Júlíus Jónasson ósáttur 13. október 2005 15:31 Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR-inga í DHL-deildinni í handbolta, segir Jóhann Inga Gunnarsson, formann landsliðsnefndar HSÍ, hafa skotið niður alla þjálfara á Íslandi með ummælum sínum um varnarþjálfun í Fréttablaðinu í gær. Jóhann Ingi hélt því fram að margir leikmenn íslenska landsliðsins kynnu hreinlega ekki hvernig þeir ættu að standa í vörn og skorti grunnþekkingu í varnarleik. "Auðvitað tók maður þessi ummæli til sín. Ég hef ekki séð Jóhann Inga á æfingum hjá mér og ég man ekki heldur eftir að hafa séð hann á leikjum hjá mér. Þess vegna finnst mér þetta vera stór orð sem hann lét hafa eftir sér," segir Júlíus. Hann segist geta tekið undir það með Jóhanni Inga að varnarleikur Íslands hafi ekki verið jafn slakur í mörg ár en jafnframt að hann trúi því ekki að það sé þjálfun um að kenna. "Ég get ekki annað en talað fyrir sjálfan mig en ég trúi því hreinlega ekki að hin félögin séu að hugsa minna um varnarleik en áður. Mér finnst af og frá að Jóhann Ingi geti skotið niður alla þjálfarana með því að segja að varnarþjálfun sé á undanhaldi. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá legg ég mikla áherslu á varnarleik og reyni að kenna mínum mönnum hvernig á að spila og hugsa varnarleik. En það verður að hafa það í huga að við þjálfarar höfum einn og hálfan klukkutíma á dag til að æfa og það er gefið að ekki er hægt að sinna öllum þáttum eins vel og maður vill. Þetta er einfaldlega ekki nægur tími," segir Júlíus. Íslenski handboltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Sjá meira
Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR-inga í DHL-deildinni í handbolta, segir Jóhann Inga Gunnarsson, formann landsliðsnefndar HSÍ, hafa skotið niður alla þjálfara á Íslandi með ummælum sínum um varnarþjálfun í Fréttablaðinu í gær. Jóhann Ingi hélt því fram að margir leikmenn íslenska landsliðsins kynnu hreinlega ekki hvernig þeir ættu að standa í vörn og skorti grunnþekkingu í varnarleik. "Auðvitað tók maður þessi ummæli til sín. Ég hef ekki séð Jóhann Inga á æfingum hjá mér og ég man ekki heldur eftir að hafa séð hann á leikjum hjá mér. Þess vegna finnst mér þetta vera stór orð sem hann lét hafa eftir sér," segir Júlíus. Hann segist geta tekið undir það með Jóhanni Inga að varnarleikur Íslands hafi ekki verið jafn slakur í mörg ár en jafnframt að hann trúi því ekki að það sé þjálfun um að kenna. "Ég get ekki annað en talað fyrir sjálfan mig en ég trúi því hreinlega ekki að hin félögin séu að hugsa minna um varnarleik en áður. Mér finnst af og frá að Jóhann Ingi geti skotið niður alla þjálfarana með því að segja að varnarþjálfun sé á undanhaldi. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá legg ég mikla áherslu á varnarleik og reyni að kenna mínum mönnum hvernig á að spila og hugsa varnarleik. En það verður að hafa það í huga að við þjálfarar höfum einn og hálfan klukkutíma á dag til að æfa og það er gefið að ekki er hægt að sinna öllum þáttum eins vel og maður vill. Þetta er einfaldlega ekki nægur tími," segir Júlíus.
Íslenski handboltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Sjá meira