Mikill léttir 19. janúar 2005 00:01 Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. "Því er ekki að neita að það er mikill léttir að vita að maður sé ekki brotinn. Ég óttaðist um tíma að ég væri úr leik en vonandi verður í lagi með mig," sagði Einar í samtali við Fréttablaðið í gær frá Spáni þar sem íslenska landsliðið dvelur fram á föstudag en þá heldur liðið yfir til Afríku. "Ég er allur að koma til og er hjá sjúkraþjálfaranum tvisvar til þrisvar á dag. Ég tók létta æfingu í morgun og skaut aðeins á markið. Ég stefni að því að taka fulla æfingu á laugardag þegar við erum komnir til Túnis, þannig að það er fínt hljóð í mér og ég er í verulega góðum höndum." Einar hefur leikið verulega vel með landsliðinu í síðustu leikjum, skorað grimmt og um leið létt álaginu af Ólafi Stefánssyni, sem hefur litla hvíld fengið á síðustu mótum. "Ég er alveg rólegur og hlakka mikið til mótsins. Það fer minna fyrir stressinu. Ég er til í að axla þá ábyrgð sem þjálfarinn setur á mig og óttast það ekki neitt," sagði Einar og bætti við að það væri gaman að leika með Ólafi. "Óli er kóngurinn og maður verður að hlusta og læra vel af honum í þessu fáu skipti sem maður er með honum. Hann kemur með fínar ábendingar sem vert er að hlusta á." Íslenski handboltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sjá meira
Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. "Því er ekki að neita að það er mikill léttir að vita að maður sé ekki brotinn. Ég óttaðist um tíma að ég væri úr leik en vonandi verður í lagi með mig," sagði Einar í samtali við Fréttablaðið í gær frá Spáni þar sem íslenska landsliðið dvelur fram á föstudag en þá heldur liðið yfir til Afríku. "Ég er allur að koma til og er hjá sjúkraþjálfaranum tvisvar til þrisvar á dag. Ég tók létta æfingu í morgun og skaut aðeins á markið. Ég stefni að því að taka fulla æfingu á laugardag þegar við erum komnir til Túnis, þannig að það er fínt hljóð í mér og ég er í verulega góðum höndum." Einar hefur leikið verulega vel með landsliðinu í síðustu leikjum, skorað grimmt og um leið létt álaginu af Ólafi Stefánssyni, sem hefur litla hvíld fengið á síðustu mótum. "Ég er alveg rólegur og hlakka mikið til mótsins. Það fer minna fyrir stressinu. Ég er til í að axla þá ábyrgð sem þjálfarinn setur á mig og óttast það ekki neitt," sagði Einar og bætti við að það væri gaman að leika með Ólafi. "Óli er kóngurinn og maður verður að hlusta og læra vel af honum í þessu fáu skipti sem maður er með honum. Hann kemur með fínar ábendingar sem vert er að hlusta á."
Íslenski handboltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sjá meira