtt fyrirtæki um sama rekstur og skilja eftir skuldir segir Páll þetta hafa verið eina leikinn í stöðunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira