Hver er dagsskipunin? 30. janúar 2005 00:01 Íþróttafréttamaðurinn Vignir Guðjónsson veltir fyrir sér hlutverki Dags Sigurðssonar hjá íslenska landsliðinu í handknattleik. Í leiknum gegn Slóvenum á þriðjudag kom upp atvik sem vakti athygli mina. Það voru örfáar sekúndur eftir af fyrri hálfleik þegar Viggó Sigurðsson tók leikhlé og freistaði þess að ná að bæta við einu marki áður en flautað var til hálfleiks. Strákarnir hópuðust saman og Viggó tilgreindi hvaða fjórir útileikmenn ættu að vera inni á, en á þessum tímapunkti höfðu tveir leikmenn íslenska liðsins verið reknir útaf. Að því loknu dróg Viggó sig í hlé og upp í pontu steig Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins. Það var síðan hann sem ákvað lékfléttuna sem notast ætti við og jafn einkennilega og það hljómar þá var það engu líkara en að Dagur væri þjálfari liðsins. Þetta atvik fékk mig til að velta vöngum yfir því hvort tilveruréttur Dags Sigurðssonar í íslenska landsliðinu grundvallist að einhverju leyti af þjálfarahæfileikum hans, en fyrir þá sem ekki vita er Dagur spilandi þjálfari Bregenz í Austurríki. Dagur býr yfir miklum karakter og móralskt mikilvægi hans í landsliðshópnum er ótvírætt. En er það nóg? Eftir á að hyggja var þetta síður en svo eina tilvikið á HM í Túnis þar málum var háttað á þennan veg – það er að Dagur hreinlega stjórnaði leikhléum íslenska liðssins. Tilgangur leikhléa í handbolta er mjög misjafn og fer að sjálfsögðu eftir aðstæðum hverju sinni. Venjan er samt sem áður sú að leikhlé séu notuð til að koma einhverjum taktískum skilaboðum áleiðis til leikmanna. Í þeim leikhléum íslenska liðsins sem nást hafa í sjónvarpsútsendingunum byrjar Viggó oftast á því að stappa stálinu í sína menn á klisjukenndan hátt; segir þeim að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. Að því loknu tekur Dagur við og það er hann sem segir mönnum til, hvað sé jákvætt og hvað það er sem betur mætti fara. Það sem vegur á móti þessum pælingum er að Dagur er leikstjórnandi sem og fyrirliði liðsins. Sumir þjálfarar, þó svo að það sé ekki algengt, kjósa að láta þá leikmenn sem þeir treysta best segja samherjum sínum til þar sem þeir viti réttilega kannski betur hvað það nákvæmlega er sem laga þarf inni á vellinum. Það tel ég af hinu góða og er það mjög ánægjulegt þegar slíkt traust er sjáanlegt á milli leikmanna og þjálfara. Sem dæmi má nefna að nánast undantekningarlaust var það Magnus Wislander sem stjórnaði leikhléum sænska landsliðsins á síðustu árum þess tíma sem Bengt Johannson var við stjórnvölinn hjá liðinu. Í dag hefur Stefan Lövgren tekið við því hlutverki og er óumdeilanlega leiðtogi sænska hópsins, en hann hefur einmitt verið fyrirliði liðsins í nokkur ár. Það sem þessir leikmenn hafa hinsvegar fram yfir Dag er að þeir voru og eru algjörir lykilmenn í sænska landsliðinu, öðruvísi við okkar mann, sem hefur í sannleika sagt verið hálfgerður farþegi með íslenska landsliðinu upp á síðkastið. Skemmst er að minnast greinar í DV fyrir skemmstu sem sýndi að Dagur sat á bekknum 80% leiktímans á stórmótum síðasta árs. Eftir að hafa yfirgefið Wuppertal í þýsku úrvalsdeildinni árið 2000 hefur Dagur leikið í Japan og í Austurríki, þar sem deildarkeppnirnar eru taldar vera í svipuðum gæðaflokki og sú íslenska, ef ekki lakari. Í ár hefur Dagur skorað tæp þrjú mörk að meðaltali í leik fyrir Bregenz í þessari deild. Þegar Viggó tók við liðinu á síðasta ári lýsti hann strax yfir miklu trausti á Dag, sagðist ætla honum lykilhlutverk í liðinu og að hann myndi spila í sinni kjörstöðu – leikstjórnandanum. Það virðist hafa skilað einhverjum árangri. Dagur spilaði mun meira en áður á World Cup í Svíþjóð sl. Nóvember og stóð sig ágætlega þó ekki sé hægt að segja að hann hafi spilað sérlega vel. Og ef rýnt er í tölfræði Dags úr leikjunum sem skiptu máli á HM í Túnis er fátt sem gleður augað. Í fyrsta leiknum gegn Tékkum