Staðan er jöfn, 12-12, í hálfleik í leik Íslendinga og Rússa á heimsmeistaramótinu í handbolta í Túnis. Íslenska liðið byrjaði afleitlega og komust Rússar í 5-0 áður en okkar menn náðu að svara fyrir sig. Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Peterson eru markahæstir með fjögur mörk.