Árni í formannsframboð? 3. febrúar 2005 00:01 MYND/HARI Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. „Það er of mikið um að vera á of mörgum stöðum í flokknum,“ sagði einn heimildamanna fréttastofu í morgun og átti þá við að hræringar síðustu daga gætu ekki þýtt annað en að stefnt væri að kosningum um stór embætti á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer 25. til 28. febrúar. Langt er síðan menn slógu því föstu, innan flokks sem utan, að Árni væri krónprins Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og því hófust umræður um það þegar í fyrra hvort hann myndi freista þess að styrkja stöðu sína á flokksþinginu með því að reyna að velta Guðna Ágústssyni úr varaformannsstólnum. Einn heimildarmanna fréttastofu benti á það í morgun að Árni Magnússon hefði lýst því yfir í viðtali skömmu fyrir áramót að hann færi hvorki gegn Guðna né Siv Friðleifsdóttur, ritara flokksins, á flokksþinginu. Það getur að sjálfsögðu breyst á nokkrum vikum en á það er á móti bent að Árni getur ekki talist viss um að vinna slíka kosningu og tap myndi veikja stöðu hans. Því hafa menn ráðið í atburði síðustu daga og telja líklegra að Halldór Ásgrímsson geti hugsað sér að víkja strax fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Ein vísbending um að Árni ætli ekki gegn Guðna er hversu rólega hann taki valdabaráttu síðustu daga og tilburðum Árna og bróður hans Páls til að ná inn hópi þingfulltrúa á flokksþingið. Stuðningsmenn Guðna eru sagðir afar órólegir yfir atburðum síðustu daga og sjá þar merki um að vega eigi að Guðna, en á meðan sé Guðni sjálfur pollrólegur. Rótgrónir Framsóknarmenn eru ósáttir við vinnubrögð Árna og Páls og aðstoðarmanna þeirra. Þeir segja þá hafa notað eiginkonur sínar og aðstoðarmann Árna, Sigurjón Þórsson, til að ná völdum í Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi sem geti tryggt þeim nokkra fulltrúa á flokksþinginu. Þar hafi verið náð í félagsmenn utan Kópavogs, meðal annars til Reykjavíkur, Selfoss og Hveragerðis, og að það sé ekki í anda þess sem iðkað hefur verið í Framsóknarflokknum í gegnum tíðina. Þá benda heimildarmenn fréttastofu á að bæði í Freyju og Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi hafi verið ákveðið að fresta því að tilnefna fulltrúa félaganna á flokksþingið og sé það gert til að áform bræðranna Páls og Árna verði ekki augljós svo snemma. Menn bíða í eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld: annars vegar fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi, þar sem velja á 22 fulltrúar á flokksþingið, og hins vegar fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður en þar verða 59 fulltrúar á flokksþingið valdir. Niðurstaða fundanna getur haft veruleg áhrif á þróun mála á næstunni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. „Það er of mikið um að vera á of mörgum stöðum í flokknum,“ sagði einn heimildamanna fréttastofu í morgun og átti þá við að hræringar síðustu daga gætu ekki þýtt annað en að stefnt væri að kosningum um stór embætti á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer 25. til 28. febrúar. Langt er síðan menn slógu því föstu, innan flokks sem utan, að Árni væri krónprins Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og því hófust umræður um það þegar í fyrra hvort hann myndi freista þess að styrkja stöðu sína á flokksþinginu með því að reyna að velta Guðna Ágústssyni úr varaformannsstólnum. Einn heimildarmanna fréttastofu benti á það í morgun að Árni Magnússon hefði lýst því yfir í viðtali skömmu fyrir áramót að hann færi hvorki gegn Guðna né Siv Friðleifsdóttur, ritara flokksins, á flokksþinginu. Það getur að sjálfsögðu breyst á nokkrum vikum en á það er á móti bent að Árni getur ekki talist viss um að vinna slíka kosningu og tap myndi veikja stöðu hans. Því hafa menn ráðið í atburði síðustu daga og telja líklegra að Halldór Ásgrímsson geti hugsað sér að víkja strax fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Ein vísbending um að Árni ætli ekki gegn Guðna er hversu rólega hann taki valdabaráttu síðustu daga og tilburðum Árna og bróður hans Páls til að ná inn hópi þingfulltrúa á flokksþingið. Stuðningsmenn Guðna eru sagðir afar órólegir yfir atburðum síðustu daga og sjá þar merki um að vega eigi að Guðna, en á meðan sé Guðni sjálfur pollrólegur. Rótgrónir Framsóknarmenn eru ósáttir við vinnubrögð Árna og Páls og aðstoðarmanna þeirra. Þeir segja þá hafa notað eiginkonur sínar og aðstoðarmann Árna, Sigurjón Þórsson, til að ná völdum í Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi sem geti tryggt þeim nokkra fulltrúa á flokksþinginu. Þar hafi verið náð í félagsmenn utan Kópavogs, meðal annars til Reykjavíkur, Selfoss og Hveragerðis, og að það sé ekki í anda þess sem iðkað hefur verið í Framsóknarflokknum í gegnum tíðina. Þá benda heimildarmenn fréttastofu á að bæði í Freyju og Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi hafi verið ákveðið að fresta því að tilnefna fulltrúa félaganna á flokksþingið og sé það gert til að áform bræðranna Páls og Árna verði ekki augljós svo snemma. Menn bíða í eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld: annars vegar fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi, þar sem velja á 22 fulltrúar á flokksþingið, og hins vegar fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður en þar verða 59 fulltrúar á flokksþingið valdir. Niðurstaða fundanna getur haft veruleg áhrif á þróun mála á næstunni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira