Viðskipti innlent

Stórt útboð Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf á alþjóðamarkaði að fjárhæð 450 milljónir evra eða jafngildi rúmlega 37 milljarða króna. Þetta er stærsta skuldabréfaútgáfa Íslandsbanka til þessa. Skuldabréfin eru til fimm ára og eru gefin út undir EMTN rammasamningi bankans um alþjóðlega skuldabréfaútgáfu. Viðtökur markaðarins voru góðar og var útgáfan seld til yfir 50 fjárfesta víðs vegar í Evrópu og Asíu. JP Morgan og West LB höfðu umsjón með útgáfunni. Árið 2004 nam alþjóðleg skuldabréfaútgáfa bankans rúmlega 2,1 milljarði evra, jafngildi yfir 170 milljarða króna, í tæplega 50 útgáfum. Þetta gerir nýliðið ár að umfangsmesta fjármögnunarári Íslandsbanka til þessa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×