Baðstofan eins og nýr heimur 18. janúar 2005 00:01 "Ég æfi í World Class í Laugum og er með kort sem veitir mér aðgang í baðstofuna sem er eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi. Baðstofan hefur svo sannarlega gert lífið betra. Það er yndislegur staður og hann gerir það að verkum að ég fer oftar í ræktina. Það er góð tilfinning að vita að baðstofan bíður niðri í kjallara eftir æfingu," segir Ísleifur sem sparar ekki góðu orðin um stofuna. "Að koma inn í baðstofuna er eins og að koma inn í annan heim. Þar er maður í inniskóm og slopp og hefur það huggulegt. Þar eru átta eða níu mismundandi gufur með mismunandi ilmi og stemningu, pottur, bar, veitingastaður og hvíldarherbergi þar sem maður steinsofnar. Þar eru stólar og arinn og voðalega kósí. Ég fer með alla útlendinga sem ég býð til landsins í baðstofuna. Þeir eru góðu vanir en þeir eru rosalega hrifnir þegar þeir koma þangað inn." Þó að baðstofan sé hugguleg þá eyðir Ísleifur líka talsverðum tíma í sjálfum tækjasalnum og passar mataræðið. "Ég hleyp og lyfti. Ég er ekki með neinn þjálfara eða í neinum tímum. Ég borða líka hollan mat. Ég borða ekkert kjöt nema kjúkling og borða mikið á grænmetisstöðum eins og Grænum kosti og Á næstu grösum. Þeir gera manni svo auðvelt að taka með sér hollan grænmetismat þegar mikið er að gera því maturinn er tilbúinn á staðnum og þetta tekur enga stund. Þetta er líka bara grænmeti. Alveg rosalega gott og hollt," segir Ísleifur nýstiginn út af Á næstu grösum og endurnærður fyrir amstur dagsins. Heilsa Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég æfi í World Class í Laugum og er með kort sem veitir mér aðgang í baðstofuna sem er eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi. Baðstofan hefur svo sannarlega gert lífið betra. Það er yndislegur staður og hann gerir það að verkum að ég fer oftar í ræktina. Það er góð tilfinning að vita að baðstofan bíður niðri í kjallara eftir æfingu," segir Ísleifur sem sparar ekki góðu orðin um stofuna. "Að koma inn í baðstofuna er eins og að koma inn í annan heim. Þar er maður í inniskóm og slopp og hefur það huggulegt. Þar eru átta eða níu mismundandi gufur með mismunandi ilmi og stemningu, pottur, bar, veitingastaður og hvíldarherbergi þar sem maður steinsofnar. Þar eru stólar og arinn og voðalega kósí. Ég fer með alla útlendinga sem ég býð til landsins í baðstofuna. Þeir eru góðu vanir en þeir eru rosalega hrifnir þegar þeir koma þangað inn." Þó að baðstofan sé hugguleg þá eyðir Ísleifur líka talsverðum tíma í sjálfum tækjasalnum og passar mataræðið. "Ég hleyp og lyfti. Ég er ekki með neinn þjálfara eða í neinum tímum. Ég borða líka hollan mat. Ég borða ekkert kjöt nema kjúkling og borða mikið á grænmetisstöðum eins og Grænum kosti og Á næstu grösum. Þeir gera manni svo auðvelt að taka með sér hollan grænmetismat þegar mikið er að gera því maturinn er tilbúinn á staðnum og þetta tekur enga stund. Þetta er líka bara grænmeti. Alveg rosalega gott og hollt," segir Ísleifur nýstiginn út af Á næstu grösum og endurnærður fyrir amstur dagsins.
Heilsa Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira