Stjarnan komst áfram 9. janúar 2005 00:01 Stjörnustúlkur tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik með því að vinna stórsigur á gríska liðinu APS Makedonikas, 35-13, í Ásgarði. Sigur Stjörnunnar var, eins og lokatölurnar gefa til kynna, mjög öruggur og leyfði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, öllum leikmönnum sínum að spila. Stjörnuliðið hafði yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins í gær enda var gríska liðið afar lélegt og það langslakasta sem sýndi listir sínar á fjölum Ásgarðs um helgina. Sigurinn stóri nægði þó ekki til að hreppa efsta sætið í riðlinum. Það fór til svissneska liðsins Spono Nottwill sem vann tyrkneska liðið Eskisehir Osmangazi, 32-22, í lokaumferðinni í gær. Stjörnustúlkur fóru rólega af stað í leiknum og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 14-7. Í síðari hálfleik tóku þær hins vegar öll völd og hreinlega kaffærðu tyrkneska liðið. Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst með sjö mörk og Anna Blöndal, fyrirliði liðsins, skoraði sex en annars lék Stjörnuliðið eins vel og það þurfti í þessum leik. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann í leikslok. Hann sagði fyrir leiki helgarinnar að markmiðið væri að komast áfram og það tókst. "Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og það er ég gríðarlega ánægður með. Stelpurnar stóðu sig frábærlega en mér finnst þær eiga enn meira inni. Liðið á eftir að toppa og ef það gerist á næstunni þá er allt mögulegt í sextán liða úrslitunum," sagði Erlendur en dregið verður á þriðjudaginn. Íslenski handboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Stjörnustúlkur tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik með því að vinna stórsigur á gríska liðinu APS Makedonikas, 35-13, í Ásgarði. Sigur Stjörnunnar var, eins og lokatölurnar gefa til kynna, mjög öruggur og leyfði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, öllum leikmönnum sínum að spila. Stjörnuliðið hafði yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins í gær enda var gríska liðið afar lélegt og það langslakasta sem sýndi listir sínar á fjölum Ásgarðs um helgina. Sigurinn stóri nægði þó ekki til að hreppa efsta sætið í riðlinum. Það fór til svissneska liðsins Spono Nottwill sem vann tyrkneska liðið Eskisehir Osmangazi, 32-22, í lokaumferðinni í gær. Stjörnustúlkur fóru rólega af stað í leiknum og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 14-7. Í síðari hálfleik tóku þær hins vegar öll völd og hreinlega kaffærðu tyrkneska liðið. Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst með sjö mörk og Anna Blöndal, fyrirliði liðsins, skoraði sex en annars lék Stjörnuliðið eins vel og það þurfti í þessum leik. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann í leikslok. Hann sagði fyrir leiki helgarinnar að markmiðið væri að komast áfram og það tókst. "Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og það er ég gríðarlega ánægður með. Stelpurnar stóðu sig frábærlega en mér finnst þær eiga enn meira inni. Liðið á eftir að toppa og ef það gerist á næstunni þá er allt mögulegt í sextán liða úrslitunum," sagði Erlendur en dregið verður á þriðjudaginn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira