Sáttur við tilboð olíufélaganna 2. febrúar 2005 00:01 Mörg þeirra fyrirtækja sem á var brotið á samráðstíma olíufélaganna íhuga að sækja bætur og hafa látið lögfræðingum sínum eftir að kanna forsendur bótakrafna. Tvö fyrirtæki sem blaðið ræddi við hafa þó ákveðið að gera ekkert í málinu, annað vegna ánægju með tilboðin sem þau fengu en hitt vegna góðra viðskipta í dag. "Við höfum ekki hugsað okkur að sækja bætur. Þau tilboð sem við fengum voru eðlileg að okkar mati og ekki útlit fyrir annað en að um samkeppni hafi verið að ræða. Við fengum gott verð," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, um málið og sagðist í raun ekki hafa meira um málið að segja. Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að Olíufélagið sem þá rak Essó og Olíuverslun Íslands hafi rætt um tilboðið til Ístaks, " en þær skýringar eru gefnar að vegna tengsla Ístaks og Skeljungs væri ólíklegt að lágt tilboð myndi leiða til annars en að Skeljungi yrði gert fært að jafna boðið," segir í úrskurðinum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið í samráði við dómsmálaráðuneytið, að farið yrði í kjölinn á gögnum og reiknað út hvað olíusamráðið hafi kostað fyrirtækið á undanförnum árum. "Landhelgisgæslan áhuga á að endurheimta oftekið fé. Það er nóg hægt að gera við peninginn," segir Georg. Þá verður kannað um hvort dómsmálaráðuneytið geti krafist bóta vegna Ríkiskaupa, reynist svo vera verður málið sent ríkislögmanni. Alcan, áður Ísal, ætlar að sækja bætur til olíufélaganna eins og áður hefur komið fram. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir félagið ætla að krefjast bóta upp á tugi milljóna króna og gæti talan jafnvel farið yfir hundrað milljónir. Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og þingmaður Samfylkingarinnar, segir Vestmannaeyjabæ ætla að sækja sinn rétt. Í nóvember hafi verið óskað skriflega eftir viðræðum við olíufélögin um bætur en svör hafi ekki enn borist. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur líka óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Sjá meira
Mörg þeirra fyrirtækja sem á var brotið á samráðstíma olíufélaganna íhuga að sækja bætur og hafa látið lögfræðingum sínum eftir að kanna forsendur bótakrafna. Tvö fyrirtæki sem blaðið ræddi við hafa þó ákveðið að gera ekkert í málinu, annað vegna ánægju með tilboðin sem þau fengu en hitt vegna góðra viðskipta í dag. "Við höfum ekki hugsað okkur að sækja bætur. Þau tilboð sem við fengum voru eðlileg að okkar mati og ekki útlit fyrir annað en að um samkeppni hafi verið að ræða. Við fengum gott verð," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, um málið og sagðist í raun ekki hafa meira um málið að segja. Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að Olíufélagið sem þá rak Essó og Olíuverslun Íslands hafi rætt um tilboðið til Ístaks, " en þær skýringar eru gefnar að vegna tengsla Ístaks og Skeljungs væri ólíklegt að lágt tilboð myndi leiða til annars en að Skeljungi yrði gert fært að jafna boðið," segir í úrskurðinum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið í samráði við dómsmálaráðuneytið, að farið yrði í kjölinn á gögnum og reiknað út hvað olíusamráðið hafi kostað fyrirtækið á undanförnum árum. "Landhelgisgæslan áhuga á að endurheimta oftekið fé. Það er nóg hægt að gera við peninginn," segir Georg. Þá verður kannað um hvort dómsmálaráðuneytið geti krafist bóta vegna Ríkiskaupa, reynist svo vera verður málið sent ríkislögmanni. Alcan, áður Ísal, ætlar að sækja bætur til olíufélaganna eins og áður hefur komið fram. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir félagið ætla að krefjast bóta upp á tugi milljóna króna og gæti talan jafnvel farið yfir hundrað milljónir. Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og þingmaður Samfylkingarinnar, segir Vestmannaeyjabæ ætla að sækja sinn rétt. Í nóvember hafi verið óskað skriflega eftir viðræðum við olíufélögin um bætur en svör hafi ekki enn borist. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur líka óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Sjá meira