Lykilleikur gegn Tékkum 22. janúar 2005 00:01 Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. "Það er ekki boðlegt að gefa aðeins 50 mínútur í þessari höll og það er eitthvað sem við þjálfararnir hljótum að mótmæla," sagði Viggó sem er annars mjög jákvæður út í aðstæður hér í Túnis. "Mér líst rosalega vel á þetta allt saman. Við erum líka á mjög fínu hóteli. Skipulag virðist einnig vera í góðu lagi en það er kannski of skipulagt því við fáum lögreglufylgd með sírenum og öllum pakkanum þegar við förum eitthvað og öllum er rutt frá. Svo eru vopnaðir verðir á hótelinu og annað eftir því." Viggó lét þessa eina æfingu duga í gær en hann mun æfa snemma í dag fyrir leikinn. Hrista alla streitu úr mönnum svo þeir verði vel upplagðir þegar blásið verður til leiks gegn Tékkum. Hann hafði ekki ákveðið í gær hvernig hann muni byrja leikinn í dag. "Við erum tilbúnir í hvað sem er. Tékkar eru með mjög öfluga skyttu, hornamann og markvörð sem hefur reynst okkur erfiður," sagði Viggó sem er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins í dag. "Hann er gríðarlega mikilvægur. Mér finnst þetta vera lykilleikur í riðlinum og það er mjög mikilvægt að byrja þetta mót vel. Við viljum byrja vel og það er mikið undir. Það gera sér allir grein fyrir því. Við erum með ákveðin markmið og til að ná þeim þurfum við að spila vel í öllum leikjum," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Sjá meira
Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. "Það er ekki boðlegt að gefa aðeins 50 mínútur í þessari höll og það er eitthvað sem við þjálfararnir hljótum að mótmæla," sagði Viggó sem er annars mjög jákvæður út í aðstæður hér í Túnis. "Mér líst rosalega vel á þetta allt saman. Við erum líka á mjög fínu hóteli. Skipulag virðist einnig vera í góðu lagi en það er kannski of skipulagt því við fáum lögreglufylgd með sírenum og öllum pakkanum þegar við förum eitthvað og öllum er rutt frá. Svo eru vopnaðir verðir á hótelinu og annað eftir því." Viggó lét þessa eina æfingu duga í gær en hann mun æfa snemma í dag fyrir leikinn. Hrista alla streitu úr mönnum svo þeir verði vel upplagðir þegar blásið verður til leiks gegn Tékkum. Hann hafði ekki ákveðið í gær hvernig hann muni byrja leikinn í dag. "Við erum tilbúnir í hvað sem er. Tékkar eru með mjög öfluga skyttu, hornamann og markvörð sem hefur reynst okkur erfiður," sagði Viggó sem er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins í dag. "Hann er gríðarlega mikilvægur. Mér finnst þetta vera lykilleikur í riðlinum og það er mjög mikilvægt að byrja þetta mót vel. Við viljum byrja vel og það er mikið undir. Það gera sér allir grein fyrir því. Við erum með ákveðin markmið og til að ná þeim þurfum við að spila vel í öllum leikjum," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Sjá meira