Óskar eftir uppgjöri í framsókn 1. febrúar 2005 00:01 Vaxandi óánægja er innan Framsóknarflokksins með framgöngu formannsins, Halldórs Ásgrímssonar, í þeim málum er ríkisstjórnin hefur tekist á hendur. Sömu framsóknarmenn eru að sama skapi ósáttir við vinnubrögð þeirra sem næst standa Halldóri innan flokksins og má nefna þar bræðurna Árna og Pál Magnússyni og Björn Inga Hrafnsson. "Valdabrölt í klíkunni innan flokksins er fyrir neðan allar hellur," segir Sveinn Bernódusson, formaður Félags framsóknarmanna í Bolungarvík. Viðmælendur blaðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, lýstu vinnubrögðum bræðranna í tengslum við Freyjuna, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, á dögunum á þann hátt að bræðurnir litu á Framsóknarflokkinn sem hlutafélag og þeir stefndu á yfirtöku á öllum hlutum þess. "Mikið af fólkinu sem hefur sig lítið í frammi í flokknum er mjög óánægt," segir Sveinn. "Framsóknarflokkurinn hefur farið út af brautinni og má nefna Íraksmálið því til stuðnings." Viðmælendur blaðsins sögðu að skýrar línur væru milli fylkinganna tveggja innan flokksins og að átök þeirra á milli myndu aukast eftir því sem nær dragi flokksþinginu. "Ég vona að þetta leiði til uppgjörs þannig að menn geti farið að byrja upp á nýtt. Ég vonast til þess að tekist verði á um það á flokksþingi hvað menn ætla sér með flokkinn. Það er þá hægt að gefa þeim kost á því sem ekki eru sáttir að fara bara ef þeir ætla að halda þessu áfram," segir Sveinn. "Ég held að það sé býsna rétt sem Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður, sagði í Silfri Egils, að Davíð Oddsson hafi tekið ákvörðunina um stuðninginn við Íraksstríðið og Halldór hafi stutt hann til að halda friðinn," segir Sveinn. "Ég man ekki eftir því að í stefnuskrá flokksins sé að finna ýmislegt sem flokkurinn stendur nú fyrir, til dæmis sameining lögregluembættanna eða hækkun orkuverðs. Þessi ríkisstjórn hefur gleymt gjörsamlega öllu sem er utan Reykjavíkursvæðisins." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Sjá meira
Vaxandi óánægja er innan Framsóknarflokksins með framgöngu formannsins, Halldórs Ásgrímssonar, í þeim málum er ríkisstjórnin hefur tekist á hendur. Sömu framsóknarmenn eru að sama skapi ósáttir við vinnubrögð þeirra sem næst standa Halldóri innan flokksins og má nefna þar bræðurna Árna og Pál Magnússyni og Björn Inga Hrafnsson. "Valdabrölt í klíkunni innan flokksins er fyrir neðan allar hellur," segir Sveinn Bernódusson, formaður Félags framsóknarmanna í Bolungarvík. Viðmælendur blaðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, lýstu vinnubrögðum bræðranna í tengslum við Freyjuna, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, á dögunum á þann hátt að bræðurnir litu á Framsóknarflokkinn sem hlutafélag og þeir stefndu á yfirtöku á öllum hlutum þess. "Mikið af fólkinu sem hefur sig lítið í frammi í flokknum er mjög óánægt," segir Sveinn. "Framsóknarflokkurinn hefur farið út af brautinni og má nefna Íraksmálið því til stuðnings." Viðmælendur blaðsins sögðu að skýrar línur væru milli fylkinganna tveggja innan flokksins og að átök þeirra á milli myndu aukast eftir því sem nær dragi flokksþinginu. "Ég vona að þetta leiði til uppgjörs þannig að menn geti farið að byrja upp á nýtt. Ég vonast til þess að tekist verði á um það á flokksþingi hvað menn ætla sér með flokkinn. Það er þá hægt að gefa þeim kost á því sem ekki eru sáttir að fara bara ef þeir ætla að halda þessu áfram," segir Sveinn. "Ég held að það sé býsna rétt sem Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður, sagði í Silfri Egils, að Davíð Oddsson hafi tekið ákvörðunina um stuðninginn við Íraksstríðið og Halldór hafi stutt hann til að halda friðinn," segir Sveinn. "Ég man ekki eftir því að í stefnuskrá flokksins sé að finna ýmislegt sem flokkurinn stendur nú fyrir, til dæmis sameining lögregluembættanna eða hækkun orkuverðs. Þessi ríkisstjórn hefur gleymt gjörsamlega öllu sem er utan Reykjavíkursvæðisins."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Sjá meira