átti Dagur skelfilegan leik, skoraði eitt mark úr fimm skottilraunum og átti tvær stoðsendingar á 35 mínútum. Það var ekki fyrr en Arnór Atlason leysti hann af sem að leikur Íslands breyttist til batnaðar. Dagur var engu að síður í byrjunarliðinu í næsta leik gegn Slóvenum. Þar stóð hann sig betur og steig meðal annars upp í tvígang á krítískum augnablikum, rétt eins og í leiknum gegn Rússum á föstudag. Sumir höfðu á orði að þarna hefðum við fengið að sjá Dag í réttu ljósi. Staðreyndin er hinsvegar sú að í leiknum gegn Slóvenum skoraði Dagur 3 mörk í 6 tilraunum og gaf tvær stoðsendingar þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Gegn Rússum skoraði Dagur 2 mörk úr 5 skottilraunum á þeim 19 mínútum sem hann spilaði. Þá átti hann ekki eina einustu stoðsendingu. Það þarf meira til frá aðalleikstjórnanda landsliðs sem ætlar sér að vera á meðal þeirra sex efstu í alþjóðlegum handknattleik í dag. Mun meira. Tilgangur þessa pistils er ekki að rægja Dag Sigurðsson sem leikmann, né þá ákvörðun Viggó um að velja hann í hópinn fyrir HM. Það er skylda landsliðsþjálfara að velja besta hóp sem völ er á hverju sinni og hef ég enga trú á öðru en að Viggó geri það. Hinsvegar er hægt að finna rök með því að Dagur gegni veigameira hlutverki innan hópsins en aðrir leikmenn; rök sem lúta að öðru en getu hans sem leikmanns. Viggó tók sér sinn tíma í að finna aðstoðarmann eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari og á endanum bað hann Bergsvein Bergsveinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð og mann með tiltölulega litla reynslu af þjálfun, um að aðstoða sig. Það var ekkert launungarmál að stærsta hlutverk Bergsveins væri að sjá um markmannsþjálfun liðsins. Og af hverju skyldi Viggó ekki hafa valið sér meiri "alhliða" aðstoðarmann? Kannski vegna þess að hann á einn slíkan fyrir, og það sem meira er – hann er inni á vellinum. Sá maður er Dagur Sigurðsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Vignir Guðjónsson veltir fyrir sér hlutverki Dags Sigurðssonar hjá íslenska landsliðinu í handknattleik. Í leiknum gegn Slóvenum á þriðjudag kom upp atvik sem vakti athygli mina. Það voru örfáar sekúndur eftir af fyrri hálfleik þegar Viggó Sigurðsson tók leikhlé og freistaði þess að ná að bæta við einu marki áður en flautað var til hálfleiks. Strákarnir hópuðust saman og Viggó tilgreindi hvaða fjórir útileikmenn ættu að vera inni á, en á þessum tímapunkti höfðu tveir leikmenn íslenska liðsins verið reknir útaf. Að því loknu dróg Viggó sig í hlé og upp í pontu steig Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins. Það var síðan hann sem ákvað lékfléttuna sem notast ætti við og jafn einkennilega og það hljómar þá var það engu líkara en að Dagur væri þjálfari liðsins. Þetta atvik fékk mig til að velta vöngum yfir því hvort tilveruréttur Dags Sigurðssonar í íslenska landsliðinu grundvallist að einhverju leyti af þjálfarahæfileikum hans, en fyrir þá sem ekki vita er Dagur spilandi þjálfari Bregenz í Austurríki. Dagur býr yfir miklum karakter og móralskt mikilvægi hans í landsliðshópnum er ótvírætt. En er það nóg? Eftir á að hyggja var þetta síður en svo eina tilvikið á HM í Túnis þar málum var háttað á þennan veg – það er að Dagur hreinlega stjórnaði leikhléum íslenska liðssins. Tilgangur leikhléa í handbolta er mjög misjafn og fer að sjálfsögðu eftir aðstæðum hverju sinni. Venjan er samt sem áður sú að leikhlé séu notuð til að koma einhverjum taktískum skilaboðum áleiðis til leikmanna. Í þeim leikhléum íslenska liðsins sem nást hafa í sjónvarpsútsendingunum byrjar Viggó oftast á því að stappa stálinu í sína menn á klisjukenndan hátt; segir þeim að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. Að því loknu tekur Dagur við og það er hann sem segir mönnum til, hvað sé jákvætt og hvað það er sem betur mætti fara. Það sem vegur á móti þessum pælingum er að Dagur er leikstjórnandi sem og fyrirliði liðsins. Sumir þjálfarar, þó svo að það sé ekki algengt, kjósa að láta þá leikmenn sem þeir treysta best segja samherjum sínum til þar sem þeir viti réttilega kannski betur hvað það nákvæmlega er sem laga þarf inni á vellinum. Það tel ég af hinu góða og er það mjög ánægjulegt þegar slíkt traust er sjáanlegt á milli leikmanna og þjálfara. Sem dæmi má nefna að nánast undantekningarlaust var það Magnus Wislander sem stjórnaði leikhléum sænska landsliðsins á síðustu árum þess tíma sem Bengt Johannson var við stjórnvölinn hjá liðinu. Í dag hefur Stefan Lövgren tekið við því hlutverki og er óumdeilanlega leiðtogi sænska hópsins, en hann hefur einmitt verið fyrirliði liðsins í nokkur ár. Það sem þessir leikmenn hafa hinsvegar fram yfir Dag er að þeir voru og eru algjörir lykilmenn í sænska landsliðinu, öðruvísi við okkar mann, sem hefur í sannleika sagt verið hálfgerður farþegi með íslenska landsliðinu upp á síðkastið. Skemmst er að minnast greinar í DV fyrir skemmstu sem sýndi að Dagur sat á bekknum 80% leiktímans á stórmótum síðasta árs. Eftir að hafa yfirgefið Wuppertal í þýsku úrvalsdeildinni árið 2000 hefur Dagur leikið í Japan og í Austurríki, þar sem deildarkeppnirnar eru taldar vera í svipuðum gæðaflokki og sú íslenska, ef ekki lakari. Í ár hefur Dagur skorað tæp þrjú mörk að meðaltali í leik fyrir Bregenz í þessari deild. Þegar Viggó tók við liðinu á síðasta ári lýsti hann strax yfir miklu trausti á Dag, sagðist ætla honum lykilhlutverk í liðinu og að hann myndi spila í sinni kjörstöðu – leikstjórnandanum. Það virðist hafa skilað einhverjum árangri. Dagur spilaði mun meira en áður á World Cup í Svíþjóð sl. Nóvember og stóð sig ágætlega þó ekki sé hægt að segja að hann hafi spilað sérlega vel. Og ef rýnt er í tölfræði Dags úr leikjunum sem skiptu máli á HM í Túnis er fátt sem gleður augað. Í fyrsta leiknum gegn Tékkum átti Dagur skelfilegan leik, skoraði eitt mark úr fimm skottilraunum og átti tvær stoðsendingar á 35 mínútum. Það var ekki fyrr en Arnór Atlason leysti hann af sem að leikur Íslands breyttist til batnaðar. Dagur var engu að síður í byrjunarliðinu í næsta leik gegn Slóvenum. Þar stóð hann sig betur og steig meðal annars upp í tvígang á krítískum augnablikum, rétt eins og í leiknum gegn Rússum á föstudag. Sumir höfðu á orði að þarna hefðum við fengið að sjá Dag í réttu ljósi. Staðreyndin er hinsvegar sú að í leiknum gegn Slóvenum skoraði Dagur 3 mörk í 6 tilraunum og gaf tvær stoðsendingar þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Gegn Rússum skoraði Dagur 2 mörk úr 5 skottilraunum á þeim 19 mínútum sem hann spilaði. Þá átti hann ekki eina einustu stoðsendingu. Það þarf meira til frá aðalleikstjórnanda landsliðs sem ætlar sér að vera á meðal þeirra sex efstu í alþjóðlegum handknattleik í dag. Mun meira. Tilgangur þessa pistils er ekki að rægja Dag Sigurðsson sem leikmann, né þá ákvörðun Viggó um að velja hann í hópinn fyrir HM. Það er skylda landsliðsþjálfara að velja besta hóp sem völ er á hverju sinni og hef ég enga trú á öðru en að Viggó geri það. Hinsvegar er hægt að finna rök með því að Dagur gegni veigameira hlutverki innan hópsins en aðrir leikmenn; rök sem lúta að öðru en getu hans sem leikmanns. Viggó tók sér sinn tíma í að finna aðstoðarmann eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari og á endanum bað hann Bergsvein Bergsveinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð og mann með tiltölulega litla reynslu af þjálfun, um að aðstoða sig. Það var ekkert launungarmál að stærsta hlutverk Bergsveins væri að sjá um markmannsþjálfun liðsins. Og af hverju skyldi Viggó ekki hafa valið sér meiri "alhliða" aðstoðarmann? Kannski vegna þess að hann á einn slíkan fyrir, og það sem meira er – hann er inni á vellinum. Sá maður er Dagur Sigurðsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjá meira