Deilt um hagnað af samráði 13. janúar 2005 00:01 Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudag var hart deilt á skýrslu þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnuninni, sem þeir gerðu fyrir olíufélögin og var lögð fram til varnar olíufélögunum í haust. Tvímenningarnir fullyrtu í skýrslunni að mat Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna af samráði væri órökstutt og líkur væru á að hagnaðurinn ætti sér aðrar og eðlilegar skýringar. Samkeppnisráð taldi fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarða króna. Samkeppnisstofnun gagnrýndi fræðileg vinnubrögð Tryggva Þórs og Jóns og töldu skýrsluna hafa verið unna að beiðni olíufélaganna og að yfirbragð hennar væri líkara málflutningi fyrir hönd félaganna en úttekt óháðra sérfræðinga. Stofnunin taldi gagnrýnina byggjast að mestu á almennum forsendum í hagfræði en að takmörkuðu leyti á þeim aðferðum sem erlend samkeppnisyfirvöld hafa beitt við mat á ávinningi við sambærilegar aðstæður. Tryggvi og Jón sögðu þá að ásakanirnar væru alvarlegar og bentu á að Samkeppnisstofnun hefði getað leitað eftir mati frá utanaðkomandi fræðimönnum frekar en að ráðast með aðdróttunum að heiðri þeirra. Þetta fræðilega mat liggur nú fyrir og við málflutninginn á mánudag lagði Samkeppnisstofnun fram greinargerð óháðra fræðimanna þar sem niðurstaða tvímenninganna frá Hagfræðistofnun var gagnrýnd harkalega. Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að starfsmenn Hagfræðistofnunar megi taka að sér verk fyrir utan vinnu. Þetta leiði hins vegar til þess að erfitt sé að greina á milli skýrslna sem gerðar eru í nafni starfsmanna stofnana annars vegar og þeirra sem stofnunin sjálf gerir hins vegar. Sérstaklega sé erfitt að koma því á framfæri í opinberri umræðu. Hann segir að það sé stjórnar stofnunarinnar sjálfrar að taka ákvörðun um það hvort breytingar á þessu verði gerðar þannig að starfsmönnum hennar verði ekki eins frjálst að vinna sjálfstætt. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudag var hart deilt á skýrslu þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnuninni, sem þeir gerðu fyrir olíufélögin og var lögð fram til varnar olíufélögunum í haust. Tvímenningarnir fullyrtu í skýrslunni að mat Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna af samráði væri órökstutt og líkur væru á að hagnaðurinn ætti sér aðrar og eðlilegar skýringar. Samkeppnisráð taldi fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarða króna. Samkeppnisstofnun gagnrýndi fræðileg vinnubrögð Tryggva Þórs og Jóns og töldu skýrsluna hafa verið unna að beiðni olíufélaganna og að yfirbragð hennar væri líkara málflutningi fyrir hönd félaganna en úttekt óháðra sérfræðinga. Stofnunin taldi gagnrýnina byggjast að mestu á almennum forsendum í hagfræði en að takmörkuðu leyti á þeim aðferðum sem erlend samkeppnisyfirvöld hafa beitt við mat á ávinningi við sambærilegar aðstæður. Tryggvi og Jón sögðu þá að ásakanirnar væru alvarlegar og bentu á að Samkeppnisstofnun hefði getað leitað eftir mati frá utanaðkomandi fræðimönnum frekar en að ráðast með aðdróttunum að heiðri þeirra. Þetta fræðilega mat liggur nú fyrir og við málflutninginn á mánudag lagði Samkeppnisstofnun fram greinargerð óháðra fræðimanna þar sem niðurstaða tvímenninganna frá Hagfræðistofnun var gagnrýnd harkalega. Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að starfsmenn Hagfræðistofnunar megi taka að sér verk fyrir utan vinnu. Þetta leiði hins vegar til þess að erfitt sé að greina á milli skýrslna sem gerðar eru í nafni starfsmanna stofnana annars vegar og þeirra sem stofnunin sjálf gerir hins vegar. Sérstaklega sé erfitt að koma því á framfæri í opinberri umræðu. Hann segir að það sé stjórnar stofnunarinnar sjálfrar að taka ákvörðun um það hvort breytingar á þessu verði gerðar þannig að starfsmönnum hennar verði ekki eins frjálst að vinna sjálfstætt.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira