Fékk sjónina aftur eftir aðgerðir 2. febrúar 2005 00:01 Íris Arnlaugsdóttir var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér. Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér "meir að segja í litum," eins og hún orðar það. Sjúkdómurinn umræddi lýsir sér þannig að sjón fer að versna, jafnvel oft innan við tvítugt, að sögn Friðberts Jónassonar augnsérfræðings á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Flestir þeirra sem fá hann svo snemma eru komnir í algjört þrot í kringum þrítugt. Þeir eru þá hættir að geta lesið, geta ekki ekið bíl og gert aðra nauðsynlega hluti. Eina lækningin við sjúkdómnum er að græða nýja hornhimnu á augað, því um er að ræða efnaskiptasjúkdóm í hornhimnu. Sjúkdómurinn stafar af víkjandi erfðum sem þýðir að báðir foreldrarnir þurfa að vera með tiltekinn genagalla. Tíðni hans hér stafar af skyldleika landsmanna. Þar með er "genapotturinn" mjög lítill og sjúkdómurinn ræktast upp, segir Friðbert. "Ég flosnaði upp úr skóla þegar ég fór að missa sjónina," rifjar Íris upp. "Fólk hafði ekki skilning á að ég sæi ekki á töfluna og ætti erfitt með að lesa. Þá var ég að verða búin með stúdentinn." Hún var 26 ára þegar hún fór í aðgerð á fyrra auganu, þar sem skipt var um hornhimnu. Hún átti þá orðið eins og hálfs árs strák, en var hætt að geta unnið. "Ég man hvað ég varð hissa þegar ég opnaði augun, " segir hún. "Áður hafði allt verið í móðu og grátt. En nú sá ég, - og meir að segja í lit. En ég mátti ekkert gera í tvo mánuði eftir að ég fór í aðgerðina. Ekki taka strákinn minn upp, ekki beygja mig, ekkert. Bara liggja í myrkvuðu herbergi. Í enda október fór ég svo í sams konar aðgerð á hinu auganu og það er nú að jafna sig. Sjóndepurðinni, aðgerðunum og eftirköstum þeirra fylgja miklar höfuðkvalir. Þá þarf ég að fara í leisiaðgerðir til að leiðrétta sjónskekkju sem hornhimnuskiptin ollu. Og svo get ég átt á hættu að líkaminn hafni nýju hornhimnunum, auk þess sem sjúkdómurinn verður alltaf til staðar." Írís lætur þessar vangaveltur þó ekki hindra sig. Hún lauk stúdentsprófi eftir fyrri hornhimnuskiptin og stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Geri aðrir betur. Heilbrigðismál Menning Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Íris Arnlaugsdóttir var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér. Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér "meir að segja í litum," eins og hún orðar það. Sjúkdómurinn umræddi lýsir sér þannig að sjón fer að versna, jafnvel oft innan við tvítugt, að sögn Friðberts Jónassonar augnsérfræðings á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Flestir þeirra sem fá hann svo snemma eru komnir í algjört þrot í kringum þrítugt. Þeir eru þá hættir að geta lesið, geta ekki ekið bíl og gert aðra nauðsynlega hluti. Eina lækningin við sjúkdómnum er að græða nýja hornhimnu á augað, því um er að ræða efnaskiptasjúkdóm í hornhimnu. Sjúkdómurinn stafar af víkjandi erfðum sem þýðir að báðir foreldrarnir þurfa að vera með tiltekinn genagalla. Tíðni hans hér stafar af skyldleika landsmanna. Þar með er "genapotturinn" mjög lítill og sjúkdómurinn ræktast upp, segir Friðbert. "Ég flosnaði upp úr skóla þegar ég fór að missa sjónina," rifjar Íris upp. "Fólk hafði ekki skilning á að ég sæi ekki á töfluna og ætti erfitt með að lesa. Þá var ég að verða búin með stúdentinn." Hún var 26 ára þegar hún fór í aðgerð á fyrra auganu, þar sem skipt var um hornhimnu. Hún átti þá orðið eins og hálfs árs strák, en var hætt að geta unnið. "Ég man hvað ég varð hissa þegar ég opnaði augun, " segir hún. "Áður hafði allt verið í móðu og grátt. En nú sá ég, - og meir að segja í lit. En ég mátti ekkert gera í tvo mánuði eftir að ég fór í aðgerðina. Ekki taka strákinn minn upp, ekki beygja mig, ekkert. Bara liggja í myrkvuðu herbergi. Í enda október fór ég svo í sams konar aðgerð á hinu auganu og það er nú að jafna sig. Sjóndepurðinni, aðgerðunum og eftirköstum þeirra fylgja miklar höfuðkvalir. Þá þarf ég að fara í leisiaðgerðir til að leiðrétta sjónskekkju sem hornhimnuskiptin ollu. Og svo get ég átt á hættu að líkaminn hafni nýju hornhimnunum, auk þess sem sjúkdómurinn verður alltaf til staðar." Írís lætur þessar vangaveltur þó ekki hindra sig. Hún lauk stúdentsprófi eftir fyrri hornhimnuskiptin og stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Geri aðrir betur.
Heilbrigðismál Menning Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira