Kláruðu mótið með sæmd 29. janúar 2005 00:01 Fyrir leikinn voru margir óttaslegnir að leikurinn yrði mikið basl enda ekki að neinu að keppa fyrir strákana. Hugarfar þeirra var hins vegar í góðu lagi og ljóst að strákarnir vildu ljúka keppni með sæmd. Það gerðu þeir svo sannarlega því strákarnir hreinlega völtuðu yfir Alsírbúana og unnu að lokum öruggan níu marka sigur, 34-25, eftir að hafa leitt með átta mörkum í leikhléi, 19-11. Léttleiki og leikgleði einkenndi leik íslenska liðsins sem kaffærði Alsír strax í byrjun með fínum varnarleik, góðri markvörslu og vel útfærðum hraðaupphlaupum sem Alsír átti ekkert svar við. Leiknum var því í raun lokið í leikhléi en strákarnir héldu samt ágætri einbeitingu í síðari hálfleik og sáu til þess að forystan var aldrei í hættu. Birkir Ívar fékk loksins að spila heilan leik og hann varði mjög vel. Guðjón Valur kórónaði gott mót hjá sér með tíu fínum mörkum og Róbert Gunnarsson var einnig mjög öflugur. Alexander Petterson var síðan mjög góður í vörninni. Aðrir leikmenn áttu ágæta spretti en leikurinn hefði getað unnist mun stærra ef strákarnir hefðu nýtt dauðafærin betur en fjöldi þeirra fór forgörðum eins og oft áður á þessu móti. Þó að niðurstaða mótsins hafi valdið miklum vonbrigðum er ljóst að þetta lið á framtíðina fyrir sér. Viggó mætti til leiks með tíu nýja leikmenn sem enga reynslu höfðu af stórmótum en þeir öðluðust mikla reynslu á þessu móti. Það mun koma liðinu vel í framtíðinni því flestir sýndu þeir fram á að þeir eiga fullt erindi í alþjóðabolta og einhverjir hefðu jafn vel átt að fá tækifæri með liðinu fyrr en núna. Það er ár í næsta stórmót sem er EM í Sviss og það ár verður Viggó Sigurðsson að nýta vel til þess að laga varnarleik liðsins. Hann er langt frá því að vera viðunandi og liðið nær engum árangri á næsta móti ef hann batnar ekki. Stöðugleiki er annar höfuðverkur en hinum frægu slæmu köflum verður að fækka hið fyrsta. Sóknarleikurinn er lítill höfuðverkur og það eru frábærar fréttir fyrir liðið að Ólafur Stefánsson ætli að spila áfram því þessir ungu drengir þurfa á leiðsögn hans og reynslu að halda til þess að bæta sig. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta lið spjarar sig á næsta móti. Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Fyrir leikinn voru margir óttaslegnir að leikurinn yrði mikið basl enda ekki að neinu að keppa fyrir strákana. Hugarfar þeirra var hins vegar í góðu lagi og ljóst að strákarnir vildu ljúka keppni með sæmd. Það gerðu þeir svo sannarlega því strákarnir hreinlega völtuðu yfir Alsírbúana og unnu að lokum öruggan níu marka sigur, 34-25, eftir að hafa leitt með átta mörkum í leikhléi, 19-11. Léttleiki og leikgleði einkenndi leik íslenska liðsins sem kaffærði Alsír strax í byrjun með fínum varnarleik, góðri markvörslu og vel útfærðum hraðaupphlaupum sem Alsír átti ekkert svar við. Leiknum var því í raun lokið í leikhléi en strákarnir héldu samt ágætri einbeitingu í síðari hálfleik og sáu til þess að forystan var aldrei í hættu. Birkir Ívar fékk loksins að spila heilan leik og hann varði mjög vel. Guðjón Valur kórónaði gott mót hjá sér með tíu fínum mörkum og Róbert Gunnarsson var einnig mjög öflugur. Alexander Petterson var síðan mjög góður í vörninni. Aðrir leikmenn áttu ágæta spretti en leikurinn hefði getað unnist mun stærra ef strákarnir hefðu nýtt dauðafærin betur en fjöldi þeirra fór forgörðum eins og oft áður á þessu móti. Þó að niðurstaða mótsins hafi valdið miklum vonbrigðum er ljóst að þetta lið á framtíðina fyrir sér. Viggó mætti til leiks með tíu nýja leikmenn sem enga reynslu höfðu af stórmótum en þeir öðluðust mikla reynslu á þessu móti. Það mun koma liðinu vel í framtíðinni því flestir sýndu þeir fram á að þeir eiga fullt erindi í alþjóðabolta og einhverjir hefðu jafn vel átt að fá tækifæri með liðinu fyrr en núna. Það er ár í næsta stórmót sem er EM í Sviss og það ár verður Viggó Sigurðsson að nýta vel til þess að laga varnarleik liðsins. Hann er langt frá því að vera viðunandi og liðið nær engum árangri á næsta móti ef hann batnar ekki. Stöðugleiki er annar höfuðverkur en hinum frægu slæmu köflum verður að fækka hið fyrsta. Sóknarleikurinn er lítill höfuðverkur og það eru frábærar fréttir fyrir liðið að Ólafur Stefánsson ætli að spila áfram því þessir ungu drengir þurfa á leiðsögn hans og reynslu að halda til þess að bæta sig. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta lið spjarar sig á næsta móti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira