Reynsluleysi hjá Stjörnunni 7. janúar 2005 00:01 Stjarnan tók á móti svissneska liðinu Spono Nottwill í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna sem fram fór í Garðabæ. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar á mótinu og þétt setinn áhorfendabekkurinn í Garðabænum. Stjarnan byrjaði leikinn betur og náði tveggja marka forystu í byrjun. Stelpurnar voru fastar fyrir í vörninni og tóku duglega á svissnesku stelpunum. Stjarnan leiddi með einu til tveimur mörkum framan af fyrri hálfleik en náði aldrei að hrista gestina almennilega af sér. Spono Nottwill komst yfir um miðjan hálfleikinn og var jafnt á flestum tölum eftir það. Á þessum kafla lék Gabriel Kattmann feikivel og skoraði 7 af 9 mörkum sínum í fyrir hálfleik. Samherjar hennar áttu þó í vandræðum með Kristínu Guðmundsdóttir sem var liði sínu drjúg. Staðan í hálfleik var 13-13. Stjörnustelpurnar mættu ákveðnar til leiks í byrjun seinni hálfleiks og komust í 17-14 eftir sex mínútur. Hekla Daðadóttir fór hamförum og skoraði sex mörkum í seinni hálfleik. Þá átti Jelena Jovanovic stórleik og varði 12 af 15 skotum sínum í hálfleiknum. Spono Nottwill var ekki af baki dottið og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var jafnt, 24-24. Stjarnan fengu fáein tækifæri til að tryggja sér sigur og sömuleiðis gestirnir en allt kom fyrir ekki og jafntefli staðreynd. "Ég tel að þetta hafi verið reynsluleysi í okkar liði að við unnum ekki þennan leik," sagði Anna Bryndís Blöndal sem stjórnaði vörninni eins og herforingi, römm af afli. "Í stað þess að komast í tveggja marka mun ná þær að jafna og við erum heppnar að ná að halda stiginu." Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Stjarnan tók á móti svissneska liðinu Spono Nottwill í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna sem fram fór í Garðabæ. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar á mótinu og þétt setinn áhorfendabekkurinn í Garðabænum. Stjarnan byrjaði leikinn betur og náði tveggja marka forystu í byrjun. Stelpurnar voru fastar fyrir í vörninni og tóku duglega á svissnesku stelpunum. Stjarnan leiddi með einu til tveimur mörkum framan af fyrri hálfleik en náði aldrei að hrista gestina almennilega af sér. Spono Nottwill komst yfir um miðjan hálfleikinn og var jafnt á flestum tölum eftir það. Á þessum kafla lék Gabriel Kattmann feikivel og skoraði 7 af 9 mörkum sínum í fyrir hálfleik. Samherjar hennar áttu þó í vandræðum með Kristínu Guðmundsdóttir sem var liði sínu drjúg. Staðan í hálfleik var 13-13. Stjörnustelpurnar mættu ákveðnar til leiks í byrjun seinni hálfleiks og komust í 17-14 eftir sex mínútur. Hekla Daðadóttir fór hamförum og skoraði sex mörkum í seinni hálfleik. Þá átti Jelena Jovanovic stórleik og varði 12 af 15 skotum sínum í hálfleiknum. Spono Nottwill var ekki af baki dottið og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var jafnt, 24-24. Stjarnan fengu fáein tækifæri til að tryggja sér sigur og sömuleiðis gestirnir en allt kom fyrir ekki og jafntefli staðreynd. "Ég tel að þetta hafi verið reynsluleysi í okkar liði að við unnum ekki þennan leik," sagði Anna Bryndís Blöndal sem stjórnaði vörninni eins og herforingi, römm af afli. "Í stað þess að komast í tveggja marka mun ná þær að jafna og við erum heppnar að ná að halda stiginu."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira