Guðni segir slag óheppilegan 15. janúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki þurfa á átökum að halda á flokksþingi sem haldið verður í lok næsta mánaðar. "Margir eru að gæla við þá hugsun að það komi mótframboð. Oft er það þannig þegar flokkar eiga á brattann að sækja að þá sé best að skipta um varaformann! Ég á nú ekki von á mótframboði og þótt það kæmi hræðist ég það ekki. Ég hef búið við þá gæfu síðustu árin - af því ég tek mark á Gallupkönnunum - að staða mín er mjög sterk meðal framsóknarmanna í landinu. Ánægja með mín störf hefur verið frá 83 prósentum og upp í 94 prósent," segir Guðni. "Ég vil halda áfram að vera stýrimaður um borð á miklu aflaskipi Framsóknarflokksins og dreg mig ekki í hlé á meðan flokksmenn treysta mér. Átök við mig á þessu stigi væru mjög óheppileg, eins og staðan er núna. Við þurfum miklu frekar að standa saman á þessu þingi þar sem við ræðum málefni og mótum framtíð næstu ára, frekar en takast á við hvern annan innbyrðis." Guðni neitar því þó ekki að oft sé talað um einn af vélstjórunum í flokknum, Árna Magnússon félagsmálaráðherra, sem erfðaprins flokksins. "Það er allt annað mál. Við eigum ungt og efnilegt fólk í Framsóknarflokknum, þar á meðal vin minn Árna Magnússon, sem ég hef mikla trú á og bind miklar vonir við sem stjórnmálamann. Ég er ekkert að hugsa lengra en varaformanninum ber um þessar mundir og líður vel í því embætti, svo og í pólitík. Ég get vel hugsað mér að verða formaður flokksins ef svo ber undir, en bind ekki mína drauma við það. Árni Magnússon hefur gott af því að öðlast þroska eins og aðrir og lenda í stórsjó með reyndum mönnum áður en lengra er haldið. Það kann vel að vera að hann sé erfðaprins, en allir flokkar þurfa að eiga sér erfðaprinsa eða -prinsessur. Framsóknarflokkurinn býr vel hvað það varðar." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki þurfa á átökum að halda á flokksþingi sem haldið verður í lok næsta mánaðar. "Margir eru að gæla við þá hugsun að það komi mótframboð. Oft er það þannig þegar flokkar eiga á brattann að sækja að þá sé best að skipta um varaformann! Ég á nú ekki von á mótframboði og þótt það kæmi hræðist ég það ekki. Ég hef búið við þá gæfu síðustu árin - af því ég tek mark á Gallupkönnunum - að staða mín er mjög sterk meðal framsóknarmanna í landinu. Ánægja með mín störf hefur verið frá 83 prósentum og upp í 94 prósent," segir Guðni. "Ég vil halda áfram að vera stýrimaður um borð á miklu aflaskipi Framsóknarflokksins og dreg mig ekki í hlé á meðan flokksmenn treysta mér. Átök við mig á þessu stigi væru mjög óheppileg, eins og staðan er núna. Við þurfum miklu frekar að standa saman á þessu þingi þar sem við ræðum málefni og mótum framtíð næstu ára, frekar en takast á við hvern annan innbyrðis." Guðni neitar því þó ekki að oft sé talað um einn af vélstjórunum í flokknum, Árna Magnússon félagsmálaráðherra, sem erfðaprins flokksins. "Það er allt annað mál. Við eigum ungt og efnilegt fólk í Framsóknarflokknum, þar á meðal vin minn Árna Magnússon, sem ég hef mikla trú á og bind miklar vonir við sem stjórnmálamann. Ég er ekkert að hugsa lengra en varaformanninum ber um þessar mundir og líður vel í því embætti, svo og í pólitík. Ég get vel hugsað mér að verða formaður flokksins ef svo ber undir, en bind ekki mína drauma við það. Árni Magnússon hefur gott af því að öðlast þroska eins og aðrir og lenda í stórsjó með reyndum mönnum áður en lengra er haldið. Það kann vel að vera að hann sé erfðaprins, en allir flokkar þurfa að eiga sér erfðaprinsa eða -prinsessur. Framsóknarflokkurinn býr vel hvað það varðar."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira