Myndrænt yfirgripsmikið bílablað 17. janúar 2005 00:01 "Blaðið fæst í öllum bókavöruverslunum og bensínstöðvum þannig að sem flestir ættu að geta nálgast það. Satt best að segja er ég mjög hissa yfir þeim góðu viðtökum sem blaðið hefur fengið því oft er erfitt að koma tímaritum á laggirnar. Bílar & Sport hefur selst vel og margir hafa hringt inn og beðið um áskrift. Það eru líka geysilega margir sem hafa stöðvað mig úti á götu og lýst yfir ánægju sinni því svona blað hafi vantað í tímaritaflóruna," segir Haukur að vonum stoltur með fyrsta tölublað tímaritsins. "Þetta er mánaðarrit og eiginlega eina íslenska bílablaðið. Við tökum á öllu því sem flokkast sem mótorsport. Við fjöllum um nýja og breytta bíla, kíkjum á fornbíla, mótorhjól, jeppa, flugvélar og jafnvel fjarstýrða bíla og flugvélar sem er orðið mjög vinsælt sport. Þetta er afskaplega yfirgripsmikið blað og við leggjum mikla áherslu á myndræna þáttinn. Góðar myndir eru mjög mikilvægar og við viljum sýna lesendum öll smáatriði þegar við erum að kynna bíla og tækninýjungar. Það hefur einmitt oft vantað góðar myndir í sams konar bílablöð en hjá okkur fá lesendur allan pakkann," segir Haukur sem er mjög metnaðarfullur í því sem hann gerir. "Þórður Freyr Sigurðsson, eigandi Alurt, hafði samband við mig og bað mig um að ritstýra blaðinu. Að vonum var ég mjög ánægður þar sem ég hafði látið mig dreyma um að gera svona tímarit því það vantaði tvímælalaust á Íslandi. Ég hef líka rosalega gaman að bílum og mjög sterkar skoðanir á því sem ég vil sjá í blaðinu. Eitt af því sem ég er að leggja lokahönd á og mun eflaust verða fastur liður í framtíðarblöðum er kennsla um ýmislegt. Allt frá því að skipta um kerti í bílnum og upp í flóknari hluti. Ég vil kenna fólki á öllum stigum, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir." En er blaðið ekki bara fyrir harða bílaáhugamenn? "Nei, ég held ekki. Það er rosalega fjölbreytt og ég held að allir gætu haft gagn og gaman að. Ég á meira að segja nokkra félaga sem hafa ekki gaman að bílum en finnst blaðið gott og skemmtilegt. Ég er að minnsta kosti mjög bjartsýnn á framhaldið," segir Haukur. Bílar & Sport kostar 895 krónur í lausasölu. Bílar Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Blaðið fæst í öllum bókavöruverslunum og bensínstöðvum þannig að sem flestir ættu að geta nálgast það. Satt best að segja er ég mjög hissa yfir þeim góðu viðtökum sem blaðið hefur fengið því oft er erfitt að koma tímaritum á laggirnar. Bílar & Sport hefur selst vel og margir hafa hringt inn og beðið um áskrift. Það eru líka geysilega margir sem hafa stöðvað mig úti á götu og lýst yfir ánægju sinni því svona blað hafi vantað í tímaritaflóruna," segir Haukur að vonum stoltur með fyrsta tölublað tímaritsins. "Þetta er mánaðarrit og eiginlega eina íslenska bílablaðið. Við tökum á öllu því sem flokkast sem mótorsport. Við fjöllum um nýja og breytta bíla, kíkjum á fornbíla, mótorhjól, jeppa, flugvélar og jafnvel fjarstýrða bíla og flugvélar sem er orðið mjög vinsælt sport. Þetta er afskaplega yfirgripsmikið blað og við leggjum mikla áherslu á myndræna þáttinn. Góðar myndir eru mjög mikilvægar og við viljum sýna lesendum öll smáatriði þegar við erum að kynna bíla og tækninýjungar. Það hefur einmitt oft vantað góðar myndir í sams konar bílablöð en hjá okkur fá lesendur allan pakkann," segir Haukur sem er mjög metnaðarfullur í því sem hann gerir. "Þórður Freyr Sigurðsson, eigandi Alurt, hafði samband við mig og bað mig um að ritstýra blaðinu. Að vonum var ég mjög ánægður þar sem ég hafði látið mig dreyma um að gera svona tímarit því það vantaði tvímælalaust á Íslandi. Ég hef líka rosalega gaman að bílum og mjög sterkar skoðanir á því sem ég vil sjá í blaðinu. Eitt af því sem ég er að leggja lokahönd á og mun eflaust verða fastur liður í framtíðarblöðum er kennsla um ýmislegt. Allt frá því að skipta um kerti í bílnum og upp í flóknari hluti. Ég vil kenna fólki á öllum stigum, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir." En er blaðið ekki bara fyrir harða bílaáhugamenn? "Nei, ég held ekki. Það er rosalega fjölbreytt og ég held að allir gætu haft gagn og gaman að. Ég á meira að segja nokkra félaga sem hafa ekki gaman að bílum en finnst blaðið gott og skemmtilegt. Ég er að minnsta kosti mjög bjartsýnn á framhaldið," segir Haukur. Bílar & Sport kostar 895 krónur í lausasölu.
Bílar Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira