Samskip hyggja á landvinninga 5. febrúar 2005 00:01 Gríðarlegur vöxtur hefur verið í starfsemi Samskipa erlendis og jókst veltan um fjörutíu prósent á síðasta ári. Félagið hyggur á frekari landvinninga, meðal annars langt inn í Rússland og í Asíu. Undanfarin ár hefur vöxtur skipafélagsins aukist jafnt og þétt. Hagnaður af fyrirtækinu árið 2003 var 366 milljónir króna og áætlaðar rekstrartekjur er um 24 milljarðar. Þá er félagið nýbúið að taka við fyrsta sérsmíðaða íslenska kaupskipinu í áratug og annað verður afhent í þessum mánuði. Segja má að starfsemi Samskipa sé skipt í tvennt, annars vegar starfsemi á Íslandi og hins vegar starfsemi á erlendri grundu, en henni er stjórnað frá höfninni í Rotterdam. Vöxtur félagsins hefur einkum verið í erlendri starfsemi. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir að umsvif erlendis hafi aukist jafnt og þétt undanfarin ár og nú sé svo komið að Samskip séu komin með fimmtán fyrirtæki í fimmtán löndum og reki skrifstofur á um 30 stöðum fyrir utan Ísland. Samskip nýta einkum heimamenn á starfssvæðum sínum en keypt hafa verið upp félög sem voru í fullum rekstri. Ásbjörn að fyrirtækið hafi farið óhikað í landvinninga og náð þannig í aukna markaðshlutdeild. Samskip eru með skip, gáma, flutningbíla og járnbrautarlest í sínum rekstri og er nýtingin góð að sögn Ásbjörns. Meðal þeirra svæða sem Samskip hefur siglt til eru olíuvinnslusvæðin við Kaspíahaf, Túrkmenistan og þar um slóðir, en Samskip sjá sóknarfæri í Rússlandi og í Asíu þar sem félagið hefur komið sér upp skrifstofum. Ásbjörn segir að félagið sjái mörg tækifæri í Rússlandi og Austur-Evrópu og þar sé starfsemi þess umtalsverð. Í Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum vinni um 150 manns fyrir félagið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Gríðarlegur vöxtur hefur verið í starfsemi Samskipa erlendis og jókst veltan um fjörutíu prósent á síðasta ári. Félagið hyggur á frekari landvinninga, meðal annars langt inn í Rússland og í Asíu. Undanfarin ár hefur vöxtur skipafélagsins aukist jafnt og þétt. Hagnaður af fyrirtækinu árið 2003 var 366 milljónir króna og áætlaðar rekstrartekjur er um 24 milljarðar. Þá er félagið nýbúið að taka við fyrsta sérsmíðaða íslenska kaupskipinu í áratug og annað verður afhent í þessum mánuði. Segja má að starfsemi Samskipa sé skipt í tvennt, annars vegar starfsemi á Íslandi og hins vegar starfsemi á erlendri grundu, en henni er stjórnað frá höfninni í Rotterdam. Vöxtur félagsins hefur einkum verið í erlendri starfsemi. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir að umsvif erlendis hafi aukist jafnt og þétt undanfarin ár og nú sé svo komið að Samskip séu komin með fimmtán fyrirtæki í fimmtán löndum og reki skrifstofur á um 30 stöðum fyrir utan Ísland. Samskip nýta einkum heimamenn á starfssvæðum sínum en keypt hafa verið upp félög sem voru í fullum rekstri. Ásbjörn að fyrirtækið hafi farið óhikað í landvinninga og náð þannig í aukna markaðshlutdeild. Samskip eru með skip, gáma, flutningbíla og járnbrautarlest í sínum rekstri og er nýtingin góð að sögn Ásbjörns. Meðal þeirra svæða sem Samskip hefur siglt til eru olíuvinnslusvæðin við Kaspíahaf, Túrkmenistan og þar um slóðir, en Samskip sjá sóknarfæri í Rússlandi og í Asíu þar sem félagið hefur komið sér upp skrifstofum. Ásbjörn segir að félagið sjái mörg tækifæri í Rússlandi og Austur-Evrópu og þar sé starfsemi þess umtalsverð. Í Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum vinni um 150 manns fyrir félagið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira