Tækifæri í höfuðborginni 28. janúar 2005 00:01 Í Fréttablaðinu í gær birtist ítarlegt viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hún ræddi framboði sitt til formanns Samfylkingarinnar en líka framtíð Reykjavíkurlistans og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það kemur auðvitað engum á óvart að álit Ingibjargar á ríkisstjórninni er ekki upp á marga fiska, en þetta hafði hún um stjórnina að segja: "Þessi ríkisstjórn er búin að sitja allt of lengi. Hún er orðin löskuð og geðstirð eftir ýmis erfið mál og menn virðast ekki lengur hafa neinn áhuga á því sem þeir eru að gera. Þeir eru löngu hættir að vera skapandi eða sjá nokkra ögrun í því sem þeir eru að fást við eða miðla bjartsýni út í samfélagið." Því er ekki að neita að það er mikið til í þessum orðum Ingibjargar Sólrúnar. En hitt er ekki síður athyglisvert að auðveldlega má skipta út orðinu "ríkisstjórn" í þessari tilvitnun fyrir "meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur" án þess að textinn tapi gildi sínu því það stafar ekki síður þreytumerkjum frá Ráðhúsi Reykjavíkur en Stjórnarráðinu. Ingibjörg Sólrún virðist á hinn bóginn ekki sjá nein teikn á lofti um að Reykjavíkurlistinn sé kominn að fótum fram. Þvert á móti segist hún í viðtalinu vera sannfærð um að ef Reykjavíkurlistinn haldi saman sé framtíðin björt og hann eigi alla möguleika á að vinna kosningarnar að ári. Það er til gamalt og gott máltæki sem nær vel utanum þessa afstöðu Ingibjargar Sólrúnar, og það hljómar þannig: Stundum er erfitt sjá bjálkann í eigin auga fyrir flísinni í auga náungans. Það verður ekki af Reykjavíkurlistanum tekið hann að bar með sér ferska vinda þegar hann komst til valda í höfuðborginni 1994 eftir langvarandi einveldi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Stjórnartíð hans hefur verið um margt farsæl og margir góðir sigrar unnist. Þar efst á lista er bygging skolphreinsistöðva og tilheyrandi hreinsun strandlengjunnar í borgarlandinu, eins óspennandi og það kann ef til vill að hljóma í eyrum þeirra sem hrífast frekar af glæsibyggingum. Ferskleikinn er hins vegar fyrir löngu farinn af Reykjavíkurlistanum, sem hefur nú fremur á sér yfirbragð stjórnmálaafls sem heldur í völdin valdanna vegna. Þar fyrir utan eru augljósar sprungur komnir í samstarf flokkanna sem standa að listanum. Það væri sannkallaður greiði við borgarbúa ef Reykjavíkurlistinn hætti að rembast við að berja í brestina og leysti þess í stað upp samstarf sitt. Þannig gæti hver flokkur boðið fram undir eigin merkjum og óbundinn í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári og Reykvíkingar vonandi fagnað kröftugri borgarstjórn í kjölfarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun
Í Fréttablaðinu í gær birtist ítarlegt viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hún ræddi framboði sitt til formanns Samfylkingarinnar en líka framtíð Reykjavíkurlistans og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það kemur auðvitað engum á óvart að álit Ingibjargar á ríkisstjórninni er ekki upp á marga fiska, en þetta hafði hún um stjórnina að segja: "Þessi ríkisstjórn er búin að sitja allt of lengi. Hún er orðin löskuð og geðstirð eftir ýmis erfið mál og menn virðast ekki lengur hafa neinn áhuga á því sem þeir eru að gera. Þeir eru löngu hættir að vera skapandi eða sjá nokkra ögrun í því sem þeir eru að fást við eða miðla bjartsýni út í samfélagið." Því er ekki að neita að það er mikið til í þessum orðum Ingibjargar Sólrúnar. En hitt er ekki síður athyglisvert að auðveldlega má skipta út orðinu "ríkisstjórn" í þessari tilvitnun fyrir "meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur" án þess að textinn tapi gildi sínu því það stafar ekki síður þreytumerkjum frá Ráðhúsi Reykjavíkur en Stjórnarráðinu. Ingibjörg Sólrún virðist á hinn bóginn ekki sjá nein teikn á lofti um að Reykjavíkurlistinn sé kominn að fótum fram. Þvert á móti segist hún í viðtalinu vera sannfærð um að ef Reykjavíkurlistinn haldi saman sé framtíðin björt og hann eigi alla möguleika á að vinna kosningarnar að ári. Það er til gamalt og gott máltæki sem nær vel utanum þessa afstöðu Ingibjargar Sólrúnar, og það hljómar þannig: Stundum er erfitt sjá bjálkann í eigin auga fyrir flísinni í auga náungans. Það verður ekki af Reykjavíkurlistanum tekið hann að bar með sér ferska vinda þegar hann komst til valda í höfuðborginni 1994 eftir langvarandi einveldi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Stjórnartíð hans hefur verið um margt farsæl og margir góðir sigrar unnist. Þar efst á lista er bygging skolphreinsistöðva og tilheyrandi hreinsun strandlengjunnar í borgarlandinu, eins óspennandi og það kann ef til vill að hljóma í eyrum þeirra sem hrífast frekar af glæsibyggingum. Ferskleikinn er hins vegar fyrir löngu farinn af Reykjavíkurlistanum, sem hefur nú fremur á sér yfirbragð stjórnmálaafls sem heldur í völdin valdanna vegna. Þar fyrir utan eru augljósar sprungur komnir í samstarf flokkanna sem standa að listanum. Það væri sannkallaður greiði við borgarbúa ef Reykjavíkurlistinn hætti að rembast við að berja í brestina og leysti þess í stað upp samstarf sitt. Þannig gæti hver flokkur boðið fram undir eigin merkjum og óbundinn í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári og Reykvíkingar vonandi fagnað kröftugri borgarstjórn í kjölfarið.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun