Svefnleysi skerðir lífsgæði 13. október 2005 15:21 Öll þekkjum við hversu vont það er að sofa illa, hvað þá að ná ekki að festa svefn heilu næturnar. Svefnleysið, sem hrjáir margan Íslendinginn, skerðir lífsgæði hans til muna. Fréttamaður Stöðvar 2 kannaði þessi mál í dag og leitaði leiða til að losna við andvökunæturnar. Eitt er víst; svefnlyf geta aldrei verið neitt annað en skammtímalausn. Íslendingar nota mest af svefnlyfjum allra Norðurlandabúa, þó reyndar sé ekki ýkja mikill munur á notkuninni hér og í Finnlandi. Hjá Landlæknisembættinu hafa menn áhyggjur af þessari stöðu en rannsóknir hafa sýnt að nokkur hópur Íslendingar notar lyf fyrir svefn daglega. Svefnleysi getur stafað af ýmsu en algengt er að þeir sem erfitt eiga með svefn séu haldnir kvíða, þunglyndi eða misnoti fíkniefni. Það er þó alls ekki algilt. Hjá konum getur svefnleysi komið í kjölfar fæðingar barns, - það sefur kannski illa fyrsta æviskeiðið en þegar svefnmál barnsins komast í lag situr mamman eftir vakandi inni í stofu. Áföll og álag getur líka valdið svefnleysi. Þegar vandinn nær að skjóta rótum veldur svefnleysi stundum svefnleysi - svo furðulegt sem það hljómar. Hjördís Tryggvadóttir sálfræðingur segir að fólk geti lent í vítahring með því að verja óvenjumiklum tíma í rúminu; það fer upp í rúm mjög snemma og reynir að festa svefn og fyllist svo kvíða og spennu þegar það er ekki sofnað eftir einhvern tíma. Sú tilfinning er einmitt andstæðan við það ástand sem maður þarf að vera í til að geta sofnað. Ef fólk getur ekki sofnað á það ekki að bylta sér endalaust heldur frekar að fara á fætur og reyna að dreifa huganum. Mikilvægast er að festa fótaferðatíma. Hjördís segir mikilvægt að skoða hegðunina í kringum svefntímann og þannig athuga hvort maður hafi komið sér upp einhverjum óhollum venjum í kringum svefninn. Útivist og hreyfing hjálpar líka til svo og slökun en langtímalausn getur, eins og áður segir, aldrei komið í krukku. Heilsa Innlent Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Öll þekkjum við hversu vont það er að sofa illa, hvað þá að ná ekki að festa svefn heilu næturnar. Svefnleysið, sem hrjáir margan Íslendinginn, skerðir lífsgæði hans til muna. Fréttamaður Stöðvar 2 kannaði þessi mál í dag og leitaði leiða til að losna við andvökunæturnar. Eitt er víst; svefnlyf geta aldrei verið neitt annað en skammtímalausn. Íslendingar nota mest af svefnlyfjum allra Norðurlandabúa, þó reyndar sé ekki ýkja mikill munur á notkuninni hér og í Finnlandi. Hjá Landlæknisembættinu hafa menn áhyggjur af þessari stöðu en rannsóknir hafa sýnt að nokkur hópur Íslendingar notar lyf fyrir svefn daglega. Svefnleysi getur stafað af ýmsu en algengt er að þeir sem erfitt eiga með svefn séu haldnir kvíða, þunglyndi eða misnoti fíkniefni. Það er þó alls ekki algilt. Hjá konum getur svefnleysi komið í kjölfar fæðingar barns, - það sefur kannski illa fyrsta æviskeiðið en þegar svefnmál barnsins komast í lag situr mamman eftir vakandi inni í stofu. Áföll og álag getur líka valdið svefnleysi. Þegar vandinn nær að skjóta rótum veldur svefnleysi stundum svefnleysi - svo furðulegt sem það hljómar. Hjördís Tryggvadóttir sálfræðingur segir að fólk geti lent í vítahring með því að verja óvenjumiklum tíma í rúminu; það fer upp í rúm mjög snemma og reynir að festa svefn og fyllist svo kvíða og spennu þegar það er ekki sofnað eftir einhvern tíma. Sú tilfinning er einmitt andstæðan við það ástand sem maður þarf að vera í til að geta sofnað. Ef fólk getur ekki sofnað á það ekki að bylta sér endalaust heldur frekar að fara á fætur og reyna að dreifa huganum. Mikilvægast er að festa fótaferðatíma. Hjördís segir mikilvægt að skoða hegðunina í kringum svefntímann og þannig athuga hvort maður hafi komið sér upp einhverjum óhollum venjum í kringum svefninn. Útivist og hreyfing hjálpar líka til svo og slökun en langtímalausn getur, eins og áður segir, aldrei komið í krukku.
Heilsa Innlent Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira