Slóvenar eru brothættir 24. janúar 2005 00:01 Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti. Þeir voru slakari en við á ÓL í sumar og leikurinn gegn Slóveníu var einmitt eini "alvöru" leikurinn sem landsliðið vann í Aþenu. Rétt eins og Ísland þá skiptu Slóvenar um þjálfara eftir ÓL. Þessi nýi þjálfari á erfitt verkefni fyrir höndum hér í Túnis því hann vantar þrjá lykilmenn í liðið. Stórskyttan Renato Vugrinec gaf ekki kost á sér í liðið, Ales Pajovic á von á barni og varð því eftir heima og Roman Pungartnik er meiddur. Svo eru nokkrir fastamenn frá síðustu árum einnig fjarri góðu gamni að þessu sinni. Þrátt fyrir þessi afföll eru Slóvenar með hörkulið. Þeir eiga góðan markvörð, Dusan Popdecan; Vid Kavticnik er ekki mikið síðri en Vugrinec og Uros Zorman er betri en Pajovic að margra mati. Svo státa þeir af einni bestu skyttu heims, Sergei Rutenka. Sá hefur reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu ár og hann skoraði vel yfir tíu mörk gegn okkur í Aþenu. Slóvenska liðið er gríðarlega jafnt og liðsheildin er afar sterk. Helsta vandamál liðsins er hausinn á þeim. Þeir eiga það til að brotna við mótlæti og eru oftar en ekki stemningslausir þegar þeir leika utan heimalandsins. Kollegar mínir frá Slóveníu hafa ekki sérstaka trú á sínum mönnum og nýja þjálfaranum sem þeir segja að eyði meiri tíma í að funda en að æfa. Það að komast upp úr riðlinum er sigur í huga Slóvena. Þótt íslenska liðið sé mun meira breytt en það slóvenska gera slóvensku blaðamennirnir ekki ráð fyrir því að leggja okkur af velli. Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að íslenska liðið verður að spila mikið mun betur gegn Slóvenum en það gerði fyrstu 45 mínúturnar gegn Tékkum. Lykillinn að því að sigra Slóvena er að byrja vel og brjóta þá strax niður. Ef það gengur ekki gætum við lent í verulegum vandræðum. Íslenski handboltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti. Þeir voru slakari en við á ÓL í sumar og leikurinn gegn Slóveníu var einmitt eini "alvöru" leikurinn sem landsliðið vann í Aþenu. Rétt eins og Ísland þá skiptu Slóvenar um þjálfara eftir ÓL. Þessi nýi þjálfari á erfitt verkefni fyrir höndum hér í Túnis því hann vantar þrjá lykilmenn í liðið. Stórskyttan Renato Vugrinec gaf ekki kost á sér í liðið, Ales Pajovic á von á barni og varð því eftir heima og Roman Pungartnik er meiddur. Svo eru nokkrir fastamenn frá síðustu árum einnig fjarri góðu gamni að þessu sinni. Þrátt fyrir þessi afföll eru Slóvenar með hörkulið. Þeir eiga góðan markvörð, Dusan Popdecan; Vid Kavticnik er ekki mikið síðri en Vugrinec og Uros Zorman er betri en Pajovic að margra mati. Svo státa þeir af einni bestu skyttu heims, Sergei Rutenka. Sá hefur reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu ár og hann skoraði vel yfir tíu mörk gegn okkur í Aþenu. Slóvenska liðið er gríðarlega jafnt og liðsheildin er afar sterk. Helsta vandamál liðsins er hausinn á þeim. Þeir eiga það til að brotna við mótlæti og eru oftar en ekki stemningslausir þegar þeir leika utan heimalandsins. Kollegar mínir frá Slóveníu hafa ekki sérstaka trú á sínum mönnum og nýja þjálfaranum sem þeir segja að eyði meiri tíma í að funda en að æfa. Það að komast upp úr riðlinum er sigur í huga Slóvena. Þótt íslenska liðið sé mun meira breytt en það slóvenska gera slóvensku blaðamennirnir ekki ráð fyrir því að leggja okkur af velli. Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að íslenska liðið verður að spila mikið mun betur gegn Slóvenum en það gerði fyrstu 45 mínúturnar gegn Tékkum. Lykillinn að því að sigra Slóvena er að byrja vel og brjóta þá strax niður. Ef það gengur ekki gætum við lent í verulegum vandræðum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira