Sáttur við tilboð olíufélaganna 2. febrúar 2005 00:01 Mörg þeirra fyrirtækja sem á var brotið á samráðstíma olíufélaganna íhuga að sækja bætur og hafa látið lögfræðingum sínum eftir að kanna forsendur bótakrafna. Tvö fyrirtæki sem blaðið ræddi við hafa þó ákveðið að gera ekkert í málinu, annað vegna ánægju með tilboðin sem þau fengu en hitt vegna góðra viðskipta í dag. "Við höfum ekki hugsað okkur að sækja bætur. Þau tilboð sem við fengum voru eðlileg að okkar mati og ekki útlit fyrir annað en að um samkeppni hafi verið að ræða. Við fengum gott verð," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, um málið og sagðist í raun ekki hafa meira um málið að segja. Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að Olíufélagið sem þá rak Essó og Olíuverslun Íslands hafi rætt um tilboðið til Ístaks, " en þær skýringar eru gefnar að vegna tengsla Ístaks og Skeljungs væri ólíklegt að lágt tilboð myndi leiða til annars en að Skeljungi yrði gert fært að jafna boðið," segir í úrskurðinum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið í samráði við dómsmálaráðuneytið, að farið yrði í kjölinn á gögnum og reiknað út hvað olíusamráðið hafi kostað fyrirtækið á undanförnum árum. "Landhelgisgæslan áhuga á að endurheimta oftekið fé. Það er nóg hægt að gera við peninginn," segir Georg. Þá verður kannað um hvort dómsmálaráðuneytið geti krafist bóta vegna Ríkiskaupa, reynist svo vera verður málið sent ríkislögmanni. Alcan, áður Ísal, ætlar að sækja bætur til olíufélaganna eins og áður hefur komið fram. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir félagið ætla að krefjast bóta upp á tugi milljóna króna og gæti talan jafnvel farið yfir hundrað milljónir. Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og þingmaður Samfylkingarinnar, segir Vestmannaeyjabæ ætla að sækja sinn rétt. Í nóvember hafi verið óskað skriflega eftir viðræðum við olíufélögin um bætur en svör hafi ekki enn borist. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur líka óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Mörg þeirra fyrirtækja sem á var brotið á samráðstíma olíufélaganna íhuga að sækja bætur og hafa látið lögfræðingum sínum eftir að kanna forsendur bótakrafna. Tvö fyrirtæki sem blaðið ræddi við hafa þó ákveðið að gera ekkert í málinu, annað vegna ánægju með tilboðin sem þau fengu en hitt vegna góðra viðskipta í dag. "Við höfum ekki hugsað okkur að sækja bætur. Þau tilboð sem við fengum voru eðlileg að okkar mati og ekki útlit fyrir annað en að um samkeppni hafi verið að ræða. Við fengum gott verð," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, um málið og sagðist í raun ekki hafa meira um málið að segja. Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að Olíufélagið sem þá rak Essó og Olíuverslun Íslands hafi rætt um tilboðið til Ístaks, " en þær skýringar eru gefnar að vegna tengsla Ístaks og Skeljungs væri ólíklegt að lágt tilboð myndi leiða til annars en að Skeljungi yrði gert fært að jafna boðið," segir í úrskurðinum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið í samráði við dómsmálaráðuneytið, að farið yrði í kjölinn á gögnum og reiknað út hvað olíusamráðið hafi kostað fyrirtækið á undanförnum árum. "Landhelgisgæslan áhuga á að endurheimta oftekið fé. Það er nóg hægt að gera við peninginn," segir Georg. Þá verður kannað um hvort dómsmálaráðuneytið geti krafist bóta vegna Ríkiskaupa, reynist svo vera verður málið sent ríkislögmanni. Alcan, áður Ísal, ætlar að sækja bætur til olíufélaganna eins og áður hefur komið fram. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir félagið ætla að krefjast bóta upp á tugi milljóna króna og gæti talan jafnvel farið yfir hundrað milljónir. Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og þingmaður Samfylkingarinnar, segir Vestmannaeyjabæ ætla að sækja sinn rétt. Í nóvember hafi verið óskað skriflega eftir viðræðum við olíufélögin um bætur en svör hafi ekki enn borist. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur líka óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira