Vörðust ásökunum um samráðið 10. janúar 2005 00:01 Fulltrúar fjögurra olíufélaga vörðust ásökunum um ólögmætt samráð á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála í dag. Fulltrúar Samkeppnisstofnunar skýrðu sitt mál einnig. Búast má við niðurstöðu nefndarinnar í mánuðinum. Þar sem áfrýjunarnefnd hefur ekki fasta starfsaðstöðu var fundurinn haldinn á Hótel Sögu. Hann hófst klukkan 9 í morgun og stendur enn, eftir því sem næst verður komist. Lögmenn eða fulltrúar olíufélaganna komu allir til fundarins á sama tíma og fulltrúar Samkeppnisstofnunar einnig. Hvert olíufélag fékk tvær klukkustundir til að skýra mál sitt sem og Samkeppnisstofnun. Olíufélögin áfrýjuðu úrskurði Samkeppnisstofnunar til áfrýjunarnefndarinar í nóvemberlok og hefur áfrýjunarnefndin sex vikur til að komast að niðurstöðu, frá þeim tíma talið. Ljóst er að það næst ekki heldur verði nefndin að fá aðeins lengri tíma. Að sögn formanns hennar er engu að síður stefnt að því að skila niðurstöu í þessum mánuði. Alls voru Olís, Skeljungur, Essó og Orkan sektuð um 2,6 milljarða króna samanlagt en samkvæmt Samkeppnisstofnun er talið að meint samráð félaganna hafi kostað samfélagið um 40 milljarða króna. Ákvörðun áfrýjunarnefndar er endanlegur úrskurður samkeppnisyfirvalda en ef félögin verða ósátt við niðurstöðuna geta þau farið með málið fyrir dómstóla. Eftir því sem fréttastofan kemst næst frestar það þó ekki innheimtu sektarinnar. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fulltrúar fjögurra olíufélaga vörðust ásökunum um ólögmætt samráð á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála í dag. Fulltrúar Samkeppnisstofnunar skýrðu sitt mál einnig. Búast má við niðurstöðu nefndarinnar í mánuðinum. Þar sem áfrýjunarnefnd hefur ekki fasta starfsaðstöðu var fundurinn haldinn á Hótel Sögu. Hann hófst klukkan 9 í morgun og stendur enn, eftir því sem næst verður komist. Lögmenn eða fulltrúar olíufélaganna komu allir til fundarins á sama tíma og fulltrúar Samkeppnisstofnunar einnig. Hvert olíufélag fékk tvær klukkustundir til að skýra mál sitt sem og Samkeppnisstofnun. Olíufélögin áfrýjuðu úrskurði Samkeppnisstofnunar til áfrýjunarnefndarinar í nóvemberlok og hefur áfrýjunarnefndin sex vikur til að komast að niðurstöðu, frá þeim tíma talið. Ljóst er að það næst ekki heldur verði nefndin að fá aðeins lengri tíma. Að sögn formanns hennar er engu að síður stefnt að því að skila niðurstöu í þessum mánuði. Alls voru Olís, Skeljungur, Essó og Orkan sektuð um 2,6 milljarða króna samanlagt en samkvæmt Samkeppnisstofnun er talið að meint samráð félaganna hafi kostað samfélagið um 40 milljarða króna. Ákvörðun áfrýjunarnefndar er endanlegur úrskurður samkeppnisyfirvalda en ef félögin verða ósátt við niðurstöðuna geta þau farið með málið fyrir dómstóla. Eftir því sem fréttastofan kemst næst frestar það þó ekki innheimtu sektarinnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira