Alfreð segist ekki hætta 13. janúar 2005 00:01 Alfreð Þorsteinsson ætlar að gefa kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum eftir hálft annað ár og styður áframhaldandi framboð R-listans. Borgarmálaráð Framsóknarflokksins ákvað á fundi sínum í gær að hefja sem fyrst umræður um framboðsmál flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar vorið 2006. Umræðurnar hófust raunar á vefsíðu flokksfélagsins í Reykjavík um síðustu helgi þegar Gestur Gestsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík norður, sagðist vilja sérstakt framboð flokksins og sagði Alfreð Þorsteinsson ótrúverðugan: "Við erum að týnast inni í R-listasamstarfinu og ég tel að okkar fulltrúi, ef ég tek sem dæmi Alfreð Þorsteinsson, hefur haft 35 ár í pólitík til að koma sínu fram." Alfreð segir að árafjöldinn skipti ekki máli. "Ýmsir stjórnmálamenn eiga langan og farsælan feril í stjórnmálum að baki eins og Halldór Ásgrímsson." Halldór hefur sem kunnugt er verið nær sleitulaust þingmaður og ráðherra í rúm þrjátíu ár. Anna Kristinsdóttir, hinn borgarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjavík, hefur líka blandað sér í umræðuna. Um gagnrýni á Alfreð Þorsteinsson segir hún: "Enginn er eilífur í pólítik" en segist sjálf ekki hafa skoðun á því hvort hann eigi að halda áfram: "Hann verður að gera það upp við sig sjálfur." Anna segist ekki heldur vilja kveða upp úr um hvort hún fylgi áframhaldandi R-listasamstarfinu en bendir þó á að kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum hefði dugað til að fá einn mann kjörinn en þyrfti að aukast úr um 11,5 prósentum í fjórtán til að fá annan mann kjörinn og óvíst væri hvort flokkurinn kæmist í meirihlutasamstarf. Alfreð segir að Framsóknarflokkurinn fengi 10 til15 prósent atkvæða í borginni byði hann fram sér. "Hins vegar myndu atkvæði flokkanna sem standa að R-listanum nýtast illa byðu þeir fram hver í sínu lagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur af þessum sökum margsinnis fengið meirihluta borgarfulltrúa þótt hann hafi ekki meirihluta atkvæða." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson ætlar að gefa kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum eftir hálft annað ár og styður áframhaldandi framboð R-listans. Borgarmálaráð Framsóknarflokksins ákvað á fundi sínum í gær að hefja sem fyrst umræður um framboðsmál flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar vorið 2006. Umræðurnar hófust raunar á vefsíðu flokksfélagsins í Reykjavík um síðustu helgi þegar Gestur Gestsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík norður, sagðist vilja sérstakt framboð flokksins og sagði Alfreð Þorsteinsson ótrúverðugan: "Við erum að týnast inni í R-listasamstarfinu og ég tel að okkar fulltrúi, ef ég tek sem dæmi Alfreð Þorsteinsson, hefur haft 35 ár í pólitík til að koma sínu fram." Alfreð segir að árafjöldinn skipti ekki máli. "Ýmsir stjórnmálamenn eiga langan og farsælan feril í stjórnmálum að baki eins og Halldór Ásgrímsson." Halldór hefur sem kunnugt er verið nær sleitulaust þingmaður og ráðherra í rúm þrjátíu ár. Anna Kristinsdóttir, hinn borgarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjavík, hefur líka blandað sér í umræðuna. Um gagnrýni á Alfreð Þorsteinsson segir hún: "Enginn er eilífur í pólítik" en segist sjálf ekki hafa skoðun á því hvort hann eigi að halda áfram: "Hann verður að gera það upp við sig sjálfur." Anna segist ekki heldur vilja kveða upp úr um hvort hún fylgi áframhaldandi R-listasamstarfinu en bendir þó á að kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum hefði dugað til að fá einn mann kjörinn en þyrfti að aukast úr um 11,5 prósentum í fjórtán til að fá annan mann kjörinn og óvíst væri hvort flokkurinn kæmist í meirihlutasamstarf. Alfreð segir að Framsóknarflokkurinn fengi 10 til15 prósent atkvæða í borginni byði hann fram sér. "Hins vegar myndu atkvæði flokkanna sem standa að R-listanum nýtast illa byðu þeir fram hver í sínu lagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur af þessum sökum margsinnis fengið meirihluta borgarfulltrúa þótt hann hafi ekki meirihluta atkvæða."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira